Innlent

Markmiði kynjakvótalaga náð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu.
Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu.
Hlutfall kynja í nýjum nefndum sem skipaðar voru í fyrra var 43% konur og 57% karlar. Þetta eru niðurstöður nýrrar skýrslu Jafnréttisstofu. Hlutfall kynjanna í öllum nefndum sem starfandi voru í fyrra var 40% konur 60% karlar.

Árið 2008 var leiddur í lög kynjakvóti í nefndum, stjórnum og ráðum á vegum ríkisins og hefur Jafnréttisstofa haft eftirlit með framkvæmd hans. Kynjakvótinn, sem kveðið er á um í 15 grein laganna, gerir ráð fyrir að hlutur hvers kyns um sig skuli ekki vera minni en 40% nema að málefnalegar ástæður liggi að baki.

Þegar kynjakvótinn var leiddur í lög 2008 voru 43% nefnda í samræmi við kynjakvótann, en í fyrra voru 50% starfandi nefnda skipaðar í samræmi við 15. greinina. Í fyrra voru skipaðar 164 nefndir. Af þeim voru 109 eða 66% í samræmi við 15. greinina. Ráðuneytum gengur misvel að skipa í samræmi við 15. greinina. Hlutfallið er allt frá 100% niður í 38%.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×