Innlent

Endurvekur gömlu bókauppboðin

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ari Gísli Bragason hefur selt fornbækur um árabil.
Ari Gísli Bragason hefur selt fornbækur um árabil. Mynd/ Róbert.
„Ég er aðeins að reyna að endurlífga gömlu bókauppboðin sem voru í den en svona með nútímavæddu sniði," segir Ari Gísli Bragason, fornbókasali og framkvæmdastjóri fornbókaverslunarinnar Bókin ehf. Hann hefur undanfarna daga verið með uppboð á fornbókum á vefnum uppbod.is, en því líkur í dag. 

„Þetta er netuppboð. Þarna eru 113 bækur á uppboði, meðal annars bækur eftir verðlaunahöfundinn Gyrði Elíiasson," bætir Ari Gísli við. Hann ætlar líka að selja frumútgáfu Jóhannesar Birkilands á verkinu „Harmsaga ævi minnir" og fleira.

Fornbókaverslunin Bókin hf var stofnuð í Reykjavík árið 1964 og hefur því verið starfandi í hartnær fimmtíu ár. Þar hafa feðgarnir Bragi Kristjónsson, Ari Gísli Bragason starfað að undanförnu við að miðla bókum og meta bækur fyrir einstaklinga, ásamt Eiríki Ágústi Guðjónssyni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×