Innlent

Kaprifol enn við bryggju á Þórshöfn

Mynd/PK
Flutningaskipið Kaprifol, sem strandaði í höfninni á Þórshöfn á Langanesi í gærmorgun, er enn við bryggju á þórshöfn, en stór vörubíll náði að draga skipið af strandstað fyrir hádegi í gær. Ekki liggur fyrir hvort skemmdir urðu á botni skipsins eða skrúfubúnaði, en önnur dráttartaugin slitnaði og fór í skrúfu skipsins þegar verið var að draga það af strandstað. Ef allt fer að óskum á skipið að lesta lýsisfarm til útflutnings.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×