Ekki fleiri íþróttahús fyrr en hin fullnýtast 7. nóvember 2011 07:00 Eitt nýjasta og glæsilegasta íþróttamannvirki landsins var tekið í notkun í september 2007 í Vatnsendahverfi. Húsið uppfyllir keppnisskilmála Alþjóðaknattspyrnusambandsins. FRéttablaðið/Vilhelm Ný íþróttamannvirki með mikla afkastagetu á ekki að byggja á höfuðborgarsvæðinu fyrr en sveitarfélögin á svæðinu hafa komið sér saman um staðsetninguna. Þetta er ein tillagna sameiginlegs starfshóps sveitarfélaganna. Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu skipuðu starfshópinn í vor til að vinna að breyttum rekstri íþróttamannvirkja og sundlauga og endurskoðun íþróttastyrkja. Fréttablaðið hefur áður sagt frá hugmyndum hópsins varðandi sundstaðina. Starfshópurinn leggur til að gert verði svæðisskipulag fyrir íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu í heild í því skyni að auka nýtingu mannvirkja sem þegar eru byggð. „Fyrir liggur í greiningu hópsins að mikil umframafkastageta er fyrir hópíþróttir í Kópavogi sem mikilvægt er að nýta til fulls áður en frekari nýframkvæmdir fara í gang," segir í tillögum hópsins. Verði farið að þessu má búast við að íþróttaiðkendum úr nágrannasveitarfélögunum verði stefnt í Kópavog til æfinga. Þá vill starfshópurinn koma upp sameiginlegri gjaldskrá um leigu á íþróttatímum og gagnabanka um áhöld og tæki sem hægt verði að leigja á milli íþróttahúsa. Einnig að kannað verði með sameiginleg innkaup og útboð á vöru og þjónustu. „Staðsetning dýrustu mannvirkja sem hafa mesta afkastagetu verði framvegis ákveðin í samvinnu sveitarfélaga og með það að leiðarljósi að tryggð sé viðunandi nýting til framtíðar. Þar er einkum átt við sérhæfð mannvirki eða greinar þar sem iðkendur eru tiltölulega fáir á hverju svæði," segir starfshópurinn. Jafnframt er lagt til að reglur um afreksstyrki og ferðastyrki verði samræmdar. Líka reglur um frístundakort og hvatagreiðslur þannig að „almennt geti börn og unglingar nýtt styrki viðkomandi sveitarfélags til æfinga með íþróttafélagi á höfuðborgarsvæðinu". Þetta myndi til dæmis þýða að barn sem fær 25 þúsund króna frístundastyrk frá Reykjavíkurborg gæti nýtt hann til að stunda æfingar með íþróttafélagi í Hafnarfirði. gar@frettabladid.is Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Ný íþróttamannvirki með mikla afkastagetu á ekki að byggja á höfuðborgarsvæðinu fyrr en sveitarfélögin á svæðinu hafa komið sér saman um staðsetninguna. Þetta er ein tillagna sameiginlegs starfshóps sveitarfélaganna. Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu skipuðu starfshópinn í vor til að vinna að breyttum rekstri íþróttamannvirkja og sundlauga og endurskoðun íþróttastyrkja. Fréttablaðið hefur áður sagt frá hugmyndum hópsins varðandi sundstaðina. Starfshópurinn leggur til að gert verði svæðisskipulag fyrir íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu í heild í því skyni að auka nýtingu mannvirkja sem þegar eru byggð. „Fyrir liggur í greiningu hópsins að mikil umframafkastageta er fyrir hópíþróttir í Kópavogi sem mikilvægt er að nýta til fulls áður en frekari nýframkvæmdir fara í gang," segir í tillögum hópsins. Verði farið að þessu má búast við að íþróttaiðkendum úr nágrannasveitarfélögunum verði stefnt í Kópavog til æfinga. Þá vill starfshópurinn koma upp sameiginlegri gjaldskrá um leigu á íþróttatímum og gagnabanka um áhöld og tæki sem hægt verði að leigja á milli íþróttahúsa. Einnig að kannað verði með sameiginleg innkaup og útboð á vöru og þjónustu. „Staðsetning dýrustu mannvirkja sem hafa mesta afkastagetu verði framvegis ákveðin í samvinnu sveitarfélaga og með það að leiðarljósi að tryggð sé viðunandi nýting til framtíðar. Þar er einkum átt við sérhæfð mannvirki eða greinar þar sem iðkendur eru tiltölulega fáir á hverju svæði," segir starfshópurinn. Jafnframt er lagt til að reglur um afreksstyrki og ferðastyrki verði samræmdar. Líka reglur um frístundakort og hvatagreiðslur þannig að „almennt geti börn og unglingar nýtt styrki viðkomandi sveitarfélags til æfinga með íþróttafélagi á höfuðborgarsvæðinu". Þetta myndi til dæmis þýða að barn sem fær 25 þúsund króna frístundastyrk frá Reykjavíkurborg gæti nýtt hann til að stunda æfingar með íþróttafélagi í Hafnarfirði. gar@frettabladid.is
Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira