Vill sama refsiramma fyrir stera og fíkniefni 7. nóvember 2012 07:00 Áhrif stera á líkamann geta verið mjög skaðleg. Fjöldi dæma er um dauðsföll vegna þeirra erlendis. Vægar refsingar við innflutningi á sterum eru ekki nægilega letjandi fyrir smyglara, að mati formanns lyfjaráðs Íþróttasambands Íslands (ÍSÍ). Hann kallar eftir því að sami refsirammi verði látinn gilda um sterasmygl og fíkniefnasmygl eins og tíðkast víða í nágrannalöndunum. Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli lagði hald á 35 þúsund steratöflur og yfir fimm hundruð ampúlur af steravökva 27. október síðastliðinn og er málið nú komið til rannsóknar hjá lögreglu. Um sterasmygl gilda lyfjalög en ekki ákvæði um fíkniefni í hegningarlögum. Refsiramminn fyrir brot á lyfjalögum er sektir eða fangelsi allt að tveimur árum, en hámarksrefsing fyrir fíkniefnabrot er hins vegar tólf ára fangelsi. Skúli Skúlason, formaður lyfjaráðs ÍSÍ, vill breyta þessu og samræma refsirammann. Þannig sé fyrirkomulagið til dæmis annars staðar á Norðurlöndum. „Við höfum átt í viðræðum við yfirvöld um þetta og þau hafa tekið vel í þetta,“ segir hann. „Lögreglan og tollurinn hafa margt annað betra að gera við tímann en að fara í dómsmál með svona vitandi að það muni bara leiða til sekta.“ Því sé svona málum yfirleitt lokið með sátt. „Þetta leiðir til þess að menn eru óragir við að flytja þetta inn,“ segir Skúli, enda séu sektirnar auðveldlega borgaðar með ágóðanum af næstu sendingu. Skúli segir ljóst að yfirvöld hafi gert mun meira af steralyfjum upptækt á undanförnum fimm árum en áður var. Þess sjáist hins vegar ekki stað í skipulögðum íþróttum þar sem menn sæta lyfjaprófum. Þar séu gerð 150 til 200 próf á ári og núll til þrír mælist með eitthvað óeðlilegt í blóðinu árlega. „En sem leikmaður og iðkandi líkamsræktar finnst mér alveg greinilegt að þessi notkun hefur aukist inni á líkamsræktarstöðvunum á undanförnum árum.“ Þá sé áberandi að menn fari ekki lengur í felur með notkunina. „Fyrir tíu árum ræddi þetta enginn. Núna heyrir maður marga af þessum ungu guttum tala um þetta eins og hluta af fæðubótarefnunum sínum. Það hræðir mann svolítið hvað mönnum þykir þetta orðið sjálfsagt.“ Skúli segir löngu sýnt að sterar hafi skaðleg áhrif á líkamann. Þeim geti fylgt hjarta-, æða-, nýrna- og lifrarsjúkdómar, ófrjósemi og auk þess sýni nýlegar rannsóknir á kvenkyns steranotendum frá gamla Austur-Þýskalandi að notkunin geti leitt til fæðingargalla. „Þar eru komnar býsna sterkar vísbendingar um að sú röksemd að fólki sé frjálst að gera það sem það vill við eigin líkama eigi ekki við.“ stigur@frettabladid.is Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Fleiri fréttir Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Sjá meira
Vægar refsingar við innflutningi á sterum eru ekki nægilega letjandi fyrir smyglara, að mati formanns lyfjaráðs Íþróttasambands Íslands (ÍSÍ). Hann kallar eftir því að sami refsirammi verði látinn gilda um sterasmygl og fíkniefnasmygl eins og tíðkast víða í nágrannalöndunum. Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli lagði hald á 35 þúsund steratöflur og yfir fimm hundruð ampúlur af steravökva 27. október síðastliðinn og er málið nú komið til rannsóknar hjá lögreglu. Um sterasmygl gilda lyfjalög en ekki ákvæði um fíkniefni í hegningarlögum. Refsiramminn fyrir brot á lyfjalögum er sektir eða fangelsi allt að tveimur árum, en hámarksrefsing fyrir fíkniefnabrot er hins vegar tólf ára fangelsi. Skúli Skúlason, formaður lyfjaráðs ÍSÍ, vill breyta þessu og samræma refsirammann. Þannig sé fyrirkomulagið til dæmis annars staðar á Norðurlöndum. „Við höfum átt í viðræðum við yfirvöld um þetta og þau hafa tekið vel í þetta,“ segir hann. „Lögreglan og tollurinn hafa margt annað betra að gera við tímann en að fara í dómsmál með svona vitandi að það muni bara leiða til sekta.“ Því sé svona málum yfirleitt lokið með sátt. „Þetta leiðir til þess að menn eru óragir við að flytja þetta inn,“ segir Skúli, enda séu sektirnar auðveldlega borgaðar með ágóðanum af næstu sendingu. Skúli segir ljóst að yfirvöld hafi gert mun meira af steralyfjum upptækt á undanförnum fimm árum en áður var. Þess sjáist hins vegar ekki stað í skipulögðum íþróttum þar sem menn sæta lyfjaprófum. Þar séu gerð 150 til 200 próf á ári og núll til þrír mælist með eitthvað óeðlilegt í blóðinu árlega. „En sem leikmaður og iðkandi líkamsræktar finnst mér alveg greinilegt að þessi notkun hefur aukist inni á líkamsræktarstöðvunum á undanförnum árum.“ Þá sé áberandi að menn fari ekki lengur í felur með notkunina. „Fyrir tíu árum ræddi þetta enginn. Núna heyrir maður marga af þessum ungu guttum tala um þetta eins og hluta af fæðubótarefnunum sínum. Það hræðir mann svolítið hvað mönnum þykir þetta orðið sjálfsagt.“ Skúli segir löngu sýnt að sterar hafi skaðleg áhrif á líkamann. Þeim geti fylgt hjarta-, æða-, nýrna- og lifrarsjúkdómar, ófrjósemi og auk þess sýni nýlegar rannsóknir á kvenkyns steranotendum frá gamla Austur-Þýskalandi að notkunin geti leitt til fæðingargalla. „Þar eru komnar býsna sterkar vísbendingar um að sú röksemd að fólki sé frjálst að gera það sem það vill við eigin líkama eigi ekki við.“ stigur@frettabladid.is
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Fleiri fréttir Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Sjá meira