Gufusprenging átti sér stað í Fessenheim kjarnorkuverinu í Frakkland fyrir skömmu. Lögreglan þar í landi hefur staðfest að tveir starfsmenn hafi slasast í sprengingunni.
Brunaviðvörun fór í gang og voru slökkviliðsmenn boðaðir á staðinn. Enginn eldur kom þó upp í kjarnorkuverinu. Fessenheim er staðsett í austurhluta Frakklands við landamærin að Þýskalandi. Tveir kjarnakljúfar eru í verinu en þeir elstu kjarnaofnar í Frakklandi.
Gufusprenging í kjarnorkuveri í Frakklandi
