Innlent

Allt að 70 manns búa á götunni

BBI skrifar
Talið er að 50-70 manns sem eru haldnir áfengis- og vímuefnafíkn lifi á götum Reykjavíkur. Þetta kemur fram í grein sem Björn M. Sigurjónsson, varaformaður stjórnar sjúkrastofnunar SÁÁ, skrifar í Fréttablaðið og á Vísi í dag.

Í greininni segir hann ástæðu þess að þeir búa utangarðs vera að samfélagið hefur hafnað þeim og úthýst. Áfengissýki er sögð lífshættulegur sjúkdómur en engu að síður telur Björn hindrun fólksins búa í samfélaginu en ekki sjálfum sjúkdómnum.

Björn M. Sigurjónsson varaformaður stjórnar sjúkrastofnunar SÁÁ.
„Úthýsingin er grundvölluð á þeirri almennu en röngu skoðun að þessir langveiku einstaklingar hafi haft einhvers konar val um „þá leið sem þeir kusu sér"," segir Björn og telur þessa skoðun fáheyrða hvað aðra skjúkdóma snertir.

Greinin er öðrum þræði skrifuð til að vekja athygli á minningartónleikum um mann sem lést á götum Reykjavíkur sem fram fara í dag. Hún endar á orðunum „Um leið og við minnumst mannsins sem lést skulum við taka höndum saman um viðhorfsbreytingu gagnvart okkar veikasta fólki."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×