Erlent

Segjast ekki hafa notað Trójuhest

Angela Merkel tekur málið alvarlega og biðlar til ráðuneyta um svör.
Angela Merkel tekur málið alvarlega og biðlar til ráðuneyta um svör. mynd/AFP
Innanríkisráðuneyti Þýskalands þvertekur fyrir að forriti hafi verið komið fyrir í tölvum þjóðverja í þeim tilgangi að njósna um það. Það voru samtök tölvuhakkara sem segjast hafa fengið forritið í hendurnar og komist að því að það væri skrifað af Þýska ríkinu.

Innranríkisráðuneytið segir að slíkt forrit hafi aldrei verið notað. Talsmaður Angelu Merkel, Kanslara Þýskalands, sagði hana taka málið mjög alvarlega. Hann sagði að Kanslarinn hafi beðið ráðuneyti sín um upplýsingar varðandi notkun slíkra forrita.

Forritið er talið vera útgáfa af Trójuhesti, forriti sem villir á sér heimildir og fylgist með notkun tölvunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×