Innlent

Þurfa að farga 500 kindum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Riðuveiki kom upp á bænum Merki í Jökuldal.
Riðuveiki kom upp á bænum Merki í Jökuldal. mynd/ vilhelm.
Riðuveiki fannst í kind sem slátrað var í haust frá bænum Merki í Jökuldal. Þetta sýna niðurstöður tilraunastöðvar Háskólans í meinafræði.

Riðan er af afbrigðinu NOR 98 og er þetta fjórði bærinn á Íslandi þar sem þetta afbrigði finnst, samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun. Um 530 kindur eru á bænum og undirbúningur er nú að hefjast vegna nauðsynlegs niðurskurðar á öllu fé á bænum.

Eins og áður hefur komið fram þá reyndist engin kind með sjúkdómseinkenni riðu á síðasta ári. Matvælastofnun tekur skýrt fram að riðuveiki í sauðfé berst ekki í fólk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×