Innlent

Hæstaréttardómari hafði betur í Hæstarétti

Viðar Már Matthíasson.
Viðar Már Matthíasson.
Hæstaréttardómarinn Viðar Már Matthíasson hafði í dag sigur í Hæstarétti í máli sem Lánasjóður íslenskra námsmanna höfðaði á hendur honum. Lánasjóðurinn krafðist ógildingar á úrskurði málskotsnefndar, sem hafði úrskurðað að ábyrgð sem Viðar Már gekkst í árið 1985 væri úr gildi fallin.

Hæstiréttur staðfesti með þessu dóm héraðsdóms í málinu. Það sem vakið hefur athygli í þessu máli er að sökum stöðu Viðars voru allir Hæstaréttardómarar vanhæfir í málinu. Því þurfti að skipa þrjá varadómara.

Að mati Hæstaréttar getur ábyrgð ábyrgðarmanns á endurgreiðslum ekki staðið lengur en í 20 ár frá fyrsta gjalddaga láns, óháð því hvort lántaki hafi fengið undanþágur eða frestun á greiðslu þess. Viðar Már var því sýknaður af kröfum Lánasjóðsins og er sjóðnum gert að greiða allan málskostnað, 520 þúsund krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×