Innlent

Tíu útköll vegna asahláku

Eins og sést á myndinni þá er asahláka ekkert grín.
Eins og sést á myndinni þá er asahláka ekkert grín.
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnti alls tíu útköllum í dag vegna vatnstjóns. Asahláka hefur verið í hlýindunum í dag og mörg niðurföllin stífluð. Það gerir það að verkum að nokkuð hefur flætt inn í íbúðir á jarðhæð og í kjöllurum.

Flest útköllin voru í Kópavogi og vestan við Kringlumýrabrautina í Reykjavík. Líklega er tjónið talsvert í sumum húsunum, þar sem gólfefni hefur skemmst.

Þrátt fyrir að tjónið sé helst á jarðhæðum og í kjöllurum þá er fólk einnig hvatt til þess að huga að snjó á svölum, en talsvert tjón getur orðið ef vatn lekur inn í húsnæði af snjóþungum svölum.

Eigendur fyrirtækja eru einnig hvattir til þess að huga að húsnæðum sínum séu þau á jarðhæð eða í kjallara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×