Pepsi-deild karla: Þjálfarar fá að heimsækja dómarana að leik loknum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. maí 2012 15:08 Mynd / Anton Þjálfarar í efstu deild karla í knattspyrnu fá að funda með dómurum að loknum leikjum sínum í efstu deild karla í sumar. Um tilraunaverkefni er að ræða en þetta var meðal þess sem fram kom á kynningarfundi í dag um áherslur dómaranna fyrir leiktíðina sem hefst á sunnudag. Þorvaldur Árnason, FIFA dómari, fór yfir helstu áherslur með fulltrúum fjölmiðla í dag. Þjálfarar og fyrirliðar í tveimur efstu deildum karla fengu samskonar kynningu á dögunum. Hér fyrir neðan eru helstu atriði sem kynnt voru á fundinum. Reglurnar gilda um dómara á öllum stigum í íslenskri deildakeppni:Áminnt fyrir hópmótmæli Í hópmótmælum ber dómurum að áminna a.m.k. einn þeirra sem hópar sér að dómaranum. Því til viðbótar ber að áminna hvern þann sem leggur á sig langa leið til þess að koma sjónarmiðum sínum á framfæri.Fylgst vel með leikmönnum sem ýkja meiðsli sín Dómurum ber að veita leikmönnum sérstaka athygli ef þeir gerast sekir um að ýkja afleiðingar líkamlegrar snertingar til þess að „fiska" gult eða rautt spjald á andstæðinginn.Hendi eða ekki hendi Þegar metið er hvort um hendi sé að ræða eða ekki verða fjögur atriði í fyrirrúmi:hreyfing handleggs í átt að knettinumfjarlægð mótherjans frá knettinumhvort staða handleggs sé eðlileg eða óeðlilegef um hendi úti velli er að ræða á dómarinn að hafa í huga hvort hann hefði dæmt víti á þetta ef atvikið hefði verið inni í vítateigMarkvörður brýtur á sóknarmanni í stöðunni einn gegn einum Ef markvörður brýtur af sér í stöðunni „maður á móti manni" ber dómaranum að sýna honum rauða spjaldið nema í undantekningartilvikum. Í þeim tilvikum þarf dómarinn að vera sannfærður um að leikmaður hefði ekki komist í upplagt marktækifæri.Á fundinum var sérstaklega minnst á að umræðan um aftasta mann væri á villigötum. Engu máli skiptir hvort varnarmenn séu staðsettir fyrir aftan markvörðinn þegar brotið á sér stað. Reka skal markvörðinn af velli.Undirskyrtur og -buxur skulu vera í sama lit og keppnistreyjan Dómarateyminu ber að ganga í skugga um það fyrir leikinn að leikmenn klæðist fatnaði sam samrýmist knattspyrnulögunum. Sérstök athygli skal vakin á því að undirskkyrtur og undirbuxur skulu vera í sama lit og keppnisskyrtan og keppnisstuttbuxurnar. Þetta voru áður tillmæli en er nú komið í reglurnar. Þá verða teip einnig að vera í sama lit og sokkarnir.Samskiptasíður Dómurum er bannað að tjá sig á Twitter eða Facebook varðandi einstök atvik í leikjum.Tilraun í efstu deild karla: Þjálfarar fá að funda með dómurum Eftir ábendingu frá Heimi Hallgrímssyni aðstoðarlandsliðsþjálfara, á fundi dómara með þjálfurum og fyrirliðum á dögunum, var ákveðið að dómarar í efstu deild karla gæfu þjálfurum tækifæri á að koma inn í klefa eftir leik til þess að fá skýringar og ef einhverjar spurningar eru. Þjálfarar þurfa þó að bíða í 5-10 mínútur eftir að leik lýkur og kurteisi er algjört skilyrði í þessum efnum. Um tilraunaverkefni er að ræða. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira
Þjálfarar í efstu deild karla í knattspyrnu fá að funda með dómurum að loknum leikjum sínum í efstu deild karla í sumar. Um tilraunaverkefni er að ræða en þetta var meðal þess sem fram kom á kynningarfundi í dag um áherslur dómaranna fyrir leiktíðina sem hefst á sunnudag. Þorvaldur Árnason, FIFA dómari, fór yfir helstu áherslur með fulltrúum fjölmiðla í dag. Þjálfarar og fyrirliðar í tveimur efstu deildum karla fengu samskonar kynningu á dögunum. Hér fyrir neðan eru helstu atriði sem kynnt voru á fundinum. Reglurnar gilda um dómara á öllum stigum í íslenskri deildakeppni:Áminnt fyrir hópmótmæli Í hópmótmælum ber dómurum að áminna a.m.k. einn þeirra sem hópar sér að dómaranum. Því til viðbótar ber að áminna hvern þann sem leggur á sig langa leið til þess að koma sjónarmiðum sínum á framfæri.Fylgst vel með leikmönnum sem ýkja meiðsli sín Dómurum ber að veita leikmönnum sérstaka athygli ef þeir gerast sekir um að ýkja afleiðingar líkamlegrar snertingar til þess að „fiska" gult eða rautt spjald á andstæðinginn.Hendi eða ekki hendi Þegar metið er hvort um hendi sé að ræða eða ekki verða fjögur atriði í fyrirrúmi:hreyfing handleggs í átt að knettinumfjarlægð mótherjans frá knettinumhvort staða handleggs sé eðlileg eða óeðlilegef um hendi úti velli er að ræða á dómarinn að hafa í huga hvort hann hefði dæmt víti á þetta ef atvikið hefði verið inni í vítateigMarkvörður brýtur á sóknarmanni í stöðunni einn gegn einum Ef markvörður brýtur af sér í stöðunni „maður á móti manni" ber dómaranum að sýna honum rauða spjaldið nema í undantekningartilvikum. Í þeim tilvikum þarf dómarinn að vera sannfærður um að leikmaður hefði ekki komist í upplagt marktækifæri.Á fundinum var sérstaklega minnst á að umræðan um aftasta mann væri á villigötum. Engu máli skiptir hvort varnarmenn séu staðsettir fyrir aftan markvörðinn þegar brotið á sér stað. Reka skal markvörðinn af velli.Undirskyrtur og -buxur skulu vera í sama lit og keppnistreyjan Dómarateyminu ber að ganga í skugga um það fyrir leikinn að leikmenn klæðist fatnaði sam samrýmist knattspyrnulögunum. Sérstök athygli skal vakin á því að undirskkyrtur og undirbuxur skulu vera í sama lit og keppnisskyrtan og keppnisstuttbuxurnar. Þetta voru áður tillmæli en er nú komið í reglurnar. Þá verða teip einnig að vera í sama lit og sokkarnir.Samskiptasíður Dómurum er bannað að tjá sig á Twitter eða Facebook varðandi einstök atvik í leikjum.Tilraun í efstu deild karla: Þjálfarar fá að funda með dómurum Eftir ábendingu frá Heimi Hallgrímssyni aðstoðarlandsliðsþjálfara, á fundi dómara með þjálfurum og fyrirliðum á dögunum, var ákveðið að dómarar í efstu deild karla gæfu þjálfurum tækifæri á að koma inn í klefa eftir leik til þess að fá skýringar og ef einhverjar spurningar eru. Þjálfarar þurfa þó að bíða í 5-10 mínútur eftir að leik lýkur og kurteisi er algjört skilyrði í þessum efnum. Um tilraunaverkefni er að ræða.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira