Bætur fyrir eins dags töf á ferð til Tenerife 14. apríl 2011 08:00 Kona sem ætlaði að verja viku á Tenerife var svo útkeyrð eftir sólarhrings töf á fluginu frá Keflavík að hún megnaði ekki fyrr en á þriðja degi að hjóla um eyjuna eins og hún segir hafa verið megintilgang ferðarinnar. Farþegar Sumarferða í ferð til Tenerife í fyrra hafa fæstir heyrt af úrskurði um að fyrirtækið eigi að bæta sólarhringstöf sem varð á brottförinni. Forstjórinn segir flesta hafa verið sátta með þær bætur sem fyrirtækið bauð á þeim tíma. Mæðgur sem keypt höfðu vikuferð til Tenerife í byrjun júní í fyrra fengu einn sjöunda hluta ferðarinnar endurgreiddan auk annarra bóta vegna þess að brottför tafðist um einn dag. Um tvö hundruð manns voru í hóp sem fara átti með Sumarferðum til Tenerife 31. maí í fyrra. Flugvél frá Iceland Express sem flytja átti hópinn utan var ekki til reiðu þegar kom að áætlaðri brottför klukkan níu um morguninn. Bilun var í framrúðu vélarinnar sem fór ekki í loftið fyrr en klukkan fimm næsta morgunn. Í millitíðinni var búið að ganga á með breytilegum tilkynningum til farþeganna um væntanlegan framgang mála. Mægðunum bauðst að fá fimmtán þúsund króna gjafabréf frá Sumarferðum í bætur en það þáðu þær ekki. Konan kærði málið til úrskurðarnefndar Samtaka ferðaþjónustunnar og Neytendasamtakanna. Í úrskurði nefndarinnar segir um frásögn konunnar að hún hafi verið orðin afar þreytt við komuna til Tenerife enda þá verið búin að sofa lítið í tvær nætur. Vikuferðin í raun verið orðin fimm daga ferð. „Til að mynda hafi hún ekki treyst sér til að hjóla um eyjuna, en það hafi verið aðaltilgangur ferðarinnar, fyrr en á þriðja degi," segir í úrskurðinum. Sumarferðir sögðu úrskurðarnefndinni að fyrirtækið væri ekki skaðabótaskylt því seinkunin hafi verið ófyrirsjáanleg. Farþegum hefði þó verið boðin endurgreiðsla vegna einnar gistinætur á hóteli og auk þess fimmtán þúsund króna inneignarnóta hjá fyrirtækinu. Úrskurðarnefndin sagði að Sumarferðum bæri að endurgreiða mæðgunum upphæð sem svaraði til eins sjöunda hluta af vikuferðinni og bætur að auki fyrir flutning til og frá flugvellinum og greiðslu fyrir hressingu á flugvellinum, samtals 61.044 krónur. Úrskurðurinn var kveðinn upp í nóvember síðastliðnum en Sumarferðir hafa þó ekki kynnt hann fyrir öðrum úr ferðahópnum. Einhverjir farþeganna hafa þó haft pata af úrskurðinum og náð að fá endurgreiðslu í samræmi við hann. Þorsteinn Guðjónsson, forstjóri fyrirtækisins, segist ekki telja það í verkahring þess að gera viðvart um slíka úrskurði í máli einstakra viðskiptavina. „Hvert mál er sérstakt og við náðum sátt við alla aðila nema þessa tvo sem við gerðum síðan upp við í samræmi við úrskurð nefndarinnar, enda munaði afar litlu á því sem við buðum og því sem nefndin úrskurðaði," segir forstjórinn. gar@frettabladid.is Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Farþegar Sumarferða í ferð til Tenerife í fyrra hafa fæstir heyrt af úrskurði um að fyrirtækið eigi að bæta sólarhringstöf sem varð á brottförinni. Forstjórinn segir flesta hafa verið sátta með þær bætur sem fyrirtækið bauð á þeim tíma. Mæðgur sem keypt höfðu vikuferð til Tenerife í byrjun júní í fyrra fengu einn sjöunda hluta ferðarinnar endurgreiddan auk annarra bóta vegna þess að brottför tafðist um einn dag. Um tvö hundruð manns voru í hóp sem fara átti með Sumarferðum til Tenerife 31. maí í fyrra. Flugvél frá Iceland Express sem flytja átti hópinn utan var ekki til reiðu þegar kom að áætlaðri brottför klukkan níu um morguninn. Bilun var í framrúðu vélarinnar sem fór ekki í loftið fyrr en klukkan fimm næsta morgunn. Í millitíðinni var búið að ganga á með breytilegum tilkynningum til farþeganna um væntanlegan framgang mála. Mægðunum bauðst að fá fimmtán þúsund króna gjafabréf frá Sumarferðum í bætur en það þáðu þær ekki. Konan kærði málið til úrskurðarnefndar Samtaka ferðaþjónustunnar og Neytendasamtakanna. Í úrskurði nefndarinnar segir um frásögn konunnar að hún hafi verið orðin afar þreytt við komuna til Tenerife enda þá verið búin að sofa lítið í tvær nætur. Vikuferðin í raun verið orðin fimm daga ferð. „Til að mynda hafi hún ekki treyst sér til að hjóla um eyjuna, en það hafi verið aðaltilgangur ferðarinnar, fyrr en á þriðja degi," segir í úrskurðinum. Sumarferðir sögðu úrskurðarnefndinni að fyrirtækið væri ekki skaðabótaskylt því seinkunin hafi verið ófyrirsjáanleg. Farþegum hefði þó verið boðin endurgreiðsla vegna einnar gistinætur á hóteli og auk þess fimmtán þúsund króna inneignarnóta hjá fyrirtækinu. Úrskurðarnefndin sagði að Sumarferðum bæri að endurgreiða mæðgunum upphæð sem svaraði til eins sjöunda hluta af vikuferðinni og bætur að auki fyrir flutning til og frá flugvellinum og greiðslu fyrir hressingu á flugvellinum, samtals 61.044 krónur. Úrskurðurinn var kveðinn upp í nóvember síðastliðnum en Sumarferðir hafa þó ekki kynnt hann fyrir öðrum úr ferðahópnum. Einhverjir farþeganna hafa þó haft pata af úrskurðinum og náð að fá endurgreiðslu í samræmi við hann. Þorsteinn Guðjónsson, forstjóri fyrirtækisins, segist ekki telja það í verkahring þess að gera viðvart um slíka úrskurði í máli einstakra viðskiptavina. „Hvert mál er sérstakt og við náðum sátt við alla aðila nema þessa tvo sem við gerðum síðan upp við í samræmi við úrskurð nefndarinnar, enda munaði afar litlu á því sem við buðum og því sem nefndin úrskurðaði," segir forstjórinn. gar@frettabladid.is
Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira