Innlent

Mótmæla fargjaldahækkun hjá Herjólfi

Bæjarráð Vestmannaeyja leggst alfarið gegn fyrirhugaðri 15 prósenta hækkun á gjaldskrá Herjólfs. Bæjarráð minnir vegagerðina á að ekki sé tekið gjald fyrir að aka um nein jarðgöng hér á landi nema Hvalfjarðargöngin, þar sem það kosti þúsund krónur fyrir fjögurra manna fjölskyldu á fólksbíl að fara þar um.

Fyrir væntanlega hækkun kosti það hinsvega sömu fjölskylduna fjögur þúsund og eitt hundrað krónur að fara með Herjólfi á milli Landeyjahafnar og Eyja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×