Boltadómurinn gæti haft áhrif á Íslandi 5. október 2011 08:00 Ari Edwald Knattspyrnuáhugafólki á að vera frjálst að skipta við útsendingaraðila utan heimalands síns til að sjá leiki í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Evrópudómstóllinn úrskurðaði í gær að hömlur á slíku gengju í berhögg við lög Evrópusambandsins um óheft flæði á sölu vöru og þjónustu. Úrskurðurinn gæti haft áhrif hér á landi, þar sem Ísland er aðili að Evrópska efnahagssvæðinu. 365, móðurfélag Fréttablaðsins, hefur sýningarrétt á enska boltanum og fleiri keppnum á Íslandi. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir í samtali við Fréttablaðið að í þessum úrskurði séu góðar fréttir fyrir íslenska neytendur. „Fljótt á litið held ég að við hljótum að falla undir þetta sem hluti af EES og frjálsu flæði vöru og þjónustu, þannig að ég geri mér vonir um að þetta muni skerpa á samkeppninni hér." Jóhannes segir þó að enn eigi eftir að fara ítarlega yfir úrskurðinn og málið muni skýrast á næstunni. Hann sé þó vongóður. „Virk samkeppni er í raun eina trygging neytenda fyrir því að verð á vöru og þjónustu sé sem hagstæðast. Ef neytendum stendur það til boða að gera betri kaup en í dag hljótum við að fagna því." Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri Samtaka myndrétthafa á Íslandi (SMÁÍS), segir hins vegar að málið sé ekki eins einfalt og það gæti sýnst í upphafi. „Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir að þetta geti stofnað til mikillar einokunar ef einn aðili kaupir réttinn að Evrópu í heild sinni. Það verður ekki endilega eitthvert svaka frelsi og samkeppni. Það gæti jafnvel orðið þannig að sýningarrétturinn yrði svo dýr að einungis stórfyrirtæki gætu staðið undir því." Ari Edwald, forstjóri 365, segist ekki búast við því að þessi úrskurður hafi mikil áhrif á félagið til skemmri tíma litið. „Þetta er álit Evrópudómstólsins og ekki enn orðið að dómsniðurstöðu í Bretlandi. Ef við gerum ráð fyrir að þróunin verði í þessa átt getur þetta sjálfsagt haft einhver áhrif á komandi árum en þau verða varla mikil eða snögg. Veruleikinn er sá að við búum þegar við samkeppni frá aðilum eins og Sky og við höfum staðið okkur vel þar. Okkar verð er lægra en það sem erlendu aðilarnir bjóða upp á, jafnvel þó að við sýnum mun fleiri leiki í beinni útsendingu. Svo vil ég ætla að flestir íslenskir knattspyrnuáhugamenn vilji hafa íslenska þuli, þætti og umfjöllun um enska boltann, þannig að ég á ekki von á neinum snöggum umskiptum." thorgils@frettabladid.is Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira
Knattspyrnuáhugafólki á að vera frjálst að skipta við útsendingaraðila utan heimalands síns til að sjá leiki í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Evrópudómstóllinn úrskurðaði í gær að hömlur á slíku gengju í berhögg við lög Evrópusambandsins um óheft flæði á sölu vöru og þjónustu. Úrskurðurinn gæti haft áhrif hér á landi, þar sem Ísland er aðili að Evrópska efnahagssvæðinu. 365, móðurfélag Fréttablaðsins, hefur sýningarrétt á enska boltanum og fleiri keppnum á Íslandi. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir í samtali við Fréttablaðið að í þessum úrskurði séu góðar fréttir fyrir íslenska neytendur. „Fljótt á litið held ég að við hljótum að falla undir þetta sem hluti af EES og frjálsu flæði vöru og þjónustu, þannig að ég geri mér vonir um að þetta muni skerpa á samkeppninni hér." Jóhannes segir þó að enn eigi eftir að fara ítarlega yfir úrskurðinn og málið muni skýrast á næstunni. Hann sé þó vongóður. „Virk samkeppni er í raun eina trygging neytenda fyrir því að verð á vöru og þjónustu sé sem hagstæðast. Ef neytendum stendur það til boða að gera betri kaup en í dag hljótum við að fagna því." Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri Samtaka myndrétthafa á Íslandi (SMÁÍS), segir hins vegar að málið sé ekki eins einfalt og það gæti sýnst í upphafi. „Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir að þetta geti stofnað til mikillar einokunar ef einn aðili kaupir réttinn að Evrópu í heild sinni. Það verður ekki endilega eitthvert svaka frelsi og samkeppni. Það gæti jafnvel orðið þannig að sýningarrétturinn yrði svo dýr að einungis stórfyrirtæki gætu staðið undir því." Ari Edwald, forstjóri 365, segist ekki búast við því að þessi úrskurður hafi mikil áhrif á félagið til skemmri tíma litið. „Þetta er álit Evrópudómstólsins og ekki enn orðið að dómsniðurstöðu í Bretlandi. Ef við gerum ráð fyrir að þróunin verði í þessa átt getur þetta sjálfsagt haft einhver áhrif á komandi árum en þau verða varla mikil eða snögg. Veruleikinn er sá að við búum þegar við samkeppni frá aðilum eins og Sky og við höfum staðið okkur vel þar. Okkar verð er lægra en það sem erlendu aðilarnir bjóða upp á, jafnvel þó að við sýnum mun fleiri leiki í beinni útsendingu. Svo vil ég ætla að flestir íslenskir knattspyrnuáhugamenn vilji hafa íslenska þuli, þætti og umfjöllun um enska boltann, þannig að ég á ekki von á neinum snöggum umskiptum." thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira