Innlent

Staða mannréttindamála almennt góð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ögmundur Jónasson mætti á fund Sameinuðu þjóðanna í morgun.
Ögmundur Jónasson mætti á fund Sameinuðu þjóðanna í morgun. Mynd/ Valli.
„Almennt held ég að mér sé óhætt að segja að staða mannréttindamála sé góð á Íslandi," sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra þegar hann svaraði fyrir stöðu mannréttindmála á Íslandi hjá vinnuhópi Sameinuðu þjóðanna í Genf í dag, Hann sagði þó ljóst að hægt væri að gera enn betur og Íslendingar myndu ekki víkja sér undan gagnrýni á stöðu mannréttinda á Íslandi. „Við viljum fá slíka gagnrýni," segir Ögmundur. Hann myndi því bregðast vel við öllum ábendingum.

Ögmundur sagði að Ísland stæði frammi fyrir ýmsum áskorunum. Ekki síst eftir efnahagshrunið. Eftir hrunið hefði rofnað traust milli stjórnmála og almennings. „Hruninu fylgdi mestu mótmæli sem höfðu sést í áratugi. Í mótmælunum varð trúnaðarbrestur milli almennings og ríkjandi stjórnvalda og því fylgdi minna traust almennings í garð hefðbundinna stjórnmála," sagði Ögmundur. Ísland væri þó engin eyja í þessum efnum, því hið sama hefði sést víðsvegar um heiminn.

Ögmundur sagði að það væri heiður að fá að mæta fyrir rhönd ríkisstjórnarinnar á fund Sameinuðu þjóðanna. Hann væri þakklátur fyrir að fá að veita þær upplýsingar sem hann var beðinn um. Hann sagði að aðildarríki Sameinuðu þjóðanna skyldu styðja hvert annað í að fylgja eftir mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna og eiga opinskáa um mannréttindamál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×