Rekstrarkostnaður Glitnis jókst milli ára 22. september 2012 07:00 Lögmennirnir Steinunn Guðbjartsdóttir og Páll Eiríksson mynda slitastjórn Glitnis. Stefnt er að því að leggja fram nauðasamninga bankans, sem binda endi á slitaferli hans, á næsta ári. fréttablaðið/pjetur Kostnaður við rekstur þrotabús Glitnis var 3,9 milljarðar á fyrri helmingi ársins. Hann jókst um 35 prósent á milli ára, aðallega vegna aukins kostnaðar við gerð nauðasamnings. Stærsti kostnaðarliðurinn er vegna erlendrar ráðgjafar. Rekstrarkostnaður þrotabús Glitnis var 3,9 milljarðar króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2012. Rekstarkostnaðurinn er 35 prósentum hærri en hann var á sama tímabili í fyrra og 44 prósentum hærri en á fyrri helmingi ársins 2010. Skýringanna er helst að leita í auknum ráðgjafarkostnaði vegna vinnu við gerð nauðasamnings þrotabúsins. Þetta kemur fram í yfirliti yfir eignir og skuldir Glitnis sem kynnt var á kröfuhafafundi á fimmtudag. Alls hefur rekstur Glitnis kostað 40,3 milljarða króna frá ársbyrjun 2009 og til loka júnímánaðar síðastliðins, en tveir þriðju hlutar þess kostnaðar komu til á árinu 2009 þegar mesta vinnan við skiptingu hins fallna Glitnis í nýjan og gamlan banka og endurfjármögnun Íslandsbanka átti sér stað . Beinir starfsmenn þrotabúsins hafa á þeim tíma fengið rúma þrjá milljarða króna greidda í laun. Alls starfa rúmlega 40 manns hjá slitastjórn Glitnis í dag, en hluti þess hóps eru verktakar og teljast því ekki til launtakenda. Laun og launatengd gjöld hjá Glitni námu 298 milljónum króna á fyrri hluta þessa árs. Aðkeypt lögfræðiþjónusta nam 1,1 milljarði króna og þar af fóru 435 milljónir króna til íslenskra stofa en 712 milljónir króna til erlendra. Kristján Óskarsson, framkvæmdastjóri Glitnis, segir flestar stóru lögfræðistofurnar á Íslandi vinna störf fyrir slitastjórnina. Stofur sem tengjast þeim aðilum sem sitja í slitanefnd Glitnis, Steinunni Guðbjartsdóttur og Páli Eiríkssyni, séu hvor með sinn fulltrúann sem starfi í verktöku hjá slitastjórninni. Að öðru leyti séu þær stofur ekki með nein verkefni hjá slitastjórninni. Kostnaður vegna „annarrar utanaðkomandi ráðgjafar“ var 1,9 milljarðar króna. Einungis 303 milljónir króna sem tilheyra þeim lið fóru til íslenskra ráðgjafa. Afgangurinn, 1,6 milljarðar króna, fór til erlendra ráðgjafa og út úr íslensku hagkerfi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er langstærsti hluti þessa kostnaðar vegna greiðslna til fjárfestingabankans Moelis, fjármálaráðgjafa Glitnis, og fjármálaráðgjafanna Houlihan Lokey, Talbot Hughes og fleiri aðila sem vinna fyrir kröfuhafa bankans. Allir þessir aðilar eru að vinna að verkefnum sem snúa að gerð nauðasamnings Glitnis sem verður líkast til lagður fyrir á næsta ári. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er vilji innan Glitnis til þess að ráða innlenda aðila í fleiri verkefni. Kröfuhafar bankans hafa hins vegar frekar viljað notast við alþjóðlega aðila sem kosti mun meira. thordur@frettabladid.is Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira
Kostnaður við rekstur þrotabús Glitnis var 3,9 milljarðar á fyrri helmingi ársins. Hann jókst um 35 prósent á milli ára, aðallega vegna aukins kostnaðar við gerð nauðasamnings. Stærsti kostnaðarliðurinn er vegna erlendrar ráðgjafar. Rekstrarkostnaður þrotabús Glitnis var 3,9 milljarðar króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2012. Rekstarkostnaðurinn er 35 prósentum hærri en hann var á sama tímabili í fyrra og 44 prósentum hærri en á fyrri helmingi ársins 2010. Skýringanna er helst að leita í auknum ráðgjafarkostnaði vegna vinnu við gerð nauðasamnings þrotabúsins. Þetta kemur fram í yfirliti yfir eignir og skuldir Glitnis sem kynnt var á kröfuhafafundi á fimmtudag. Alls hefur rekstur Glitnis kostað 40,3 milljarða króna frá ársbyrjun 2009 og til loka júnímánaðar síðastliðins, en tveir þriðju hlutar þess kostnaðar komu til á árinu 2009 þegar mesta vinnan við skiptingu hins fallna Glitnis í nýjan og gamlan banka og endurfjármögnun Íslandsbanka átti sér stað . Beinir starfsmenn þrotabúsins hafa á þeim tíma fengið rúma þrjá milljarða króna greidda í laun. Alls starfa rúmlega 40 manns hjá slitastjórn Glitnis í dag, en hluti þess hóps eru verktakar og teljast því ekki til launtakenda. Laun og launatengd gjöld hjá Glitni námu 298 milljónum króna á fyrri hluta þessa árs. Aðkeypt lögfræðiþjónusta nam 1,1 milljarði króna og þar af fóru 435 milljónir króna til íslenskra stofa en 712 milljónir króna til erlendra. Kristján Óskarsson, framkvæmdastjóri Glitnis, segir flestar stóru lögfræðistofurnar á Íslandi vinna störf fyrir slitastjórnina. Stofur sem tengjast þeim aðilum sem sitja í slitanefnd Glitnis, Steinunni Guðbjartsdóttur og Páli Eiríkssyni, séu hvor með sinn fulltrúann sem starfi í verktöku hjá slitastjórninni. Að öðru leyti séu þær stofur ekki með nein verkefni hjá slitastjórninni. Kostnaður vegna „annarrar utanaðkomandi ráðgjafar“ var 1,9 milljarðar króna. Einungis 303 milljónir króna sem tilheyra þeim lið fóru til íslenskra ráðgjafa. Afgangurinn, 1,6 milljarðar króna, fór til erlendra ráðgjafa og út úr íslensku hagkerfi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er langstærsti hluti þessa kostnaðar vegna greiðslna til fjárfestingabankans Moelis, fjármálaráðgjafa Glitnis, og fjármálaráðgjafanna Houlihan Lokey, Talbot Hughes og fleiri aðila sem vinna fyrir kröfuhafa bankans. Allir þessir aðilar eru að vinna að verkefnum sem snúa að gerð nauðasamnings Glitnis sem verður líkast til lagður fyrir á næsta ári. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er vilji innan Glitnis til þess að ráða innlenda aðila í fleiri verkefni. Kröfuhafar bankans hafa hins vegar frekar viljað notast við alþjóðlega aðila sem kosti mun meira. thordur@frettabladid.is
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira