Getur ekki rannsakað mál án kæru frá FME 27. janúar 2011 06:00 Sérstökum saksóknara og starfsfólki hans er stundum borið á brýn að fara allt of seint af stað með rannsóknir. Það getur helgast af því að rannsókn FME hafi tekið langan tíma. Fréttablaðið/stefán Hvað ræður því hvenær sérstakur saksóknari tekur mál til rannsóknar? Embætti sérstaks saksóknara er óheimilt að hefja að eigin frumkvæði rannsókn á meintum brotum á lögum um fjármálafyrirtæki og verðbréfaviðskipti. Í þeim lögum er meðal annars kveðið á um innherjasvik og markaðsmisnotkun, sem mikið hefur kveðið að í rannsóknum embættisins. Brot á þessum lögum „sæta aðeins rannsókn lögreglu að undangenginni kæru Fjármálaeftirlitsins,“ eins og það er orðað í lögunum. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari segir að þetta skýri í sumum tilfellum hvers vegna rannsóknir séu ekki farnar af stað jafnsnemma og almenningur gerir kröfu um. „Það virðast ekki vera til staðar upplýsingar úti í samfélaginu um að svona sé í pottinn búið. Okkur er stundum legið á hálsi fyrir að vera ekki að rannsaka mál sem hafa ekki verið kærð til okkar,“ segir hann. „En við höfumst ekkert að í sambandi við þessi brot nema það komi kæra.“ Ólafur segist ekki vilja taka svo djúpt í árinni að þetta lagaákvæði standi embætti hans fyrir þrifum, en telur hins vegar að það veki upp spurningar um hugsanlegan tvíverknað sem kannski sé ekki nauðsynlegur. „Þetta er svipað og með skattrannsóknirnar. Þar er rannsókn skattayfirvalda áskilin áður en mál getur farið til lögreglu. Þetta tengist pælingum um hvort það eigi að dengja þessu saman og láta einn aðila um að rannsaka málin frá upphafi til enda,“ segir Ólafur. Sé um meint brot á almennum hegningarlögum að ræða gegnir hins vegar öðru máli. Þau má sérstakur saksóknari rannsaka án þess að kæra berist fyrst frá Fjármálaeftirlitinu. Í þeim lagabálki er að finna ýmis auðgunarbrot sem embættið hefur til rannsóknar, til dæmis umboðssvik og skilasvik. Mörg þeirra mála sem embættið rannsakar snúast bæði um meint hegningarlagabrot sem og meint brot á lögum um verðbréfaviðskipti og fjármálafyrirtæki. Þegar sú staða er uppi nýta embættin tvö, sérstakur saksóknari og FME, gjarnan samstarfsheimild sem þau hafa lögum samkvæmt. Þannig geta starfsmenn saksóknara aðstoðað við rannsókn FME og öfugt. stigur@frettabladid.is Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Hvað ræður því hvenær sérstakur saksóknari tekur mál til rannsóknar? Embætti sérstaks saksóknara er óheimilt að hefja að eigin frumkvæði rannsókn á meintum brotum á lögum um fjármálafyrirtæki og verðbréfaviðskipti. Í þeim lögum er meðal annars kveðið á um innherjasvik og markaðsmisnotkun, sem mikið hefur kveðið að í rannsóknum embættisins. Brot á þessum lögum „sæta aðeins rannsókn lögreglu að undangenginni kæru Fjármálaeftirlitsins,“ eins og það er orðað í lögunum. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari segir að þetta skýri í sumum tilfellum hvers vegna rannsóknir séu ekki farnar af stað jafnsnemma og almenningur gerir kröfu um. „Það virðast ekki vera til staðar upplýsingar úti í samfélaginu um að svona sé í pottinn búið. Okkur er stundum legið á hálsi fyrir að vera ekki að rannsaka mál sem hafa ekki verið kærð til okkar,“ segir hann. „En við höfumst ekkert að í sambandi við þessi brot nema það komi kæra.“ Ólafur segist ekki vilja taka svo djúpt í árinni að þetta lagaákvæði standi embætti hans fyrir þrifum, en telur hins vegar að það veki upp spurningar um hugsanlegan tvíverknað sem kannski sé ekki nauðsynlegur. „Þetta er svipað og með skattrannsóknirnar. Þar er rannsókn skattayfirvalda áskilin áður en mál getur farið til lögreglu. Þetta tengist pælingum um hvort það eigi að dengja þessu saman og láta einn aðila um að rannsaka málin frá upphafi til enda,“ segir Ólafur. Sé um meint brot á almennum hegningarlögum að ræða gegnir hins vegar öðru máli. Þau má sérstakur saksóknari rannsaka án þess að kæra berist fyrst frá Fjármálaeftirlitinu. Í þeim lagabálki er að finna ýmis auðgunarbrot sem embættið hefur til rannsóknar, til dæmis umboðssvik og skilasvik. Mörg þeirra mála sem embættið rannsakar snúast bæði um meint hegningarlagabrot sem og meint brot á lögum um verðbréfaviðskipti og fjármálafyrirtæki. Þegar sú staða er uppi nýta embættin tvö, sérstakur saksóknari og FME, gjarnan samstarfsheimild sem þau hafa lögum samkvæmt. Þannig geta starfsmenn saksóknara aðstoðað við rannsókn FME og öfugt. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira