Enski boltinn

Van der Vaart: Ekkert vesen á milli mín og Redknapp

Hollenski leikmaðurinn Rafael van der Vaart, leikmaður Tottenham, segir að það sé allt í góðu á milli sín og stjórans, Harry Redknapp. Þar af leiðandi komi ekki til greina að hann yfirgefi félagið í janúar.

Orðrómur var uppi um að hann færi frá félaginu í janúar og var AC Milan sagt vera líklegur áfangastaður.

"Það er ekkert til í því að ég fari kannski í janúar. Það eru og verða alltaf orðrómar í boltanum og lítið við þvi að gera," sagði Van der Vaart.

"Það vill enginn fara frá Tottenham núna. Við erum nálægt því að gera merkilega hluti fyrir félagið. Það eru allir sáttir hérna og virkilega gaman að vera hluti af hópnum. Það er ekki yfir neinu að kvarta og Harry er að standa sig frábærlega."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×