"Við vorum blekkt“ Andri Ólafsson skrifar 7. nóvember 2012 18:51 "Við vorum blekkt," segja aðstandendur eldri konu sem lagði aleiguna inn í Eir fyrir fáeinum mánuðum. Þau segja að stjórnendur hafa vel mátt vita hversu alvarleg staðan væri og segja að upplýsingum hafi verið leynt. Ólína Kristleifsdóttir er komin tíræðisaldrinn. Maðurinn hennar er látinn en í upphafi árs seldi hún íbúðina sem hún hafði búið í og greitt af alla sína fullorðinstíð og hóf að leita að hentugra húsnæði. Ólína hefur misst heilsu undanfarið og börnin hennar hafa gætt hagsmuna hennar. Ákveðið var að Ólína myndi flytja inn í öryggisíbúð á vegum Eirar. Ólína staðgreiddi 29 milljónir fyrir íbúðaréttinn. En eins og aðrir eldri borgarar hjá Eir þá eignaðist Ólína ekki neitt. Hún fær að búa í íbúðinni gegn lágri leigu en Eir fær peningana, geymir þá og á samkvæmt samningnum að skila peningunum þegar tími er kominn fyrir Ólína að færa sig yfir á elliheimilið. Eir skuldar þannig gömlu fólki, eins og Ólínu, íbúðarétthöfum, tvo milljarða króna. En peningarnir eru ekki til. Þeir hafa farið í skuldahít sem er tilkomin vegna óskynsamlegra framkvæmda. Það sem börnin hennar Ólínu eru hins vegar hvað mest ósátt við er að samningurinn við mömmu þeirra var gerður í mars á þessu ári. En margar vísbendingar eru um að stjórnarformaður Eir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, hafi vitað af alvarlegum rekstrarvanda löngu fyrr. Að minnsta kosti í ágúst 2011. "Mér finnst eins og við höfum verið blekktar. Að ekki hafi verið sagt rétt hjá," segir Nína Stefánsdóttir, dóttir Ólínu. "Við komum þarna í góðri trú og héldum að við værum að gera góðan samning," bætir hún við. Það var Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, sem nú er stjórnarformaður, sem gerði samninginn við Ólínu. Börnin hennar segja að hann þurfi að víkja. "Hann leynir upplýsingum. Hann segir ekki hvernig ástandið er fyrr en annar maður tekur við," segir Helga Stefánsdóttir. Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Sjá meira
"Við vorum blekkt," segja aðstandendur eldri konu sem lagði aleiguna inn í Eir fyrir fáeinum mánuðum. Þau segja að stjórnendur hafa vel mátt vita hversu alvarleg staðan væri og segja að upplýsingum hafi verið leynt. Ólína Kristleifsdóttir er komin tíræðisaldrinn. Maðurinn hennar er látinn en í upphafi árs seldi hún íbúðina sem hún hafði búið í og greitt af alla sína fullorðinstíð og hóf að leita að hentugra húsnæði. Ólína hefur misst heilsu undanfarið og börnin hennar hafa gætt hagsmuna hennar. Ákveðið var að Ólína myndi flytja inn í öryggisíbúð á vegum Eirar. Ólína staðgreiddi 29 milljónir fyrir íbúðaréttinn. En eins og aðrir eldri borgarar hjá Eir þá eignaðist Ólína ekki neitt. Hún fær að búa í íbúðinni gegn lágri leigu en Eir fær peningana, geymir þá og á samkvæmt samningnum að skila peningunum þegar tími er kominn fyrir Ólína að færa sig yfir á elliheimilið. Eir skuldar þannig gömlu fólki, eins og Ólínu, íbúðarétthöfum, tvo milljarða króna. En peningarnir eru ekki til. Þeir hafa farið í skuldahít sem er tilkomin vegna óskynsamlegra framkvæmda. Það sem börnin hennar Ólínu eru hins vegar hvað mest ósátt við er að samningurinn við mömmu þeirra var gerður í mars á þessu ári. En margar vísbendingar eru um að stjórnarformaður Eir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, hafi vitað af alvarlegum rekstrarvanda löngu fyrr. Að minnsta kosti í ágúst 2011. "Mér finnst eins og við höfum verið blekktar. Að ekki hafi verið sagt rétt hjá," segir Nína Stefánsdóttir, dóttir Ólínu. "Við komum þarna í góðri trú og héldum að við værum að gera góðan samning," bætir hún við. Það var Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, sem nú er stjórnarformaður, sem gerði samninginn við Ólínu. Börnin hennar segja að hann þurfi að víkja. "Hann leynir upplýsingum. Hann segir ekki hvernig ástandið er fyrr en annar maður tekur við," segir Helga Stefánsdóttir.
Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Sjá meira