Körfuboltastrákur á krossgötum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. ágúst 2011 06:00 Arnar segir að tilfinningarnar hafi borið hann ofurliði þegar hann kom í mark í Reykjavíkurmaraþoninu um helgina. fréttablaðið/daníel Arnar Pétursson bar sigur úr býtum í Reykjavíkurmaraþoninu þegar hann kom í mark á tæpum tveimur klukkustundum og 45 mínútum. Árangurinn er sérlega glæsilegur í ljósi þess að Arnar er ekki nema tvítugur og æfði sérstaklega fyrir hlaupið í einungis tvo mánuði. Hann er fyrst og fremst körfuboltamaður en hann spilar sem leikstjórnandi með Breiðabliki í 1. deildinni. Hann ákvað samt að láta slag standa og hlaupa til sigurs í Reykjavíkurmaraþoninu – með þessum góða árangri. „Ég var himinlifandi. Þetta var óvænt en líka léttir að hafa klárað hlaupið,“ segir Arnar. „Þetta er ólíkt því sem maður þekkir úr körfuboltanum, nú var ég að einbeita mér að einum degi og einu hlaupi. Þegar það er búið og ég sá að þetta gekk allt upp fylgdi því ótrúlega mikil gleðitilfinning.“ Arnar átti erfitt með þessar tilfinningar. „Já, það má segja að þær hafi borið mig ofurliði,“ segir hann í léttum dúr. „Það var ótrúlega skemmtilegt að fá að upplifa það.“ Alltaf í góðu formiArnar hefur fyrst og fremst stundað boltaíþróttir, körfubolta og fótbolta. Hann spilar enn körfubolta með Breiðabliki og mun áfram gera í vetur. Hann hefur einnig sterk tengsl í körfuna þar sem faðir hans, Pétur Hrafn Sigurðsson, var framkvæmdastjóri KKÍ til margra ára. Hann segir þó að það hafi ekki verið mjög erfitt að skipta yfir í langhlaupin. „Ég hef alltaf verið í góðu formi frá náttúrunnar hendi og alltaf átt auðvelt með að hlaupa hratt og lengi. Það var svo fyrir tveimur árum að ég sagði að ég myndi hlaupa maraþon um leið og ég næði aldri,“ segir Arnar en aðeins átján ára og eldri mega hlaupa fullt maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu. „Ég gerði svo það, bara til að hlaupa maraþon. Það gekk ótrúlega vel og ég náði að vera í öðru sæti af íslensku keppendunum en fyrirfram vissi ég ekkert á hvaða tíma ég myndi hlaupa.“ Foreldrarnir í kapphlaupiFaðir hans, Pétur Hrafn, hafði áður hlaupið maraþon og giskaði á að Arnar myndi hlaupa á þremur og hálfum tíma í þessari frumraun sinni. Raunin varð að Arnar kom í mark á tveimur klukkustundum og 55 mínútum og voru foreldrarnir næstum búnir að missa af því þegar hann kom í mark. „Þau ákváðu að ná mér úti á Seltjarnarnesi og fylgja mér í mark. En það endaði með því að þau þurftu að koma sér í flýti niður í bæ til að sjá mig koma í mark,“ rifjar hann upp. Eftir þetta fékk Arnar ábendingar um að hann gæti náð langt í greininni. Og fyrir maraþonið í ár ákvað hann að æfa sérstaklega fyrir hlaupið í tvo mánuði. Miðað við þann stutta undirbúning er ekki erfitt að sjá fyrir sér að Arnar gæti náð enn lengra ef hann helgar sig langhlaupum. En hann segir að körfuboltinn taki nú aftur við á haustmánuðunum. „Ég mun pottþétt spila með Breiðabliki í vetur. En ég mun taka hlaupin samhliða og leggja minni áherslu á miklar lyftingar í körfunni. Það hentar langhlaupara ekki vel að vera með stóra og mikla vöðvauppbyggingu.“ Mikið svigrúm fyrir betri árangurHann neitar því ekki að hann sér mikla möguleika á að ná góðum árangri í hlaupunum og þarf því eflaust að ákveða hvort hann ætli að leggja þau algjörlega fyrir sig. „Ég tel að ég hafi mjög mikið svigrúm til að bæta mig og er bæði gott og hvetjandi að hugsa til þess. Þegar ég byrjaði að æfa í vor fyrir hlaupið var það bara til að sjá hvað ég gæti ef ég myndi leggja aðeins á mig,“ segir hann og vill ekki útiloka að keppa á Ólympíuleikum. Ólympíuleikarnir heillaLágmarkið fyrir Ólympíuleikana er tvær klukkustundir og fimmtán mínútur. Arnar þyrfti því að bæta sig um hálftíma til að eiga möguleika á því að komast þangað en segir það vissulega heillandi tilhugsun. „Ég hef fulla trú á að ég geti staðið mig mjög vel í þessari grein. Ég vona að það sé raunhæft markmið fyrir mig að komast á Ólympíuleika enda kemur ekkert annað til greina en að stefna sem hæst ef ég myndi leggja þetta algerlega fyrir mig.“ Hann stendur því frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort hann eigi að taka skrefið til fulls. „Það er einmitt það sem ég er að velta fyrir mér á hverjum degi. Ég hef fundið fyrir mikilli hvatningu og finnst það skemmtilegt. En ég geti ekki alveg snúið baki við körfunni og strákunum í liðinu eins og er – ekki enn að minnsta kosti.“ Innlendar Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Sjá meira
Arnar Pétursson bar sigur úr býtum í Reykjavíkurmaraþoninu þegar hann kom í mark á tæpum tveimur klukkustundum og 45 mínútum. Árangurinn er sérlega glæsilegur í ljósi þess að Arnar er ekki nema tvítugur og æfði sérstaklega fyrir hlaupið í einungis tvo mánuði. Hann er fyrst og fremst körfuboltamaður en hann spilar sem leikstjórnandi með Breiðabliki í 1. deildinni. Hann ákvað samt að láta slag standa og hlaupa til sigurs í Reykjavíkurmaraþoninu – með þessum góða árangri. „Ég var himinlifandi. Þetta var óvænt en líka léttir að hafa klárað hlaupið,“ segir Arnar. „Þetta er ólíkt því sem maður þekkir úr körfuboltanum, nú var ég að einbeita mér að einum degi og einu hlaupi. Þegar það er búið og ég sá að þetta gekk allt upp fylgdi því ótrúlega mikil gleðitilfinning.“ Arnar átti erfitt með þessar tilfinningar. „Já, það má segja að þær hafi borið mig ofurliði,“ segir hann í léttum dúr. „Það var ótrúlega skemmtilegt að fá að upplifa það.“ Alltaf í góðu formiArnar hefur fyrst og fremst stundað boltaíþróttir, körfubolta og fótbolta. Hann spilar enn körfubolta með Breiðabliki og mun áfram gera í vetur. Hann hefur einnig sterk tengsl í körfuna þar sem faðir hans, Pétur Hrafn Sigurðsson, var framkvæmdastjóri KKÍ til margra ára. Hann segir þó að það hafi ekki verið mjög erfitt að skipta yfir í langhlaupin. „Ég hef alltaf verið í góðu formi frá náttúrunnar hendi og alltaf átt auðvelt með að hlaupa hratt og lengi. Það var svo fyrir tveimur árum að ég sagði að ég myndi hlaupa maraþon um leið og ég næði aldri,“ segir Arnar en aðeins átján ára og eldri mega hlaupa fullt maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu. „Ég gerði svo það, bara til að hlaupa maraþon. Það gekk ótrúlega vel og ég náði að vera í öðru sæti af íslensku keppendunum en fyrirfram vissi ég ekkert á hvaða tíma ég myndi hlaupa.“ Foreldrarnir í kapphlaupiFaðir hans, Pétur Hrafn, hafði áður hlaupið maraþon og giskaði á að Arnar myndi hlaupa á þremur og hálfum tíma í þessari frumraun sinni. Raunin varð að Arnar kom í mark á tveimur klukkustundum og 55 mínútum og voru foreldrarnir næstum búnir að missa af því þegar hann kom í mark. „Þau ákváðu að ná mér úti á Seltjarnarnesi og fylgja mér í mark. En það endaði með því að þau þurftu að koma sér í flýti niður í bæ til að sjá mig koma í mark,“ rifjar hann upp. Eftir þetta fékk Arnar ábendingar um að hann gæti náð langt í greininni. Og fyrir maraþonið í ár ákvað hann að æfa sérstaklega fyrir hlaupið í tvo mánuði. Miðað við þann stutta undirbúning er ekki erfitt að sjá fyrir sér að Arnar gæti náð enn lengra ef hann helgar sig langhlaupum. En hann segir að körfuboltinn taki nú aftur við á haustmánuðunum. „Ég mun pottþétt spila með Breiðabliki í vetur. En ég mun taka hlaupin samhliða og leggja minni áherslu á miklar lyftingar í körfunni. Það hentar langhlaupara ekki vel að vera með stóra og mikla vöðvauppbyggingu.“ Mikið svigrúm fyrir betri árangurHann neitar því ekki að hann sér mikla möguleika á að ná góðum árangri í hlaupunum og þarf því eflaust að ákveða hvort hann ætli að leggja þau algjörlega fyrir sig. „Ég tel að ég hafi mjög mikið svigrúm til að bæta mig og er bæði gott og hvetjandi að hugsa til þess. Þegar ég byrjaði að æfa í vor fyrir hlaupið var það bara til að sjá hvað ég gæti ef ég myndi leggja aðeins á mig,“ segir hann og vill ekki útiloka að keppa á Ólympíuleikum. Ólympíuleikarnir heillaLágmarkið fyrir Ólympíuleikana er tvær klukkustundir og fimmtán mínútur. Arnar þyrfti því að bæta sig um hálftíma til að eiga möguleika á því að komast þangað en segir það vissulega heillandi tilhugsun. „Ég hef fulla trú á að ég geti staðið mig mjög vel í þessari grein. Ég vona að það sé raunhæft markmið fyrir mig að komast á Ólympíuleika enda kemur ekkert annað til greina en að stefna sem hæst ef ég myndi leggja þetta algerlega fyrir mig.“ Hann stendur því frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort hann eigi að taka skrefið til fulls. „Það er einmitt það sem ég er að velta fyrir mér á hverjum degi. Ég hef fundið fyrir mikilli hvatningu og finnst það skemmtilegt. En ég geti ekki alveg snúið baki við körfunni og strákunum í liðinu eins og er – ekki enn að minnsta kosti.“
Innlendar Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn