Okkar veikasta fólk Björn M. Sigurjónsson skrifar 11. september 2012 06:00 Þriðjudaginn 11. september verða haldnir minningartónleikar um mann sem lést á götum Reykjavíkur. Maðurinn var langt leiddur af áfengis- og vímuefnafíkn, lífshættulegum sjúkdómi sem kalla má faraldur í íslensku samfélagi. Af kynslóð fimmtán ára Íslendinga eru níu prósent líkur á því að stúlkur muni leita sér meðferðar einhvern tíma á ævinni. Líkurnar á því að drengir leiti sér meðferðar eru mun hærri eða átján prósent. Af núlifandi Íslendingum, fimmtán ára og eldri, hafa rúmlega sjö prósent komið til meðferðar hjá SÁÁ. Um leið og við minnumst þessa manns er ástæða til að beina sjónum að þeim viðhorfum samfélagsins sem valda því að fárveiku fólki er úthýst og það gert að utangarðsfólki. Á götum Reykjavíkur er talið að séu um 50-70 manns sem eru svo veikir af áfengis- og fíknisjúkdómum að þeir hafa litla von um að ná bata. Þeir búa utangarðs, ekki sakir þess hvernig sjúkdómurinn hefur leikið þá, heldur vegna þess að samfélagið hefur hafnað þeim, úthýst þeim og gert þeim ókleift að lifa og búa meðal manna. Hindrun þeirra til samfélagsins býr ekki í sjúkdómnum heldur viðbrögðum samfélagsins við sjúkdómseinkennum áfengis- og vímuefnafíknar. Úthýsingin er grundvölluð á þeirri almennu en röngu skoðun að þessir langveiku einstaklingar hafi haft einhvers konar val um „þá leið sem þeir kusu sér“, eða „ekki haft styrk og heiðarleika til þess að snúa við blaðinu“. Með úthýsingu finni þeir hversu harkalegt það er að vera utangarðs svo þeir sjái að sér og taki lækningu. Þessi aðferð er fáheyrð við meðferð annarra sjúkdóma. Þá hefur örlað á þeirri „lausn“ að gera þeim skýli, færa þá úr sjónmáli almennings, aðferð sem ber nokkurn blæ af viðhorfum fyrri alda gagnvart holdsveikum og berklasjúkum. Áfengis- og fíknisjúkdómar leggjast misþungt á einstaklinga, sumir verða lífshættulega veikir hratt en hjá öðrum getur sjúkdómurinn þróast á löngum tíma. Sjúkdómseinkenni langdrukkinna einstaklinga geta gert þá erfiða viðskiptis, dómgreind þeirra er brostin, hugsun óskýr og hegðun þeirra erfið fyrir almenning að fást við. En svo er einnig um marga aðra sjúkdóma. Það afsakar ekki það viðhorf að úthýsa veiku fólki og vísa því frá mannlegu samfélagi. Nær væri að yfirvöld og almenningur gengjust við því að okkar veikasta fólk þjáist af sjúkdómi sem heilbrigðisyfirvöldum og félagslegu kerfi ber að meðhöndla sem sjúkdóm en ekki sem valkvæða hegðun. Um leið og við minnumst mannsins sem lést skulum við taka höndum saman um viðhorfsbreytingu gagnvart okkar veikasta fólki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Þriðjudaginn 11. september verða haldnir minningartónleikar um mann sem lést á götum Reykjavíkur. Maðurinn var langt leiddur af áfengis- og vímuefnafíkn, lífshættulegum sjúkdómi sem kalla má faraldur í íslensku samfélagi. Af kynslóð fimmtán ára Íslendinga eru níu prósent líkur á því að stúlkur muni leita sér meðferðar einhvern tíma á ævinni. Líkurnar á því að drengir leiti sér meðferðar eru mun hærri eða átján prósent. Af núlifandi Íslendingum, fimmtán ára og eldri, hafa rúmlega sjö prósent komið til meðferðar hjá SÁÁ. Um leið og við minnumst þessa manns er ástæða til að beina sjónum að þeim viðhorfum samfélagsins sem valda því að fárveiku fólki er úthýst og það gert að utangarðsfólki. Á götum Reykjavíkur er talið að séu um 50-70 manns sem eru svo veikir af áfengis- og fíknisjúkdómum að þeir hafa litla von um að ná bata. Þeir búa utangarðs, ekki sakir þess hvernig sjúkdómurinn hefur leikið þá, heldur vegna þess að samfélagið hefur hafnað þeim, úthýst þeim og gert þeim ókleift að lifa og búa meðal manna. Hindrun þeirra til samfélagsins býr ekki í sjúkdómnum heldur viðbrögðum samfélagsins við sjúkdómseinkennum áfengis- og vímuefnafíknar. Úthýsingin er grundvölluð á þeirri almennu en röngu skoðun að þessir langveiku einstaklingar hafi haft einhvers konar val um „þá leið sem þeir kusu sér“, eða „ekki haft styrk og heiðarleika til þess að snúa við blaðinu“. Með úthýsingu finni þeir hversu harkalegt það er að vera utangarðs svo þeir sjái að sér og taki lækningu. Þessi aðferð er fáheyrð við meðferð annarra sjúkdóma. Þá hefur örlað á þeirri „lausn“ að gera þeim skýli, færa þá úr sjónmáli almennings, aðferð sem ber nokkurn blæ af viðhorfum fyrri alda gagnvart holdsveikum og berklasjúkum. Áfengis- og fíknisjúkdómar leggjast misþungt á einstaklinga, sumir verða lífshættulega veikir hratt en hjá öðrum getur sjúkdómurinn þróast á löngum tíma. Sjúkdómseinkenni langdrukkinna einstaklinga geta gert þá erfiða viðskiptis, dómgreind þeirra er brostin, hugsun óskýr og hegðun þeirra erfið fyrir almenning að fást við. En svo er einnig um marga aðra sjúkdóma. Það afsakar ekki það viðhorf að úthýsa veiku fólki og vísa því frá mannlegu samfélagi. Nær væri að yfirvöld og almenningur gengjust við því að okkar veikasta fólk þjáist af sjúkdómi sem heilbrigðisyfirvöldum og félagslegu kerfi ber að meðhöndla sem sjúkdóm en ekki sem valkvæða hegðun. Um leið og við minnumst mannsins sem lést skulum við taka höndum saman um viðhorfsbreytingu gagnvart okkar veikasta fólki.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun