Blóðið "gölluð vara" eftir endaþarmsmök 14. apríl 2011 07:00 Úlfar Logason Átján ára nemandi í Fjölbrautaskólanum úr Garðabæ segir suma hafa hætt við að gefa Blóðbankanum blóð vegna að honum sé það bannað. "Það er alls ekki það sem ég vil. Þvert á móti hvet ég alla til að gefa blóð og gera það í nafni samkynhneigðra þar til við sjálfir fáum réttinn til þess,“ segir Úlfar Logason. Fréttablaðið/Haraldur „Þetta eru ljót orð," segir lögfræðingur átján ára pilts um þá samlíkingu Landspítalans að blóð úr körlum sem stunda endaþarmsmök með öðrum körlum sé „gölluð vara". Úlfar Logason kærði í febrúar til velferðarráðherra ákvörðun Landspítalans (LSH) að neita honum um að gefa blóð. „Var það markmið umbjóðanda míns að sinna samfélagslegri skyldu sinni og láta gott af sér leiða," segir í kæru Páls Rúnars M. Kristjánssonar, lögmanns Úlfars. Hann vísar meðal annars til Mannréttindasáttmála Evrópu um bann við mismunun. Bann við blóðgjöf samkynhneigðra sé ólögmætt. Þess sé krafist að velferðarráðherra afnemi bannið. Landspítalinn segir það vissulega geta verið sárt að fá höfnun þegar maður vilji láta gott af sér leiða. Spítalinn þurfi hins vegar að horfa til annarra og ríkari hagsmuna. Spítalinn hafnar því að bannið gildi um samkynhneigða. „Reglan útilokar ekki samkynhneigða heldur aðeins þá karlmenn, hvort sem þeir telja sig samkynhneigða, tvíkynhneigða eða gagnkynhneigða, sem stundað hafa samfarir við aðra karlmenn óháð kynhneigð," útskýrir Landspítalinn fyrir velferðarráðuneytinu. „Við endaþarmsmök geta litlir skurðir eða skrámur myndast inni í eða kring um endaþarm sem auðveldar smit sjúkdóma sem berast auðveldlega með blóði," bætir spítalinn við. „Með því að meina karlmönnum sem hafa haft samfarir við aðra karlmenn að gefa blóð er verið að koma í veg fyrir helsta áhættuþáttinn á alnæmisveirusmiti í vestrænum ríkjum," segir Landspítalinn enn fremur og undirstrikar að þótt blóð sé skimað fyrir sjúkdómum sé sú aðferð ekki 100 prósent örugg. Svokallað „gluggatímabil" þar sem mótefni séu ógreinanleg geti verið margir mánuðir. Þá bendir Landspítalinn á tíu ára gamlan dóm þar sem vísað er til vöruflokkunar innan Evrópusambandsins. Blóðþegar eigi rétt á að fá eins „örugga vöru" og mögulegt sé „en óörugg vara, líkt og blóðið í þessum úrskurði yrði að teljast gölluð". Lögmaður Úlfars segir margar rangfærslur í skýringum Landspítalans, bæði lagalegar og læknisfræðilegar. Aðalatriðið sé hvort bann við blóðgjöf samkynhneigðra karlmanna feli í sér mismunun. „Lágpunktur greinargerðar LSH er líklega sá að leggja blóðgjafir samkynhneigðra að jöfnu við gallaða vöru. Með þessari samlíkingu er samkynhneigðum sýnd fádæma lítilsvirðing. Í henni kristallast auk þess þeir fordómar og sú mannfyrirlitning sem umrædd regla byggir á." gar@frettabladid.is Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
„Þetta eru ljót orð," segir lögfræðingur átján ára pilts um þá samlíkingu Landspítalans að blóð úr körlum sem stunda endaþarmsmök með öðrum körlum sé „gölluð vara". Úlfar Logason kærði í febrúar til velferðarráðherra ákvörðun Landspítalans (LSH) að neita honum um að gefa blóð. „Var það markmið umbjóðanda míns að sinna samfélagslegri skyldu sinni og láta gott af sér leiða," segir í kæru Páls Rúnars M. Kristjánssonar, lögmanns Úlfars. Hann vísar meðal annars til Mannréttindasáttmála Evrópu um bann við mismunun. Bann við blóðgjöf samkynhneigðra sé ólögmætt. Þess sé krafist að velferðarráðherra afnemi bannið. Landspítalinn segir það vissulega geta verið sárt að fá höfnun þegar maður vilji láta gott af sér leiða. Spítalinn þurfi hins vegar að horfa til annarra og ríkari hagsmuna. Spítalinn hafnar því að bannið gildi um samkynhneigða. „Reglan útilokar ekki samkynhneigða heldur aðeins þá karlmenn, hvort sem þeir telja sig samkynhneigða, tvíkynhneigða eða gagnkynhneigða, sem stundað hafa samfarir við aðra karlmenn óháð kynhneigð," útskýrir Landspítalinn fyrir velferðarráðuneytinu. „Við endaþarmsmök geta litlir skurðir eða skrámur myndast inni í eða kring um endaþarm sem auðveldar smit sjúkdóma sem berast auðveldlega með blóði," bætir spítalinn við. „Með því að meina karlmönnum sem hafa haft samfarir við aðra karlmenn að gefa blóð er verið að koma í veg fyrir helsta áhættuþáttinn á alnæmisveirusmiti í vestrænum ríkjum," segir Landspítalinn enn fremur og undirstrikar að þótt blóð sé skimað fyrir sjúkdómum sé sú aðferð ekki 100 prósent örugg. Svokallað „gluggatímabil" þar sem mótefni séu ógreinanleg geti verið margir mánuðir. Þá bendir Landspítalinn á tíu ára gamlan dóm þar sem vísað er til vöruflokkunar innan Evrópusambandsins. Blóðþegar eigi rétt á að fá eins „örugga vöru" og mögulegt sé „en óörugg vara, líkt og blóðið í þessum úrskurði yrði að teljast gölluð". Lögmaður Úlfars segir margar rangfærslur í skýringum Landspítalans, bæði lagalegar og læknisfræðilegar. Aðalatriðið sé hvort bann við blóðgjöf samkynhneigðra karlmanna feli í sér mismunun. „Lágpunktur greinargerðar LSH er líklega sá að leggja blóðgjafir samkynhneigðra að jöfnu við gallaða vöru. Með þessari samlíkingu er samkynhneigðum sýnd fádæma lítilsvirðing. Í henni kristallast auk þess þeir fordómar og sú mannfyrirlitning sem umrædd regla byggir á." gar@frettabladid.is
Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira