Íslensk börn horfa upp á mæður sínar beittar ofbeldi 27. janúar 2011 14:14 Sviðsett mynd úr safni Leiða má líkur að því að 23 til 27 þúsund konur á Íslandi hafi orðið fyrir ofbeldi í nánu sambandi frá 16 ára aldri. Í niðurstöðum nýrrar rannsóknar kemur fram að rúm 22 prósent íslenskra kvenna hafi orðið fyrir slíku ofbeldi á lífsleiðinni. Niðurstöðurnar voru kynntar í gær. Þar kom fram að hjá um 75% svarenda í rannsókninni bjuggu börn á heimilinu við síðasta ofbeldisatvik og um 24% kvennanna töldu að börn hefðu orðið vitni að síðasta ofbeldisatviki. 24% kvennanna töldu að börn hefðu orðið vitni að síðasta ofbeldisatviki. Í rannsókninni var tekið 3.000 manna slembiúrtak úr þjóðskrá meðal kvenna á aldrinum 18-80 ára á öllu landinu og var svarhlutfallið 73%. Rætt var við konurnar í síma á tímabilinu 22. september-7. desember 2008. Fyrstu niðurstöður könnunarinnar hafa áður verið kynntar. Þá var úrvinnslunni ekki lokið en þær liggja nú fyrir í viðamikilli skýrslu Rannsóknastofnunar Háskóla Íslands í barna- og fjölskylduvernd. Skýrsluhöfundar eru Elísabet Karlsdóttir og Ásdís A. Arnalds. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru: Rúm 22% kvennanna sögðust hafa verið beitt ofbeldi í nánu sambandi einhvern tíma frá 16 ára aldri. Þetta jafngildir því að 23-27.000 konur á Íslandi hafi orðið fyrir slíku ofbeldi á lífsleiðinni. Um 20% kvennanna sögðu ofbeldið hafa verið líkamlegt. Rúm 6% kvennanna sögðu ofbeldið hafa verið kynferðislegt. Hlutfallslega fleiri konur sögðust hafa verið beittar ofbeldi af hendi fyrrverandi maka (19%) en núverandi maka (7%). Hlutfallslega fleiri konur sem hafa verið beittar ofbeldi eru fráskildar í dag (51%) en þær sem eru giftar (17%) eða hvorki giftar né fráskildar (18%). Þetta skýrist af því að flestar konur sem beittar eru ofbeldi í nánum samböndum skilja eða fara úr þessum ofbeldissamböndum. Hjá um 75% svarenda bjuggu börn á heimilinu við síðasta ofbeldisatvik og um 24% kvennanna töldu að börn hefðu orðið vitni að síðasta ofbeldisatviki. Milli 1 og 2% kvenna sögðust hafa verið beittar ofbeldi í nánu sambandi undangengna tólf mánuði. Þetta samsvarar því að 1.200-2.300 konur búi við ofbeldi á ári hverju. Frá þessu er greint á vef velferðarráðuneytisins. Þar kemur ennfremur fram að konurnar sem beittar höfðu verið ofbeldi kærðu fæstar til lögreglu, eða aðeins13%, en í 4% tilvika fékk lögreglan upplýsingar um ofbeldið á annan hátt. Af þeim konum sem kærðu voru 65% sátt við hvernig lögreglan tók á málinu en um 35% kvennanna voru ósátt. Konurnar sem ekki kæra til lögreglu nefna fyrir því ýmsar ástæður. Flestar nefna að þeim hafi fundist atvikið smávægilegt, ekki nógu alvarlegt eða ekki hugsað út í að kæra, eða 44%, um 20% segjast hafa tekist á við þetta sjálf, 9,5% að þeim hafi fundist málið skammarlegt/vandræðalegt eða kennt sjálfu sér um og 7,3% nefna ótta við ofbeldismanninn eða ótta við hefnd. Nánar er fjallað um niðurstöðurnar á vef velferðarráðuneytisins. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Fleiri fréttir Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Sjá meira
Leiða má líkur að því að 23 til 27 þúsund konur á Íslandi hafi orðið fyrir ofbeldi í nánu sambandi frá 16 ára aldri. Í niðurstöðum nýrrar rannsóknar kemur fram að rúm 22 prósent íslenskra kvenna hafi orðið fyrir slíku ofbeldi á lífsleiðinni. Niðurstöðurnar voru kynntar í gær. Þar kom fram að hjá um 75% svarenda í rannsókninni bjuggu börn á heimilinu við síðasta ofbeldisatvik og um 24% kvennanna töldu að börn hefðu orðið vitni að síðasta ofbeldisatviki. 24% kvennanna töldu að börn hefðu orðið vitni að síðasta ofbeldisatviki. Í rannsókninni var tekið 3.000 manna slembiúrtak úr þjóðskrá meðal kvenna á aldrinum 18-80 ára á öllu landinu og var svarhlutfallið 73%. Rætt var við konurnar í síma á tímabilinu 22. september-7. desember 2008. Fyrstu niðurstöður könnunarinnar hafa áður verið kynntar. Þá var úrvinnslunni ekki lokið en þær liggja nú fyrir í viðamikilli skýrslu Rannsóknastofnunar Háskóla Íslands í barna- og fjölskylduvernd. Skýrsluhöfundar eru Elísabet Karlsdóttir og Ásdís A. Arnalds. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru: Rúm 22% kvennanna sögðust hafa verið beitt ofbeldi í nánu sambandi einhvern tíma frá 16 ára aldri. Þetta jafngildir því að 23-27.000 konur á Íslandi hafi orðið fyrir slíku ofbeldi á lífsleiðinni. Um 20% kvennanna sögðu ofbeldið hafa verið líkamlegt. Rúm 6% kvennanna sögðu ofbeldið hafa verið kynferðislegt. Hlutfallslega fleiri konur sögðust hafa verið beittar ofbeldi af hendi fyrrverandi maka (19%) en núverandi maka (7%). Hlutfallslega fleiri konur sem hafa verið beittar ofbeldi eru fráskildar í dag (51%) en þær sem eru giftar (17%) eða hvorki giftar né fráskildar (18%). Þetta skýrist af því að flestar konur sem beittar eru ofbeldi í nánum samböndum skilja eða fara úr þessum ofbeldissamböndum. Hjá um 75% svarenda bjuggu börn á heimilinu við síðasta ofbeldisatvik og um 24% kvennanna töldu að börn hefðu orðið vitni að síðasta ofbeldisatviki. Milli 1 og 2% kvenna sögðust hafa verið beittar ofbeldi í nánu sambandi undangengna tólf mánuði. Þetta samsvarar því að 1.200-2.300 konur búi við ofbeldi á ári hverju. Frá þessu er greint á vef velferðarráðuneytisins. Þar kemur ennfremur fram að konurnar sem beittar höfðu verið ofbeldi kærðu fæstar til lögreglu, eða aðeins13%, en í 4% tilvika fékk lögreglan upplýsingar um ofbeldið á annan hátt. Af þeim konum sem kærðu voru 65% sátt við hvernig lögreglan tók á málinu en um 35% kvennanna voru ósátt. Konurnar sem ekki kæra til lögreglu nefna fyrir því ýmsar ástæður. Flestar nefna að þeim hafi fundist atvikið smávægilegt, ekki nógu alvarlegt eða ekki hugsað út í að kæra, eða 44%, um 20% segjast hafa tekist á við þetta sjálf, 9,5% að þeim hafi fundist málið skammarlegt/vandræðalegt eða kennt sjálfu sér um og 7,3% nefna ótta við ofbeldismanninn eða ótta við hefnd. Nánar er fjallað um niðurstöðurnar á vef velferðarráðuneytisins.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Fleiri fréttir Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Sjá meira