Erlent

Dánarvottorð Steve Jobs opinberað

Jobs hafði þjáðst af meininu í ein sjö ár.
Jobs hafði þjáðst af meininu í ein sjö ár. mynd/AFP
Banamein Steve Jobs, fyrrum forstjóra og stofnanda Apple, hefur nú verið opinberað. Samkvæmt dánarvottorði lést Jobs úr andnauð sem orsakaðist vegna meinvarpa. Jobs þjáðist af krabbameini og hafði illkynja æxli í brisi.

Á dánarvottorðinu er Jobs einungis titlaður sem frumkvöðull.

Jobs þjáðist af sjaldgæfri gerð krabbameins í brisi. Auðveldara var að meðhöndla meinið og það stækkaði ekki jafn ört og í venjulegum tilfellum.

Hann hafði þurft að taka sér veikindaleyfi nokkrum sinnum síðan hann tilkynnti um meinið árið 2004. Árið 2009 fékk Jobs nýja lifur og var meira og minna frá vinnu þangað til að lést.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×