Stefnir í stórslys í heilbrigðiskerfinu Karen D. Kjartansdóttir skrifar 27. janúar 2011 19:05 Það stefnir í algjört stórslys í heilbrigðiskerfinu vegna stefnuleysis í niðurskurði. Þetta segir formaður ljósmæðrafélagsins. Til dæmis þurfi konur utan af landi oft að fara um langan veg til að ala barn og dvelja langdvölum fjarri fjölskyldum sínum. Guðlaug Einarsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, er mjög ósátt við að sér þyki sem ekki hafi mörkuð stefna um hvernig heilbrigðisþjónustan eigi að vera í framtíðinni. Það leiði til þess að niðurskurðurinn verði ómarkviss og oft ólíklegur til að verða til nokkurs sparnaðar heldur fremur leiða til frekari tilkostnaðar. „Við getum endað með mun verri heilbrigðisþjónustu með mun meiri tilkostnaði en nú er. Það getur endað með stórslysi þegar farið er út í niðurskurð af vanþekkingu og öðrum sjónarmiðum en faglegum," segir Guðlaug. Guðlaug segir mikilvægt að þjónusta og mannafli sé nýtt skynsamlega þannig réttur viðbúnaður sé veittur eftir því sem við á. Hún segir sér virðist sem stefnan sé tekin á að veita þjónustu oftar á hæsta viðbúnaðarstigi. Það sé í raun dýrara og auki kostnað fyrir skjólstæðinga sem ekki sé tekið tillit til þegar hagrætt er. „Kostnaðurinn kemur til þannig að ef ekki er hægt að veita fólki þjónustu í nágrenni við heimahaga þess verður það að sækja sér þjónustu annar staðar á landinu," segir Guðlaug og útskýrir að barnafjölskyldur sem bíða nýs fjölskyldumeðlims verði þannig stundum að halda tvö heimili og brjóta fjölskylduna tímabunið upp og það hafi í för með sér kostnað og miklar raskanir fyrir fólk. Í sama steng tekur Alexander Smárason, yfirlæknir kvennadeildar á sjúkrahúsinu á Akureyri, sem segir alls ekki mega skera meira niður í mæðravernd, það muni til að mynda geta leitt til tíðari sjúkrafluga sem ekkert spari. Í fyrirlestri sem hann flutti á læknadögum í dag kom fram að fá árinu 1972 hefur sjúkrastofnunum sem konur geta alið barn sitt á fækka úr 27 niður í átta. Þessi fækkun sé að mörgu leyti mjög eðlileg og tilkomin vegna breyttrar búsetu og bættra samgangna en nú sé svo komið að ekki sé hægt að fækka stöðunum meira. Heldur verði að verja þá sem eftir eru og gæta mjög að því að skerða ekki mæðravernd meira. „Ef við eigum að leggja niður á fæðingum á þeim stöðum sem eftir eru leiðir það til enn frekari flutninga, konur þurfa þar með að vera enn lengur frá fjölskyldum sínum en nú er og með öllu því raski sem því fylgir," segir Alexander. Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Það stefnir í algjört stórslys í heilbrigðiskerfinu vegna stefnuleysis í niðurskurði. Þetta segir formaður ljósmæðrafélagsins. Til dæmis þurfi konur utan af landi oft að fara um langan veg til að ala barn og dvelja langdvölum fjarri fjölskyldum sínum. Guðlaug Einarsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, er mjög ósátt við að sér þyki sem ekki hafi mörkuð stefna um hvernig heilbrigðisþjónustan eigi að vera í framtíðinni. Það leiði til þess að niðurskurðurinn verði ómarkviss og oft ólíklegur til að verða til nokkurs sparnaðar heldur fremur leiða til frekari tilkostnaðar. „Við getum endað með mun verri heilbrigðisþjónustu með mun meiri tilkostnaði en nú er. Það getur endað með stórslysi þegar farið er út í niðurskurð af vanþekkingu og öðrum sjónarmiðum en faglegum," segir Guðlaug. Guðlaug segir mikilvægt að þjónusta og mannafli sé nýtt skynsamlega þannig réttur viðbúnaður sé veittur eftir því sem við á. Hún segir sér virðist sem stefnan sé tekin á að veita þjónustu oftar á hæsta viðbúnaðarstigi. Það sé í raun dýrara og auki kostnað fyrir skjólstæðinga sem ekki sé tekið tillit til þegar hagrætt er. „Kostnaðurinn kemur til þannig að ef ekki er hægt að veita fólki þjónustu í nágrenni við heimahaga þess verður það að sækja sér þjónustu annar staðar á landinu," segir Guðlaug og útskýrir að barnafjölskyldur sem bíða nýs fjölskyldumeðlims verði þannig stundum að halda tvö heimili og brjóta fjölskylduna tímabunið upp og það hafi í för með sér kostnað og miklar raskanir fyrir fólk. Í sama steng tekur Alexander Smárason, yfirlæknir kvennadeildar á sjúkrahúsinu á Akureyri, sem segir alls ekki mega skera meira niður í mæðravernd, það muni til að mynda geta leitt til tíðari sjúkrafluga sem ekkert spari. Í fyrirlestri sem hann flutti á læknadögum í dag kom fram að fá árinu 1972 hefur sjúkrastofnunum sem konur geta alið barn sitt á fækka úr 27 niður í átta. Þessi fækkun sé að mörgu leyti mjög eðlileg og tilkomin vegna breyttrar búsetu og bættra samgangna en nú sé svo komið að ekki sé hægt að fækka stöðunum meira. Heldur verði að verja þá sem eftir eru og gæta mjög að því að skerða ekki mæðravernd meira. „Ef við eigum að leggja niður á fæðingum á þeim stöðum sem eftir eru leiðir það til enn frekari flutninga, konur þurfa þar með að vera enn lengur frá fjölskyldum sínum en nú er og með öllu því raski sem því fylgir," segir Alexander.
Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira