Alcoa Fjarðaál veitir 38 milljónum króna til samfélagsverkefna 14. apríl 2011 13:54 Alcoa Fjarðaál veitti í gær 26 styrki til samfélagsverkefna á Austurlandi að upphæð samtals 38 milljónir króna. Afhendingin fór fram í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði. Alcoa Fjarðaál veitti í gær 26 styrki til samfélagsverkefna á Austurlandi að upphæð samtals 38 milljónir króna. Afhendingin fór fram í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði. Stærsti einstaki styrkurinn nemur rúmlega 17 milljónum króna og er styrkur sem „Samfélagssjóður Alcoa í Bandaríkjunum veitir Háskólanum í Reykjavík til að vinna að því með Verkmenntaskóla Austurlands og Þekkingarnetinu, að efla þekkingarsamfélag í Fjarðabyggð,“ segir í tilkynningu. Styrkurinn er til þriggja ára. „Þá fékk Kirkju- og menningarmiðstöðin á Eskifirði tæplega tveggja milljón króna styrk frá Samfélagssjóði Alcoa. Aðrir sem fengu styrki voru íþrótta- og ungmennafélög og menningarviðburðir á borð við 700IS Hreindýraland og Jasshátíð Austurlands en Fjarðaál hefur styrkt þessa viðburði árlega.“ „Það er aðdáunarvert hvernig þessar tvær menningarhátíðir hafa byggst upp hér fyrir austan en báðar hafa þær vakið mikla athygli bæði innanlands og utan og eru með listviðburði á heimsmælikvarða. Þetta skiptir miklu máli fyrir Austurland," sagði Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa á Íslandi, þegar hann afhenti styrkina. Þá kemur fram að Skógræktarfélag Reyðarfjarðar hlaut einnig rúmlega einnar milljónar króna styrk til að gróðursetja 1000 plöntur, en félagið hefur árlega fengið styrki til gróðursetningar frá Fjarðaáli. „Mörg smærri samfélagsverkefni fengu einnig styrki, til dæmis Björgunarsveitin Brimrún á Eskifirði, Tengslanet austfirskra kvenna, Ferðafélag Fjarðamanna, Menningarráð Austurlands og áhugahópur um rathlaup á Austurlandi. Þá voru einnig veittir styrkir til félagsmiðstöðva barna og unglinga í Fjarðabyggð og til tónlistarsumarbúða barna á Eiðum. Frá því að Alcoa Fjarðaál hóf starfsemi á Austurlandi fyrir sjö árum hafa Samfélagssjóður Alcoa og fyrirtækið lagt rúmlega hálfan milljarð króna í samfélagsverkefni á Austurlandi.“ „Framlag Alcoa til samfélagsverkefna er liður í því að styrkja innviði samfélagsins á Austurlandi þannig að það sé betur í stakk búið að taka við nýjum íbúum og til að Austurland verði enn eftirsóknarverðari staður að búa á," sagði Tómas Már. Hann sagði einnig að Fjarðaál hefði frá upphafi lagt áherslu á að vera í fremstu röð hvað varðar samfélagslega ábyrgð fyrirtækja. „Okkur var frá upphafi ljóst að svo stórt fyrirtæki hefði mikil áhrif í litlu samfélagi og í Sjálfbærniverkefni Alcoa Fjarðaáls og Landsvirkjunar er leitast við að fylgjast náið með þeim áhrifum, þannig að unnt sé að sjá ef eitthvað er að fara úrskeiðis og grípa í taumana. Sjálfbærniverkefnið er einstakt verkefni hér á landi og jafnvel í heiminum öllum og á nýrri heimasíðu verkefnisins www.sjalfbaerni.is er hægt að sjá hvernig því vindur fram," sagði Tómas Már ennfremur. Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Fleiri fréttir Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Sjá meira
Alcoa Fjarðaál veitti í gær 26 styrki til samfélagsverkefna á Austurlandi að upphæð samtals 38 milljónir króna. Afhendingin fór fram í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði. Stærsti einstaki styrkurinn nemur rúmlega 17 milljónum króna og er styrkur sem „Samfélagssjóður Alcoa í Bandaríkjunum veitir Háskólanum í Reykjavík til að vinna að því með Verkmenntaskóla Austurlands og Þekkingarnetinu, að efla þekkingarsamfélag í Fjarðabyggð,“ segir í tilkynningu. Styrkurinn er til þriggja ára. „Þá fékk Kirkju- og menningarmiðstöðin á Eskifirði tæplega tveggja milljón króna styrk frá Samfélagssjóði Alcoa. Aðrir sem fengu styrki voru íþrótta- og ungmennafélög og menningarviðburðir á borð við 700IS Hreindýraland og Jasshátíð Austurlands en Fjarðaál hefur styrkt þessa viðburði árlega.“ „Það er aðdáunarvert hvernig þessar tvær menningarhátíðir hafa byggst upp hér fyrir austan en báðar hafa þær vakið mikla athygli bæði innanlands og utan og eru með listviðburði á heimsmælikvarða. Þetta skiptir miklu máli fyrir Austurland," sagði Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa á Íslandi, þegar hann afhenti styrkina. Þá kemur fram að Skógræktarfélag Reyðarfjarðar hlaut einnig rúmlega einnar milljónar króna styrk til að gróðursetja 1000 plöntur, en félagið hefur árlega fengið styrki til gróðursetningar frá Fjarðaáli. „Mörg smærri samfélagsverkefni fengu einnig styrki, til dæmis Björgunarsveitin Brimrún á Eskifirði, Tengslanet austfirskra kvenna, Ferðafélag Fjarðamanna, Menningarráð Austurlands og áhugahópur um rathlaup á Austurlandi. Þá voru einnig veittir styrkir til félagsmiðstöðva barna og unglinga í Fjarðabyggð og til tónlistarsumarbúða barna á Eiðum. Frá því að Alcoa Fjarðaál hóf starfsemi á Austurlandi fyrir sjö árum hafa Samfélagssjóður Alcoa og fyrirtækið lagt rúmlega hálfan milljarð króna í samfélagsverkefni á Austurlandi.“ „Framlag Alcoa til samfélagsverkefna er liður í því að styrkja innviði samfélagsins á Austurlandi þannig að það sé betur í stakk búið að taka við nýjum íbúum og til að Austurland verði enn eftirsóknarverðari staður að búa á," sagði Tómas Már. Hann sagði einnig að Fjarðaál hefði frá upphafi lagt áherslu á að vera í fremstu röð hvað varðar samfélagslega ábyrgð fyrirtækja. „Okkur var frá upphafi ljóst að svo stórt fyrirtæki hefði mikil áhrif í litlu samfélagi og í Sjálfbærniverkefni Alcoa Fjarðaáls og Landsvirkjunar er leitast við að fylgjast náið með þeim áhrifum, þannig að unnt sé að sjá ef eitthvað er að fara úrskeiðis og grípa í taumana. Sjálfbærniverkefnið er einstakt verkefni hér á landi og jafnvel í heiminum öllum og á nýrri heimasíðu verkefnisins www.sjalfbaerni.is er hægt að sjá hvernig því vindur fram," sagði Tómas Már ennfremur.
Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Fleiri fréttir Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Sjá meira