Rukkanir bárust enn eftir andlátið Karen Kjartansdóttir skrifar 1. nóvember 2012 20:39 Konu sem lést í byrjun síðasta mánaðar berast enn rukkanir frá smálánafyrirtæki. Systir hennar segir að þótt sjúkdómur í heila hafi dregið systur hennar út í vítahring smálána og svo til dauða hefði hún líklega ekki uppfyllt skilyrði um niðurfellingu lána. Solveig Björnsdóttir lést 9. október eftir langvinn veikindi sem meðal annars höfðu haft áhrif á dómgreind hennar og minni. Ingibjörg Rósa, systir Solveigar, skrifar grein í Fréttablaðið í dag þar sem hún lýsir samskiptum systur sinnar við smálánafyrirtæki. Hvernig systir hennar reyndi í örvæntingu að fela vandræði sín með því að steypa sér í enn frekari skuldir. "Hún var sjúklingur og fékk svo vírus í heila sem breytti algjörlega persónuleika hennar og hegðun. Þetta hefur sennilega byrjað í vor þótt við höfum ekki uppgötvað þetta fyrr en síðsumars og þá var hún búin að taka mikið af smálánum, í upphafi bara eitthvað smotterí en svo fór hún að taka lán til að borga lán og lendir í þessum vítahring," segir Ingibjörg Rósa. Hún segir fjölskylduna þá hafa áttað sig á því hve veik systir hennar var orðin og hún hafi verið lögð inn á sjúkrahús. Þar hafi smálánafyrirtækin samt enn herjað á hana og síðast hreinsað örorkubæturnar út af bankareikningnum hennar í ágúst. "Og þau eru enn þá að rukka hana. Hún dó 9. október, jarðaförin hennar var 20. október og nýjasta sms-ið er frá 24. október frá Hraðpeningum," segir Ingibjörg Rósa. Hún segir að segir að fjölskyldan ætli sér ekki að greiða lánin og þurfi þess ekki. Fjölskyldur fólks sem er á lífi geti þó verið í annarri stöðu. Foreldrar vilji til dæmis oft ekki að börnin lendi á vanskilaskrá eða líði illa vegna vanskila og séu að reyna greiða af lánunum fyrir þau. Smálánafyrirtækin hafa sagt að hægt sé að fella niður skuldir þeirra sem eru geðfatlaðir framvísi þeir vottorði geðlæknis. Ingibjörg Rósa segir að systir hennar hefði líklega ekki uppfyllt skilyrði smálánafyrirtækjanna, ekki frekar en margir aðrir sem hafi lent í snöru þeirra vegna veikinda eða fíknisjúkdóma. Nú liggur fyrir frumvarp á Alþingi þar sem hert er að starfsemi smálánafyrirtækja og telur talsmaður þeirra að verði það samþykkt óbreytt geri það fyrirtækjunum ófært að starfa. "Ég skora á alþingi að samþykkja þetta frumvarp óbreytt því það er enginn missir af þessum fyrirtækjum." Tengdar fréttir Opið bréf til eigenda smálánafyrirtækja Ég og elsta systir mín komum fram í Kastljósi 18. september og skýrðum frá þeim vítahring smálána sem fárveik systir okkar var þá komin í. Fengum við sterk viðbrögð og mikið hrós fyrir hugrekki. Ég þakka hólið en velti því samt fyrir mér hvort það sé virkilega hugrekki að neita að vera meðvirkur í þessu þjóðfélagi, stíga fram og segja frá því þegar gráðugir, siðlausir menn notfæra sér ástvini manns? 1. nóvember 2012 08:00 Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Sjá meira
Konu sem lést í byrjun síðasta mánaðar berast enn rukkanir frá smálánafyrirtæki. Systir hennar segir að þótt sjúkdómur í heila hafi dregið systur hennar út í vítahring smálána og svo til dauða hefði hún líklega ekki uppfyllt skilyrði um niðurfellingu lána. Solveig Björnsdóttir lést 9. október eftir langvinn veikindi sem meðal annars höfðu haft áhrif á dómgreind hennar og minni. Ingibjörg Rósa, systir Solveigar, skrifar grein í Fréttablaðið í dag þar sem hún lýsir samskiptum systur sinnar við smálánafyrirtæki. Hvernig systir hennar reyndi í örvæntingu að fela vandræði sín með því að steypa sér í enn frekari skuldir. "Hún var sjúklingur og fékk svo vírus í heila sem breytti algjörlega persónuleika hennar og hegðun. Þetta hefur sennilega byrjað í vor þótt við höfum ekki uppgötvað þetta fyrr en síðsumars og þá var hún búin að taka mikið af smálánum, í upphafi bara eitthvað smotterí en svo fór hún að taka lán til að borga lán og lendir í þessum vítahring," segir Ingibjörg Rósa. Hún segir fjölskylduna þá hafa áttað sig á því hve veik systir hennar var orðin og hún hafi verið lögð inn á sjúkrahús. Þar hafi smálánafyrirtækin samt enn herjað á hana og síðast hreinsað örorkubæturnar út af bankareikningnum hennar í ágúst. "Og þau eru enn þá að rukka hana. Hún dó 9. október, jarðaförin hennar var 20. október og nýjasta sms-ið er frá 24. október frá Hraðpeningum," segir Ingibjörg Rósa. Hún segir að segir að fjölskyldan ætli sér ekki að greiða lánin og þurfi þess ekki. Fjölskyldur fólks sem er á lífi geti þó verið í annarri stöðu. Foreldrar vilji til dæmis oft ekki að börnin lendi á vanskilaskrá eða líði illa vegna vanskila og séu að reyna greiða af lánunum fyrir þau. Smálánafyrirtækin hafa sagt að hægt sé að fella niður skuldir þeirra sem eru geðfatlaðir framvísi þeir vottorði geðlæknis. Ingibjörg Rósa segir að systir hennar hefði líklega ekki uppfyllt skilyrði smálánafyrirtækjanna, ekki frekar en margir aðrir sem hafi lent í snöru þeirra vegna veikinda eða fíknisjúkdóma. Nú liggur fyrir frumvarp á Alþingi þar sem hert er að starfsemi smálánafyrirtækja og telur talsmaður þeirra að verði það samþykkt óbreytt geri það fyrirtækjunum ófært að starfa. "Ég skora á alþingi að samþykkja þetta frumvarp óbreytt því það er enginn missir af þessum fyrirtækjum."
Tengdar fréttir Opið bréf til eigenda smálánafyrirtækja Ég og elsta systir mín komum fram í Kastljósi 18. september og skýrðum frá þeim vítahring smálána sem fárveik systir okkar var þá komin í. Fengum við sterk viðbrögð og mikið hrós fyrir hugrekki. Ég þakka hólið en velti því samt fyrir mér hvort það sé virkilega hugrekki að neita að vera meðvirkur í þessu þjóðfélagi, stíga fram og segja frá því þegar gráðugir, siðlausir menn notfæra sér ástvini manns? 1. nóvember 2012 08:00 Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Sjá meira
Opið bréf til eigenda smálánafyrirtækja Ég og elsta systir mín komum fram í Kastljósi 18. september og skýrðum frá þeim vítahring smálána sem fárveik systir okkar var þá komin í. Fengum við sterk viðbrögð og mikið hrós fyrir hugrekki. Ég þakka hólið en velti því samt fyrir mér hvort það sé virkilega hugrekki að neita að vera meðvirkur í þessu þjóðfélagi, stíga fram og segja frá því þegar gráðugir, siðlausir menn notfæra sér ástvini manns? 1. nóvember 2012 08:00
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent