Vill sama refsiramma fyrir stera og fíkniefni 7. nóvember 2012 07:00 Áhrif stera á líkamann geta verið mjög skaðleg. Fjöldi dæma er um dauðsföll vegna þeirra erlendis. Vægar refsingar við innflutningi á sterum eru ekki nægilega letjandi fyrir smyglara, að mati formanns lyfjaráðs Íþróttasambands Íslands (ÍSÍ). Hann kallar eftir því að sami refsirammi verði látinn gilda um sterasmygl og fíkniefnasmygl eins og tíðkast víða í nágrannalöndunum. Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli lagði hald á 35 þúsund steratöflur og yfir fimm hundruð ampúlur af steravökva 27. október síðastliðinn og er málið nú komið til rannsóknar hjá lögreglu. Um sterasmygl gilda lyfjalög en ekki ákvæði um fíkniefni í hegningarlögum. Refsiramminn fyrir brot á lyfjalögum er sektir eða fangelsi allt að tveimur árum, en hámarksrefsing fyrir fíkniefnabrot er hins vegar tólf ára fangelsi. Skúli Skúlason, formaður lyfjaráðs ÍSÍ, vill breyta þessu og samræma refsirammann. Þannig sé fyrirkomulagið til dæmis annars staðar á Norðurlöndum. „Við höfum átt í viðræðum við yfirvöld um þetta og þau hafa tekið vel í þetta,“ segir hann. „Lögreglan og tollurinn hafa margt annað betra að gera við tímann en að fara í dómsmál með svona vitandi að það muni bara leiða til sekta.“ Því sé svona málum yfirleitt lokið með sátt. „Þetta leiðir til þess að menn eru óragir við að flytja þetta inn,“ segir Skúli, enda séu sektirnar auðveldlega borgaðar með ágóðanum af næstu sendingu. Skúli segir ljóst að yfirvöld hafi gert mun meira af steralyfjum upptækt á undanförnum fimm árum en áður var. Þess sjáist hins vegar ekki stað í skipulögðum íþróttum þar sem menn sæta lyfjaprófum. Þar séu gerð 150 til 200 próf á ári og núll til þrír mælist með eitthvað óeðlilegt í blóðinu árlega. „En sem leikmaður og iðkandi líkamsræktar finnst mér alveg greinilegt að þessi notkun hefur aukist inni á líkamsræktarstöðvunum á undanförnum árum.“ Þá sé áberandi að menn fari ekki lengur í felur með notkunina. „Fyrir tíu árum ræddi þetta enginn. Núna heyrir maður marga af þessum ungu guttum tala um þetta eins og hluta af fæðubótarefnunum sínum. Það hræðir mann svolítið hvað mönnum þykir þetta orðið sjálfsagt.“ Skúli segir löngu sýnt að sterar hafi skaðleg áhrif á líkamann. Þeim geti fylgt hjarta-, æða-, nýrna- og lifrarsjúkdómar, ófrjósemi og auk þess sýni nýlegar rannsóknir á kvenkyns steranotendum frá gamla Austur-Þýskalandi að notkunin geti leitt til fæðingargalla. „Þar eru komnar býsna sterkar vísbendingar um að sú röksemd að fólki sé frjálst að gera það sem það vill við eigin líkama eigi ekki við.“ stigur@frettabladid.is Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Sjá meira
Vægar refsingar við innflutningi á sterum eru ekki nægilega letjandi fyrir smyglara, að mati formanns lyfjaráðs Íþróttasambands Íslands (ÍSÍ). Hann kallar eftir því að sami refsirammi verði látinn gilda um sterasmygl og fíkniefnasmygl eins og tíðkast víða í nágrannalöndunum. Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli lagði hald á 35 þúsund steratöflur og yfir fimm hundruð ampúlur af steravökva 27. október síðastliðinn og er málið nú komið til rannsóknar hjá lögreglu. Um sterasmygl gilda lyfjalög en ekki ákvæði um fíkniefni í hegningarlögum. Refsiramminn fyrir brot á lyfjalögum er sektir eða fangelsi allt að tveimur árum, en hámarksrefsing fyrir fíkniefnabrot er hins vegar tólf ára fangelsi. Skúli Skúlason, formaður lyfjaráðs ÍSÍ, vill breyta þessu og samræma refsirammann. Þannig sé fyrirkomulagið til dæmis annars staðar á Norðurlöndum. „Við höfum átt í viðræðum við yfirvöld um þetta og þau hafa tekið vel í þetta,“ segir hann. „Lögreglan og tollurinn hafa margt annað betra að gera við tímann en að fara í dómsmál með svona vitandi að það muni bara leiða til sekta.“ Því sé svona málum yfirleitt lokið með sátt. „Þetta leiðir til þess að menn eru óragir við að flytja þetta inn,“ segir Skúli, enda séu sektirnar auðveldlega borgaðar með ágóðanum af næstu sendingu. Skúli segir ljóst að yfirvöld hafi gert mun meira af steralyfjum upptækt á undanförnum fimm árum en áður var. Þess sjáist hins vegar ekki stað í skipulögðum íþróttum þar sem menn sæta lyfjaprófum. Þar séu gerð 150 til 200 próf á ári og núll til þrír mælist með eitthvað óeðlilegt í blóðinu árlega. „En sem leikmaður og iðkandi líkamsræktar finnst mér alveg greinilegt að þessi notkun hefur aukist inni á líkamsræktarstöðvunum á undanförnum árum.“ Þá sé áberandi að menn fari ekki lengur í felur með notkunina. „Fyrir tíu árum ræddi þetta enginn. Núna heyrir maður marga af þessum ungu guttum tala um þetta eins og hluta af fæðubótarefnunum sínum. Það hræðir mann svolítið hvað mönnum þykir þetta orðið sjálfsagt.“ Skúli segir löngu sýnt að sterar hafi skaðleg áhrif á líkamann. Þeim geti fylgt hjarta-, æða-, nýrna- og lifrarsjúkdómar, ófrjósemi og auk þess sýni nýlegar rannsóknir á kvenkyns steranotendum frá gamla Austur-Þýskalandi að notkunin geti leitt til fæðingargalla. „Þar eru komnar býsna sterkar vísbendingar um að sú röksemd að fólki sé frjálst að gera það sem það vill við eigin líkama eigi ekki við.“ stigur@frettabladid.is
Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Sjá meira