Innlent

Mjólkurbíl ekið á fjósvegg

Sá óvenjulegi árekstur varð í síðasta mánuði að glænýjum mjólkurbíl var ekið á fjósvegg að bænum Akri í Eyjafjarðarsveit.

Ökumaður og kýrnar sluppu ómeidd en bíllinn skemmdist talsverrt og eitthvað sá á fjósinu. Að sögn Bændablaðsins er bratt niður að húsinu og þar hafði snjóað ofan á svellbunka, þannig að keðjurnar á mjólkurbílnum náðu ekki nægilegri viðspyrnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×