Erlendir fjárfestar vilja tryggja sig fyrir pólitískri óvissu 25. janúar 2011 12:07 Ásgeir Margeirsson. Erlendir fjárfestar leita nú að tryggingum vegna pólitískrar óvissu á Íslandi, en slíkt hefur ekki þekkst áður hér á landi. Þetta kom m.a. fram á fundi samtaka atvinnulífsins í gær. Staða á vinnumarkaðnum var rædd á opnum fundi samtaka atvinnulífsins í Reykjanesbæ í gær en atvinnuleysi á suðurnesjum er hlutfallslega það hæsta á landinu eða 13,1%. Á fundinum fjallaði Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, um álverið í Helguvík og þær hindranir sem standa í vegi fyrir verkefninu. Ragnar sagði annan ríkisstjórnarflokkinn vinna markvisst gegn verkefninu og hluta hins flokksins einnig. Þá sagði Ragnar ítrekuð afskipti stjórnvalda í Magma málinu valda óvissu og hindra framgang álversins í Helguvík. Ragnar benti jafnframt á fjárfestingarsamning vegna álversins í Helguvík, sem byggir á lögum frá Alþingi. Í samningnum voru gefin fyrirheit af hálfu ríkisstjórnarinnar um að gera allar nauðsynlega ráðstafanir til þess að tryggja að engin ráðstöfun verði gerð er gæti takmarkað eða á annan hátt haft neikvæð áhrif á framkvæmd verkefnisins og starfsemi Century og/eða félagsins. Ragnar telur pólitísk afskipti af málinu ekki vera í samræmi við umsamin fyrirheit ríkisstjórnarinnar.Óvissa flækir málið Þá fjallaði Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður HS Orku, um framkvæmdaáætlun félagsins. Hann sagði þó að vegna óvissu væri erfitt að tímasetja framkvæmdirnar eða áætla hvernig kostnaður skiptist milli tímabila og ára. Þá talaði Ásgeir um að í fyrsta skipti væru erlendir fjárfestar - sem eru að skoða fjárfestingu á Íslandi- að hugsa um að kaupa sér tryggingu vegna pólitískrar óvissu á Íslandi. En slík trygging þekkist einungis í ákveðnum ríkjum heimsins þar sem stjórnarfar er mjög óstöðugt. Tryggingar vegna pólitískrar óvissu hafa ekki þekkst áður á Íslandi. Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Erlendir fjárfestar leita nú að tryggingum vegna pólitískrar óvissu á Íslandi, en slíkt hefur ekki þekkst áður hér á landi. Þetta kom m.a. fram á fundi samtaka atvinnulífsins í gær. Staða á vinnumarkaðnum var rædd á opnum fundi samtaka atvinnulífsins í Reykjanesbæ í gær en atvinnuleysi á suðurnesjum er hlutfallslega það hæsta á landinu eða 13,1%. Á fundinum fjallaði Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, um álverið í Helguvík og þær hindranir sem standa í vegi fyrir verkefninu. Ragnar sagði annan ríkisstjórnarflokkinn vinna markvisst gegn verkefninu og hluta hins flokksins einnig. Þá sagði Ragnar ítrekuð afskipti stjórnvalda í Magma málinu valda óvissu og hindra framgang álversins í Helguvík. Ragnar benti jafnframt á fjárfestingarsamning vegna álversins í Helguvík, sem byggir á lögum frá Alþingi. Í samningnum voru gefin fyrirheit af hálfu ríkisstjórnarinnar um að gera allar nauðsynlega ráðstafanir til þess að tryggja að engin ráðstöfun verði gerð er gæti takmarkað eða á annan hátt haft neikvæð áhrif á framkvæmd verkefnisins og starfsemi Century og/eða félagsins. Ragnar telur pólitísk afskipti af málinu ekki vera í samræmi við umsamin fyrirheit ríkisstjórnarinnar.Óvissa flækir málið Þá fjallaði Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður HS Orku, um framkvæmdaáætlun félagsins. Hann sagði þó að vegna óvissu væri erfitt að tímasetja framkvæmdirnar eða áætla hvernig kostnaður skiptist milli tímabila og ára. Þá talaði Ásgeir um að í fyrsta skipti væru erlendir fjárfestar - sem eru að skoða fjárfestingu á Íslandi- að hugsa um að kaupa sér tryggingu vegna pólitískrar óvissu á Íslandi. En slík trygging þekkist einungis í ákveðnum ríkjum heimsins þar sem stjórnarfar er mjög óstöðugt. Tryggingar vegna pólitískrar óvissu hafa ekki þekkst áður á Íslandi.
Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira