Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - FH 0-1 Kristinn Páll Teitsson í Lautinni skrifar 26. ágúst 2012 00:01 mynd/daníel FH komust aftur á sigurbraut með 1-0 sigri á Fylkismönnum í Árbænum í kvöld. Sigurmarkið var í snyrtilegri kantinum, skot af 25-30 metra færi hjá nýliðanum Einari Karli Ingvarssyni. Margir muna eftir fyrri rimmu þessarra liða í deildinni, þá einfaldlega gengu Hafnfirðingar frá Fylkismönnum í 8-0 sigri. Fylkismenn náðu þó að svara því stuttu seinna með sigri í bikarkeppninni í vítaspyrnukeppni. Fyrstu mínútur leiksins voru ansi fjörugar, Atli Guðnason, Björgólfur Takefusa og Ingimundur Níels Óskarsson fengu ágætis færi en náðu ekki að stýra boltanum í netið. Besta færið fékk þó Elís Rafn Björnsson þegar hann fékk þrjú tækifæri af stuttu færi á aðeins örfáum sekúndum en inn vildi boltinn ekki. Hálfleikurinn róaðist eftir þetta og fóru leikmenn inn í hálfleik í stöðunni 0-0. Það var svo eftir aðeins sjö mínútur í seinni hálfleik sem sigurmarkið kom, þá fékk Einar Karl Ingvarsson sendingu inn á miðjuna og var hann ekkert að skafa af því þegar hann skoraði með þvílíku skoti framhjá Bjarna Þórði í marki Fylkis. Eftir þetta færðu FH sig aftar á völlinn og beittu skyndisóknum og komust Árbæingar ekkert áleiðis gegn sterkri varnarlínu FH sem fékk góða aðstoð frá Einari Karli og Bjarka. Færin komu helst til hinumegin eftir skyndisóknir og fengu Björn Daníel, Atli og Kristján Gauti allir fína möguleika til að gera út um leikinn en Bjarni sá við þeim. Leiknum lauk því með 1-0 sigri FH sem virtust allan leikinn hafa stjórn á leiknum frá tíundu mínútu. Sóknarleikur Árbæinga náði engum hæðum gegn varnarmúr FH og var sigurinn því nokkuð öruggur. Gunnleifur: Gaman að fá hasar í restina„Við vorum arfaslakir í síðasta leik og töpuðum verðskuldað þar, mjög mikilvægt að svara því og komast aftur á sigurbraut hér í kvöld," sagði Gunnleifur Gunnleifsson, fyrirliði og markmaður FH eftir leikinn. „Við vissum að við þyrftum að sýna fyrir okkur og stuðningsmönnum að við vorum ekki af baki dottnir. Við þurftum að vinna grunnvinnuna betur en síðast og mér fannst við leysa það vel í dag," Þetta var sjötti 1-0 sigur FH í sumar en liðið fékk fjöldan allra færa til að klára leikinn. „Mér sem markmanni finnst lang skemmtilegast að vinna 1-0, maður heldur hreinu og smá hasar í restina. Þótt að mér finnist það skemmtilegast þá er maður auðvitað að bjóða hættunni heim með 1-0 sigrum." Með þessu fara FH í 35 stig, fimm stigum á undan KR í öðru sæti. „Við horfum bara á okkur og okkar næsta leik, við skoðum ekkert hvað KR gerir. Ef við tökum ÍBV á fimmtudaginn sem við stefnum á þá vitum við að við erum í góðum málum, einn leikur í einu er gömul klisja en lang vænlegast til árangurs," sagði Gunnleifur. Ásgeir: Vantar meiri stöðugleika„Mér fannst við óheppnir í fyrri hálfleik að koma ekki inn einu marki, svo skora þeir þvílíkt mark í seinni hálfleik sem mér finnst við samt eiga að geta komið í veg fyrir," sagði Ásgeir Börkur Ásgeirsson, leikmaður Fylkis eftir leikinn. „Hann fékk allt of mikinn tíma til að stilla sér upp og skjóta. Ég tek ekkert af honum, þetta var stórglæsilegt mark en við eigum að geta lokað á þetta." Fylkismenn byrjuðu báða hálfleika ágætlega en eftir það virtist sóknarleikurinn staðna. „Það fjarar svolítið út með tímanum, við náum ekki að halda uppi sóknunum. Mér fannst við óheppnir að ná ekki að koma inn einu marki, það hefði breytt leiknum." Fylkisliðið hefur átt flotta leiki inn á milli í sumar en það virðist vanta meiri stöðugleika í leik þeirra. „Það vantar meiri stöðugleika, við verðum bara að vinna í því. Það er flott að fá Sigurvin inn, hann er flottur fótboltamaður sem á eflaust eftir að hjálpa okkur helling á lokasprettinum," sagði Ásgeir. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira
FH komust aftur á sigurbraut með 1-0 sigri á Fylkismönnum í Árbænum í kvöld. Sigurmarkið var í snyrtilegri kantinum, skot af 25-30 metra færi hjá nýliðanum Einari Karli Ingvarssyni. Margir muna eftir fyrri rimmu þessarra liða í deildinni, þá einfaldlega gengu Hafnfirðingar frá Fylkismönnum í 8-0 sigri. Fylkismenn náðu þó að svara því stuttu seinna með sigri í bikarkeppninni í vítaspyrnukeppni. Fyrstu mínútur leiksins voru ansi fjörugar, Atli Guðnason, Björgólfur Takefusa og Ingimundur Níels Óskarsson fengu ágætis færi en náðu ekki að stýra boltanum í netið. Besta færið fékk þó Elís Rafn Björnsson þegar hann fékk þrjú tækifæri af stuttu færi á aðeins örfáum sekúndum en inn vildi boltinn ekki. Hálfleikurinn róaðist eftir þetta og fóru leikmenn inn í hálfleik í stöðunni 0-0. Það var svo eftir aðeins sjö mínútur í seinni hálfleik sem sigurmarkið kom, þá fékk Einar Karl Ingvarsson sendingu inn á miðjuna og var hann ekkert að skafa af því þegar hann skoraði með þvílíku skoti framhjá Bjarna Þórði í marki Fylkis. Eftir þetta færðu FH sig aftar á völlinn og beittu skyndisóknum og komust Árbæingar ekkert áleiðis gegn sterkri varnarlínu FH sem fékk góða aðstoð frá Einari Karli og Bjarka. Færin komu helst til hinumegin eftir skyndisóknir og fengu Björn Daníel, Atli og Kristján Gauti allir fína möguleika til að gera út um leikinn en Bjarni sá við þeim. Leiknum lauk því með 1-0 sigri FH sem virtust allan leikinn hafa stjórn á leiknum frá tíundu mínútu. Sóknarleikur Árbæinga náði engum hæðum gegn varnarmúr FH og var sigurinn því nokkuð öruggur. Gunnleifur: Gaman að fá hasar í restina„Við vorum arfaslakir í síðasta leik og töpuðum verðskuldað þar, mjög mikilvægt að svara því og komast aftur á sigurbraut hér í kvöld," sagði Gunnleifur Gunnleifsson, fyrirliði og markmaður FH eftir leikinn. „Við vissum að við þyrftum að sýna fyrir okkur og stuðningsmönnum að við vorum ekki af baki dottnir. Við þurftum að vinna grunnvinnuna betur en síðast og mér fannst við leysa það vel í dag," Þetta var sjötti 1-0 sigur FH í sumar en liðið fékk fjöldan allra færa til að klára leikinn. „Mér sem markmanni finnst lang skemmtilegast að vinna 1-0, maður heldur hreinu og smá hasar í restina. Þótt að mér finnist það skemmtilegast þá er maður auðvitað að bjóða hættunni heim með 1-0 sigrum." Með þessu fara FH í 35 stig, fimm stigum á undan KR í öðru sæti. „Við horfum bara á okkur og okkar næsta leik, við skoðum ekkert hvað KR gerir. Ef við tökum ÍBV á fimmtudaginn sem við stefnum á þá vitum við að við erum í góðum málum, einn leikur í einu er gömul klisja en lang vænlegast til árangurs," sagði Gunnleifur. Ásgeir: Vantar meiri stöðugleika„Mér fannst við óheppnir í fyrri hálfleik að koma ekki inn einu marki, svo skora þeir þvílíkt mark í seinni hálfleik sem mér finnst við samt eiga að geta komið í veg fyrir," sagði Ásgeir Börkur Ásgeirsson, leikmaður Fylkis eftir leikinn. „Hann fékk allt of mikinn tíma til að stilla sér upp og skjóta. Ég tek ekkert af honum, þetta var stórglæsilegt mark en við eigum að geta lokað á þetta." Fylkismenn byrjuðu báða hálfleika ágætlega en eftir það virtist sóknarleikurinn staðna. „Það fjarar svolítið út með tímanum, við náum ekki að halda uppi sóknunum. Mér fannst við óheppnir að ná ekki að koma inn einu marki, það hefði breytt leiknum." Fylkisliðið hefur átt flotta leiki inn á milli í sumar en það virðist vanta meiri stöðugleika í leik þeirra. „Það vantar meiri stöðugleika, við verðum bara að vinna í því. Það er flott að fá Sigurvin inn, hann er flottur fótboltamaður sem á eflaust eftir að hjálpa okkur helling á lokasprettinum," sagði Ásgeir.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira