Móðir Y-listans biður Kópavogsbúa afsökunar: Þetta er sorglegt 9. febrúar 2012 17:47 „Ég er verulega leið yfir þessu og mun segja mig af Y-Listanum. Þetta er sorglegt!“ Samsett mynd/Vísir Ásdís Ólafsdóttir, sem var ein af þeim sem átti frumkvæðið af því að stofna Y-Lista Kópavogsbúa, biður Kópavogsbúa innilegrar afsökunar vegna nýs meirihluta sem nú hefur verið myndaður í bænum. Hún segir Y-listann hafa tekið stóra U beygju frá sínum grunngildum. Nýr meirihluti í bænum var kynntur síðdegis í dag en hann skipa fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Y-Lista Kópavogsbúa. Ármann Kr. Ólafsson, oddviti sjálfstæðismanna, verður bæjarstjóri bæjarins. Í yfirlýsingu sem Ásdís sendi fjölmiðlum nú fyrir stundu segir hún að grundvallaratriði flokksins hafi verið að reyna vinna eins vel og hægt væri fyrir Kópavogsbúa. „Í framhaldi af því voru sett grunngildi sem við öll ætluðum að starfa útfrá. Þar vó þyngst siðbót í stjórnsýslu og að bæjarstjórinn yrði ópóilitískur - faglega ráðinn," segir hún í yfirlýsingunni. Hún segist vera verulega leið yfir því að Y-listinn ætli að taka þátt í meirihlutanum og ætlar hún að segja sig af lista flokksins. „Þetta er sorglegt," segir hún. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:Kópavogur 9. febrúar 2012Afsökunarbeiðni til Kópavogsbúa, vegna myndunar nýs meirihluta í Kópavogi.Ég undirrituð er í algjörri andstöðu við þennan meirihluta sem búið er að mynda hér í Kópavogi. Í þeim meirihluta er Y-Listi Kópavogsbúa sem ég átti frumkvæði að því að stofna og fékk gott fólk með mér til að hægt væri að bjóða fram. Grundvallaratriði var að reyna að vinna eins vel og við gætum fyrir Kópavogsbúa. Í framhaldi af því voru sett grunngildi sem við öll ætluðum að starfa útfrá. Þar vó þyngst siðbót í stjórnsýslu og að bæjarstjórinn yrði ópóilitískur - faglega ráðinn . Nú hefur það gerst að Y-Listinn hefur tekið stóra U beygju frá sínum grunngildum að því að virðist, undir forystu sjálfstæðismanna með Ármann Kr. Ólafsson oddvita sjálfstæðisflokksins og hans stuðningsmanna. Ég hef reynt að berjast á móti þessu innan Y- Listans með kjafti og klóm og lenti í minnihluta. Stærsti fjórflokkurinn sem virðist hafa náð yfirhöndinni, þar á meðal vegna afskipta forystunnar á landsvísu ætti að skammast sín og vona ég að kjósendur muni eftir því í næstu kosningum. Hér hafa átt sér pólitísk hrossakaup og fylgir spillingin yfirleitt á eftir með tilheyrandi kostnaði fyrir bæjarfélagið.Ykkur Kópavogsbúa sem kusu okkur vegna okkar grunngilda vil ég biðja innilegrar afsökunar sem og aðra Kópavogsbúa sem héldu að loforð stæðu hjá stjórnmálaafli. Ég er verulega leið yfir þessu og mun segja mig af Y-ListanumÞetta er sorglegt!Ásdís Ólafsdóttir. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira
Ásdís Ólafsdóttir, sem var ein af þeim sem átti frumkvæðið af því að stofna Y-Lista Kópavogsbúa, biður Kópavogsbúa innilegrar afsökunar vegna nýs meirihluta sem nú hefur verið myndaður í bænum. Hún segir Y-listann hafa tekið stóra U beygju frá sínum grunngildum. Nýr meirihluti í bænum var kynntur síðdegis í dag en hann skipa fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Y-Lista Kópavogsbúa. Ármann Kr. Ólafsson, oddviti sjálfstæðismanna, verður bæjarstjóri bæjarins. Í yfirlýsingu sem Ásdís sendi fjölmiðlum nú fyrir stundu segir hún að grundvallaratriði flokksins hafi verið að reyna vinna eins vel og hægt væri fyrir Kópavogsbúa. „Í framhaldi af því voru sett grunngildi sem við öll ætluðum að starfa útfrá. Þar vó þyngst siðbót í stjórnsýslu og að bæjarstjórinn yrði ópóilitískur - faglega ráðinn," segir hún í yfirlýsingunni. Hún segist vera verulega leið yfir því að Y-listinn ætli að taka þátt í meirihlutanum og ætlar hún að segja sig af lista flokksins. „Þetta er sorglegt," segir hún. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:Kópavogur 9. febrúar 2012Afsökunarbeiðni til Kópavogsbúa, vegna myndunar nýs meirihluta í Kópavogi.Ég undirrituð er í algjörri andstöðu við þennan meirihluta sem búið er að mynda hér í Kópavogi. Í þeim meirihluta er Y-Listi Kópavogsbúa sem ég átti frumkvæði að því að stofna og fékk gott fólk með mér til að hægt væri að bjóða fram. Grundvallaratriði var að reyna að vinna eins vel og við gætum fyrir Kópavogsbúa. Í framhaldi af því voru sett grunngildi sem við öll ætluðum að starfa útfrá. Þar vó þyngst siðbót í stjórnsýslu og að bæjarstjórinn yrði ópóilitískur - faglega ráðinn . Nú hefur það gerst að Y-Listinn hefur tekið stóra U beygju frá sínum grunngildum að því að virðist, undir forystu sjálfstæðismanna með Ármann Kr. Ólafsson oddvita sjálfstæðisflokksins og hans stuðningsmanna. Ég hef reynt að berjast á móti þessu innan Y- Listans með kjafti og klóm og lenti í minnihluta. Stærsti fjórflokkurinn sem virðist hafa náð yfirhöndinni, þar á meðal vegna afskipta forystunnar á landsvísu ætti að skammast sín og vona ég að kjósendur muni eftir því í næstu kosningum. Hér hafa átt sér pólitísk hrossakaup og fylgir spillingin yfirleitt á eftir með tilheyrandi kostnaði fyrir bæjarfélagið.Ykkur Kópavogsbúa sem kusu okkur vegna okkar grunngilda vil ég biðja innilegrar afsökunar sem og aðra Kópavogsbúa sem héldu að loforð stæðu hjá stjórnmálaafli. Ég er verulega leið yfir þessu og mun segja mig af Y-ListanumÞetta er sorglegt!Ásdís Ólafsdóttir.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira