Sjálfsmyndin umturnaðist vegna breytinga á stjörnumerkjum Karen D. Kjartansdóttir skrifar 27. janúar 2011 18:50 Gunnlaugur Guðmundsson er einn helsti stjörnuspekingur Íslands. Sjálfsmynd margra umturnaðist algjörlega þegar stjörnuspekingur tilkynnti um daginn á bandarísku sjónvarpsstöðinni NBC að stjörnumerkin hefðu færst úr stað. Margir leggja drögin að nýjum degi, svona í gríni og alvöru, með því að líta yfir stjörnuspána í blöðunum. Og þetta fólk var heldur betur slegið út af laginu um daginn þegar heimspressan tilkynnti að stjörnumerkin hefðu breyst. En síðan fréttin birtist hafa margir stjörnuspekingar um víða veröld stigið fram og sagt að málið sé ekki svona einfalt og það sama gerir Gunnlaugur Guðmundsson, helsti stjörnuspekingur Íslands. „Það er rétt að fastastjörnumerkin þau hafa breyst en ekki stjörnumerkin sem stjönuspekin notar, það er dýrahringurinn sem tengist árstíðunum," segir Gunnlaugur og segir að í raun sé um tvo hringa að ræða. Það er hring fastastjörnumerkja og dýrahringinn sem stjórnist af árstíðum og stjörnuspekin byggi sín fræði á. Hann segir fólk því áfram verða í sama merki og áður. Í hinum hringnum, það er hring fastastjörnumerkja, séu allt að 88 merki sem mörg hver séu svo fjarlæg að þau hafi engin áhrif á jarðarbúa. Í honum er naðurvaldurinn, þá er Óríon skammt og karlsvagninn og Stóra björn svo eitthvað sé nefnt. „Tólf merki bera við sólarbrautina sem jörðin gengur í gegnum og það eru þau stjörnumerki sem við notum. Þau heita á ensku tropical zodiac eða árstíða dýrahringur og hann hefur ekkert breyst, hrúturinn byrjar alltaf á vorjafndægrum, krabbinn að sumarsólstöðum, vogin á haustjafndægrum og á vetrasólstöðum byrjar steingeitin og þannig er skiptingin og mun ekki breytast fyrr en vorjafndægur færast." Hann segir að viðbrögð fólks um heiminn og mikla umfjöllun fjölmiðla um málið viðurkenningu fyrir stjörnuspekina. Fólk láti sem því sé ekkert gefið um stjörnumerki en vilji alls ekki færast um merki. Stjörnufræðivefurinn segir stöðu nýju stjörnumerkjanna vera svona. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Fleiri fréttir Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Sjá meira
Sjálfsmynd margra umturnaðist algjörlega þegar stjörnuspekingur tilkynnti um daginn á bandarísku sjónvarpsstöðinni NBC að stjörnumerkin hefðu færst úr stað. Margir leggja drögin að nýjum degi, svona í gríni og alvöru, með því að líta yfir stjörnuspána í blöðunum. Og þetta fólk var heldur betur slegið út af laginu um daginn þegar heimspressan tilkynnti að stjörnumerkin hefðu breyst. En síðan fréttin birtist hafa margir stjörnuspekingar um víða veröld stigið fram og sagt að málið sé ekki svona einfalt og það sama gerir Gunnlaugur Guðmundsson, helsti stjörnuspekingur Íslands. „Það er rétt að fastastjörnumerkin þau hafa breyst en ekki stjörnumerkin sem stjönuspekin notar, það er dýrahringurinn sem tengist árstíðunum," segir Gunnlaugur og segir að í raun sé um tvo hringa að ræða. Það er hring fastastjörnumerkja og dýrahringinn sem stjórnist af árstíðum og stjörnuspekin byggi sín fræði á. Hann segir fólk því áfram verða í sama merki og áður. Í hinum hringnum, það er hring fastastjörnumerkja, séu allt að 88 merki sem mörg hver séu svo fjarlæg að þau hafi engin áhrif á jarðarbúa. Í honum er naðurvaldurinn, þá er Óríon skammt og karlsvagninn og Stóra björn svo eitthvað sé nefnt. „Tólf merki bera við sólarbrautina sem jörðin gengur í gegnum og það eru þau stjörnumerki sem við notum. Þau heita á ensku tropical zodiac eða árstíða dýrahringur og hann hefur ekkert breyst, hrúturinn byrjar alltaf á vorjafndægrum, krabbinn að sumarsólstöðum, vogin á haustjafndægrum og á vetrasólstöðum byrjar steingeitin og þannig er skiptingin og mun ekki breytast fyrr en vorjafndægur færast." Hann segir að viðbrögð fólks um heiminn og mikla umfjöllun fjölmiðla um málið viðurkenningu fyrir stjörnuspekina. Fólk láti sem því sé ekkert gefið um stjörnumerki en vilji alls ekki færast um merki. Stjörnufræðivefurinn segir stöðu nýju stjörnumerkjanna vera svona.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Fleiri fréttir Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Sjá meira