Búast við flóðbylgju ferðamanna undir Eyjafjöllum 14. apríl 2011 18:24 Eitt ár er í dag liðið frá upphafi eldgossins í toppgíg Eyjafjallajökuls. Í byggðunum undir eldfjallinu takast Eyfellingar enn á við afleiðingarnar um leið og þeir búa sig nú undir flóðbylgju ferðamanna. Hamfarahlaupin sem urðu þegar eldurinn bræddi jökulfargið voru fyrstu merkin sem sáust á láglendi. Þegar skýjahulu létti af tindinum sáu menn betur hvílík ógnaröfl voru að verki, sem lömuðu flugumferð svo að annað eins hafði aldrei gerst í sögu mannkyns. Augu umheimsins voru á Íslandi, og einnig á fólkinu sem hraktist af heimilum sínum þegar niðdimmt öskufallið helltist yfir sveitina. Séra Halldór Gunnarsson í Holti segir svartnættið, drunurnar og eldingarnar enn í fersku minni. "Og ég man að við þurfum að fara að heiman því við vorum gjörsamlega búin," segir presturinn. Ólafur Eggertsson á Þorvaldseyri segir að eftirá finnist sér það hafa verið forréttindi að fá að upplifa þessa tíma og vera þátttakandi í þessu með náttúrunni á hverjum einasta degi sem hann hefði ekki viljað missa af. Fjölskyldan á Þorvaldseyri opnaði í dag gestastofu þar sem ferðamenn greiða 800 krónur fyrir að upplifa atburðinn. Ólafur segir að gríðarlega mikil eftirspurn sé eftir fróðleik um gosið. "Menn eru hér núna í vetur hangandi utan á dyrum og bankandi á glugga til að spyrja hvar Eyjafjallajökull er." Núna býðst þeim líka að kaupa minjagripi. Inga Júlía Ólafsdóttir, sem afgreiðir í gestastofunni, segir þarna séu meðal annars til sölu bollar og bolir með mynd af Eyjafjallajökli en líka ilmvötn svo menn geti fundið lyktina af jöklinum. Ólafur vonast til að fá 20 þúsund gesti í sumar. "Þetta vakti heimsathygli þetta gos og við Íslendingar þurfum bara að grípa tækifærið og reyna að nýta okkur það á meðan það er í minningu fólks um allan heim sem er að koma til Íslands," segir Ólafur. Enn ríkir óvissa um hvernig fer með búsetu á þremur bæjum, sem verst urðu úti. Mönnum er þó ljóst að þetta hefði getað farið miklu verr. Þannig þótti mildi að gígurinn skyldi opnast norðanmegin í jöklinum. Halldór í Holti segir að ekki hafi numið nema áttatíu metrum að flóðbylgjan kæmi yfir alla byggðina undir Eyjafjöllum og legði hana í eyði. Seljavellir eru einn þessara bæja en þar neyddust menn til að hafa kýrnar á Snæfellsnesi í vetur. Óvíst er um bithaga fyrir skepnunar í sumar og heyöflun fyrir næsta vetur. Hlíðarnar eru ennþá öskugráar en jafnvel þar undir leynist líf. Grétar Óskarsson bóndi á Seljavöllum segir að það virðist lygilega mikið grænka upp úr þessu, nema þar sem askan liggi þykkust á. Halldór í Holti segir að ekki verði hægt að reka fé á heiðar í vor. Þá megi búast við öskufjúki í þurrkum. "Askan heldur áfram hér yfir allt. Við erum ennþá að takast á við afleiðingarnar." Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Fleiri fréttir Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Sjá meira
Eitt ár er í dag liðið frá upphafi eldgossins í toppgíg Eyjafjallajökuls. Í byggðunum undir eldfjallinu takast Eyfellingar enn á við afleiðingarnar um leið og þeir búa sig nú undir flóðbylgju ferðamanna. Hamfarahlaupin sem urðu þegar eldurinn bræddi jökulfargið voru fyrstu merkin sem sáust á láglendi. Þegar skýjahulu létti af tindinum sáu menn betur hvílík ógnaröfl voru að verki, sem lömuðu flugumferð svo að annað eins hafði aldrei gerst í sögu mannkyns. Augu umheimsins voru á Íslandi, og einnig á fólkinu sem hraktist af heimilum sínum þegar niðdimmt öskufallið helltist yfir sveitina. Séra Halldór Gunnarsson í Holti segir svartnættið, drunurnar og eldingarnar enn í fersku minni. "Og ég man að við þurfum að fara að heiman því við vorum gjörsamlega búin," segir presturinn. Ólafur Eggertsson á Þorvaldseyri segir að eftirá finnist sér það hafa verið forréttindi að fá að upplifa þessa tíma og vera þátttakandi í þessu með náttúrunni á hverjum einasta degi sem hann hefði ekki viljað missa af. Fjölskyldan á Þorvaldseyri opnaði í dag gestastofu þar sem ferðamenn greiða 800 krónur fyrir að upplifa atburðinn. Ólafur segir að gríðarlega mikil eftirspurn sé eftir fróðleik um gosið. "Menn eru hér núna í vetur hangandi utan á dyrum og bankandi á glugga til að spyrja hvar Eyjafjallajökull er." Núna býðst þeim líka að kaupa minjagripi. Inga Júlía Ólafsdóttir, sem afgreiðir í gestastofunni, segir þarna séu meðal annars til sölu bollar og bolir með mynd af Eyjafjallajökli en líka ilmvötn svo menn geti fundið lyktina af jöklinum. Ólafur vonast til að fá 20 þúsund gesti í sumar. "Þetta vakti heimsathygli þetta gos og við Íslendingar þurfum bara að grípa tækifærið og reyna að nýta okkur það á meðan það er í minningu fólks um allan heim sem er að koma til Íslands," segir Ólafur. Enn ríkir óvissa um hvernig fer með búsetu á þremur bæjum, sem verst urðu úti. Mönnum er þó ljóst að þetta hefði getað farið miklu verr. Þannig þótti mildi að gígurinn skyldi opnast norðanmegin í jöklinum. Halldór í Holti segir að ekki hafi numið nema áttatíu metrum að flóðbylgjan kæmi yfir alla byggðina undir Eyjafjöllum og legði hana í eyði. Seljavellir eru einn þessara bæja en þar neyddust menn til að hafa kýrnar á Snæfellsnesi í vetur. Óvíst er um bithaga fyrir skepnunar í sumar og heyöflun fyrir næsta vetur. Hlíðarnar eru ennþá öskugráar en jafnvel þar undir leynist líf. Grétar Óskarsson bóndi á Seljavöllum segir að það virðist lygilega mikið grænka upp úr þessu, nema þar sem askan liggi þykkust á. Halldór í Holti segir að ekki verði hægt að reka fé á heiðar í vor. Þá megi búast við öskufjúki í þurrkum. "Askan heldur áfram hér yfir allt. Við erum ennþá að takast á við afleiðingarnar."
Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Fleiri fréttir Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Sjá meira