Rukkanir bárust enn eftir andlátið Karen Kjartansdóttir skrifar 1. nóvember 2012 20:39 Konu sem lést í byrjun síðasta mánaðar berast enn rukkanir frá smálánafyrirtæki. Systir hennar segir að þótt sjúkdómur í heila hafi dregið systur hennar út í vítahring smálána og svo til dauða hefði hún líklega ekki uppfyllt skilyrði um niðurfellingu lána. Solveig Björnsdóttir lést 9. október eftir langvinn veikindi sem meðal annars höfðu haft áhrif á dómgreind hennar og minni. Ingibjörg Rósa, systir Solveigar, skrifar grein í Fréttablaðið í dag þar sem hún lýsir samskiptum systur sinnar við smálánafyrirtæki. Hvernig systir hennar reyndi í örvæntingu að fela vandræði sín með því að steypa sér í enn frekari skuldir. "Hún var sjúklingur og fékk svo vírus í heila sem breytti algjörlega persónuleika hennar og hegðun. Þetta hefur sennilega byrjað í vor þótt við höfum ekki uppgötvað þetta fyrr en síðsumars og þá var hún búin að taka mikið af smálánum, í upphafi bara eitthvað smotterí en svo fór hún að taka lán til að borga lán og lendir í þessum vítahring," segir Ingibjörg Rósa. Hún segir fjölskylduna þá hafa áttað sig á því hve veik systir hennar var orðin og hún hafi verið lögð inn á sjúkrahús. Þar hafi smálánafyrirtækin samt enn herjað á hana og síðast hreinsað örorkubæturnar út af bankareikningnum hennar í ágúst. "Og þau eru enn þá að rukka hana. Hún dó 9. október, jarðaförin hennar var 20. október og nýjasta sms-ið er frá 24. október frá Hraðpeningum," segir Ingibjörg Rósa. Hún segir að segir að fjölskyldan ætli sér ekki að greiða lánin og þurfi þess ekki. Fjölskyldur fólks sem er á lífi geti þó verið í annarri stöðu. Foreldrar vilji til dæmis oft ekki að börnin lendi á vanskilaskrá eða líði illa vegna vanskila og séu að reyna greiða af lánunum fyrir þau. Smálánafyrirtækin hafa sagt að hægt sé að fella niður skuldir þeirra sem eru geðfatlaðir framvísi þeir vottorði geðlæknis. Ingibjörg Rósa segir að systir hennar hefði líklega ekki uppfyllt skilyrði smálánafyrirtækjanna, ekki frekar en margir aðrir sem hafi lent í snöru þeirra vegna veikinda eða fíknisjúkdóma. Nú liggur fyrir frumvarp á Alþingi þar sem hert er að starfsemi smálánafyrirtækja og telur talsmaður þeirra að verði það samþykkt óbreytt geri það fyrirtækjunum ófært að starfa. "Ég skora á alþingi að samþykkja þetta frumvarp óbreytt því það er enginn missir af þessum fyrirtækjum." Tengdar fréttir Opið bréf til eigenda smálánafyrirtækja Ég og elsta systir mín komum fram í Kastljósi 18. september og skýrðum frá þeim vítahring smálána sem fárveik systir okkar var þá komin í. Fengum við sterk viðbrögð og mikið hrós fyrir hugrekki. Ég þakka hólið en velti því samt fyrir mér hvort það sé virkilega hugrekki að neita að vera meðvirkur í þessu þjóðfélagi, stíga fram og segja frá því þegar gráðugir, siðlausir menn notfæra sér ástvini manns? 1. nóvember 2012 08:00 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira
Konu sem lést í byrjun síðasta mánaðar berast enn rukkanir frá smálánafyrirtæki. Systir hennar segir að þótt sjúkdómur í heila hafi dregið systur hennar út í vítahring smálána og svo til dauða hefði hún líklega ekki uppfyllt skilyrði um niðurfellingu lána. Solveig Björnsdóttir lést 9. október eftir langvinn veikindi sem meðal annars höfðu haft áhrif á dómgreind hennar og minni. Ingibjörg Rósa, systir Solveigar, skrifar grein í Fréttablaðið í dag þar sem hún lýsir samskiptum systur sinnar við smálánafyrirtæki. Hvernig systir hennar reyndi í örvæntingu að fela vandræði sín með því að steypa sér í enn frekari skuldir. "Hún var sjúklingur og fékk svo vírus í heila sem breytti algjörlega persónuleika hennar og hegðun. Þetta hefur sennilega byrjað í vor þótt við höfum ekki uppgötvað þetta fyrr en síðsumars og þá var hún búin að taka mikið af smálánum, í upphafi bara eitthvað smotterí en svo fór hún að taka lán til að borga lán og lendir í þessum vítahring," segir Ingibjörg Rósa. Hún segir fjölskylduna þá hafa áttað sig á því hve veik systir hennar var orðin og hún hafi verið lögð inn á sjúkrahús. Þar hafi smálánafyrirtækin samt enn herjað á hana og síðast hreinsað örorkubæturnar út af bankareikningnum hennar í ágúst. "Og þau eru enn þá að rukka hana. Hún dó 9. október, jarðaförin hennar var 20. október og nýjasta sms-ið er frá 24. október frá Hraðpeningum," segir Ingibjörg Rósa. Hún segir að segir að fjölskyldan ætli sér ekki að greiða lánin og þurfi þess ekki. Fjölskyldur fólks sem er á lífi geti þó verið í annarri stöðu. Foreldrar vilji til dæmis oft ekki að börnin lendi á vanskilaskrá eða líði illa vegna vanskila og séu að reyna greiða af lánunum fyrir þau. Smálánafyrirtækin hafa sagt að hægt sé að fella niður skuldir þeirra sem eru geðfatlaðir framvísi þeir vottorði geðlæknis. Ingibjörg Rósa segir að systir hennar hefði líklega ekki uppfyllt skilyrði smálánafyrirtækjanna, ekki frekar en margir aðrir sem hafi lent í snöru þeirra vegna veikinda eða fíknisjúkdóma. Nú liggur fyrir frumvarp á Alþingi þar sem hert er að starfsemi smálánafyrirtækja og telur talsmaður þeirra að verði það samþykkt óbreytt geri það fyrirtækjunum ófært að starfa. "Ég skora á alþingi að samþykkja þetta frumvarp óbreytt því það er enginn missir af þessum fyrirtækjum."
Tengdar fréttir Opið bréf til eigenda smálánafyrirtækja Ég og elsta systir mín komum fram í Kastljósi 18. september og skýrðum frá þeim vítahring smálána sem fárveik systir okkar var þá komin í. Fengum við sterk viðbrögð og mikið hrós fyrir hugrekki. Ég þakka hólið en velti því samt fyrir mér hvort það sé virkilega hugrekki að neita að vera meðvirkur í þessu þjóðfélagi, stíga fram og segja frá því þegar gráðugir, siðlausir menn notfæra sér ástvini manns? 1. nóvember 2012 08:00 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira
Opið bréf til eigenda smálánafyrirtækja Ég og elsta systir mín komum fram í Kastljósi 18. september og skýrðum frá þeim vítahring smálána sem fárveik systir okkar var þá komin í. Fengum við sterk viðbrögð og mikið hrós fyrir hugrekki. Ég þakka hólið en velti því samt fyrir mér hvort það sé virkilega hugrekki að neita að vera meðvirkur í þessu þjóðfélagi, stíga fram og segja frá því þegar gráðugir, siðlausir menn notfæra sér ástvini manns? 1. nóvember 2012 08:00