Sértækar aðgerðir en ekki almennar 5. október 2011 06:00 Steingrímur J. Sigfússon segir að í fjárlagafrumvarpinu sé ekki að finna almennar skattahækkanir. Þá sé vörður staðinn um velferðarkerfið.fréttablaðið/anton HENNÝ HINZ Ekki er gert ráð fyrir viðamiklum breytingum á skattkerfinu á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi. Krónutöluhækkun á ýmis gjöld, nýr skattur á fjármálafyrirtæki og hækkun veiðileyfagjalds á að skapa nýjar tekjur. Gert er ráð fyrir umtalsverðri neysluaukningu sem skili fé í ríkissjóð. Tekjuáætlun fjárlagafrumvarpsins gerir ráð fyrir að heildartekjur ríkissjóðs nemi 521,5 milljörðum króna á næsta ári. Það er aukning um 8 prósent á milli ára að nafnvirði, eða 4,2 prósent að raunvirði. Heildartekjur hækka sem hlutfall af landsframleiðslu úr 29,4 prósentum í 29,6 prósent. Sú aukning er öll í frumtekjum, sem hækka sem hlutfall af landsframleiðslu úr 28,1 í 28,4 prósent á milli ára. Forsendur fjárlaganna eru byggðar á tekjuáætlun ársins 2011, þjóðhagsspá fyrir árið 2012 og áformum um nýja tekjuöflun. Nokkuð var tekist á um þessar forsendur á þingi í gær, en Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, bendir á að þjóðhagsspá Hagstofunnar geri ráð fyrir 3,1 prósenti en spá Seðlabanka Íslands geri ráð fyrir 2,8 prósenta hagvexti. Frumvarpið á síðan að endurskoða í samræmi við nýja þjóðhagsspá, sem kemur fram í október. Ekki almennar breytingarSteingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hefur sagt að í frumvarpinu sé ekki að finna almennar skattahækkanir. Tekjuöflunin byggi fyrst og fremst á sértækum aðgerðum. Henný Hinz, hagfræðingur ASÍ, segir að frumvarpið boði ekki almennar skattkerfisbreytingar eða miklar breytingar á sköttum gagnvart einstaklingum. „Stóru breytingarnar eru að það er verið að lækka frádráttarbærni á iðgjöldum í séreignarsjóðum, úr fjórum í tvö prósent. Það mun að sjálfsögðu hafa áhrif á þá sem leggja fjögur prósent til hliðar. Þá er einnig verið að bæta við þrepi í auðlegðarskattinn, en það mun ekki koma við meginþorra fólks.“ Persónuafsláttur verður hækkaður um 5,1 prósent og verður 46.500 krónur eftir breytingu. Henný segir það í takt við kjarasamninga í vor. Þá verða þrepamörk innan tekjuskattskerfisins hækkuð um 3,5 prósent. Sú breyting, ásamt hærri auðlegðarskatti, á að ná fram því markmiði ríkisstjórnarinnar að skattkerfið verði notað, ásamt félagslegum stuðningi, til að auka jöfnuð í samfélaginu. Ríkisstjórnin hyggst lækka tryggingargjald og er með því vonast til þess að svigrúm skapist til launahækkana. Vala Valtýsdóttir, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs hjá Deloitte, segir að nýtt þrep í auðlegðarskatti og minni frádráttarbærni á lífeyrissjóðsgjöldum hljóti að hafa einhver áhrif á þá sem fyrir þeim verði. Ekki sé þó enn skýrt hvernig ríkisstjórnin hyggist útfæra þær tillögur. Hún segir að ekki sé um almennar skattahækkanir að ræða, ekki prósentutöluhækkun á skattþrepum. Nýr skattur á bankaEignasala á að skila ríkissjóði 7 milljörðum króna á árinu 2012. Að henni undanskilinni er stærsti einstaki nýi tekjuliðurinn fjársýsluskattur á fjármálafyrirtæki, lífeyrissjóði og vátryggingarfélög. Skatturinn nemur 10,5 prósentum og mun skila 4,5 milljörðum króna á næsta ári. Henný segir að skatturinn sé ígildi virðisaukaskatts og slíkir skattar hafi tilhneigingu til að leita út í verðlag og þjónustugjöld. Veiðileyfagjaldið verður einnig hækkað og á sú hækkun að skila 1,5 milljörðum króna. Á fiskveiðiárinu 2009 til 2010 greiddi útgerðin 1,4 milljarða í veiðigjald og 2,8 milljarða króna á nýliðnu fiskveiðiári. Eftir hækkun nemur veiðigjaldið því 4,3 milljörðum króna. VerðlagsbreytingarFjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir að ýmis gjöld hækki í takt við verðlagsbreytingar. Áætlað er að hækkun krónutölugjalda leiði til 1,9 milljarða króna tekjuaukningar fyrir ríkissjóð. Þau gjöld sem um ræðir eru: sérstakt vörugjald á bensín, olíugjald, kílómetragjald, bifreiðagjald, sérstakur skattur á raforku, áfengisgjald og tóbaksgjald. Einnig er gert ráð fyrir hækkun á útvarpsgjaldi. Samkvæmt forsendum fjárlagafrumvarpsins skýrast þessar breytingar á verðlagshækkun, en gert er ráð fyrir að hún nemi 5,1 prósenti á næsta ári. Þetta hefur nokkuð verið gagnrýnt og fullyrt að um skattahækkanir sé að ræða sem bitni á almenningi. Stjórnvöld hafa á móti bent á að í fjárframlögum til einstakra stofnana sé einnig tekið tillit til vísitölubreytinga. Aukin einkaneyslaFjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir að kaupmáttur ráðstöfunartekna aukist um 3,2 prósent milli áranna 2011 og 2012 og þjóðarútgjöld um 4 prósent. Gert er ráð fyrir því að nafnaukning einkaneyslu nemi 7,5 prósentum. Það vegur þyngst í hækkun á vog virðisaukaskattsins milli ára, en hún nemur 7,2 prósentum að nafnvirði. Gert er ráð fyrir að vörugjöld af ökutækjum skili tæplega fjórum milljörðum krónum meira í tekjur á næsta ári, eða um 2,7 milljörðum króna, en reiknað er með að rúmlega sjö þúsund bílar verði fluttir til landsins. Þá er reiknað með því að sala á bensíni aukist um 2,3 prósent og á olíu um 1,2 prósent. Kolefnagjald var lagt á í ársbyrjun 2010 en aðeins til hálfs. Viðmiðunin hækkaði í 75 prósent árið 2011 en mun taka gildi að fullu á næsta ári og mun það auka tekjur ríkisins um 0,8 milljarða króna. Áfengissala hefur dregist verulega saman frá efnahagshruni en talið er að hún nái botni á árinu 2011. Gert er ráð fyrir að hún aukist um 1,5 prósent á næsta ári en tóbakssala dragist saman um 0,9 prósent. Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fleiri fréttir Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Sjá meira
HENNÝ HINZ Ekki er gert ráð fyrir viðamiklum breytingum á skattkerfinu á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi. Krónutöluhækkun á ýmis gjöld, nýr skattur á fjármálafyrirtæki og hækkun veiðileyfagjalds á að skapa nýjar tekjur. Gert er ráð fyrir umtalsverðri neysluaukningu sem skili fé í ríkissjóð. Tekjuáætlun fjárlagafrumvarpsins gerir ráð fyrir að heildartekjur ríkissjóðs nemi 521,5 milljörðum króna á næsta ári. Það er aukning um 8 prósent á milli ára að nafnvirði, eða 4,2 prósent að raunvirði. Heildartekjur hækka sem hlutfall af landsframleiðslu úr 29,4 prósentum í 29,6 prósent. Sú aukning er öll í frumtekjum, sem hækka sem hlutfall af landsframleiðslu úr 28,1 í 28,4 prósent á milli ára. Forsendur fjárlaganna eru byggðar á tekjuáætlun ársins 2011, þjóðhagsspá fyrir árið 2012 og áformum um nýja tekjuöflun. Nokkuð var tekist á um þessar forsendur á þingi í gær, en Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, bendir á að þjóðhagsspá Hagstofunnar geri ráð fyrir 3,1 prósenti en spá Seðlabanka Íslands geri ráð fyrir 2,8 prósenta hagvexti. Frumvarpið á síðan að endurskoða í samræmi við nýja þjóðhagsspá, sem kemur fram í október. Ekki almennar breytingarSteingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hefur sagt að í frumvarpinu sé ekki að finna almennar skattahækkanir. Tekjuöflunin byggi fyrst og fremst á sértækum aðgerðum. Henný Hinz, hagfræðingur ASÍ, segir að frumvarpið boði ekki almennar skattkerfisbreytingar eða miklar breytingar á sköttum gagnvart einstaklingum. „Stóru breytingarnar eru að það er verið að lækka frádráttarbærni á iðgjöldum í séreignarsjóðum, úr fjórum í tvö prósent. Það mun að sjálfsögðu hafa áhrif á þá sem leggja fjögur prósent til hliðar. Þá er einnig verið að bæta við þrepi í auðlegðarskattinn, en það mun ekki koma við meginþorra fólks.“ Persónuafsláttur verður hækkaður um 5,1 prósent og verður 46.500 krónur eftir breytingu. Henný segir það í takt við kjarasamninga í vor. Þá verða þrepamörk innan tekjuskattskerfisins hækkuð um 3,5 prósent. Sú breyting, ásamt hærri auðlegðarskatti, á að ná fram því markmiði ríkisstjórnarinnar að skattkerfið verði notað, ásamt félagslegum stuðningi, til að auka jöfnuð í samfélaginu. Ríkisstjórnin hyggst lækka tryggingargjald og er með því vonast til þess að svigrúm skapist til launahækkana. Vala Valtýsdóttir, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs hjá Deloitte, segir að nýtt þrep í auðlegðarskatti og minni frádráttarbærni á lífeyrissjóðsgjöldum hljóti að hafa einhver áhrif á þá sem fyrir þeim verði. Ekki sé þó enn skýrt hvernig ríkisstjórnin hyggist útfæra þær tillögur. Hún segir að ekki sé um almennar skattahækkanir að ræða, ekki prósentutöluhækkun á skattþrepum. Nýr skattur á bankaEignasala á að skila ríkissjóði 7 milljörðum króna á árinu 2012. Að henni undanskilinni er stærsti einstaki nýi tekjuliðurinn fjársýsluskattur á fjármálafyrirtæki, lífeyrissjóði og vátryggingarfélög. Skatturinn nemur 10,5 prósentum og mun skila 4,5 milljörðum króna á næsta ári. Henný segir að skatturinn sé ígildi virðisaukaskatts og slíkir skattar hafi tilhneigingu til að leita út í verðlag og þjónustugjöld. Veiðileyfagjaldið verður einnig hækkað og á sú hækkun að skila 1,5 milljörðum króna. Á fiskveiðiárinu 2009 til 2010 greiddi útgerðin 1,4 milljarða í veiðigjald og 2,8 milljarða króna á nýliðnu fiskveiðiári. Eftir hækkun nemur veiðigjaldið því 4,3 milljörðum króna. VerðlagsbreytingarFjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir að ýmis gjöld hækki í takt við verðlagsbreytingar. Áætlað er að hækkun krónutölugjalda leiði til 1,9 milljarða króna tekjuaukningar fyrir ríkissjóð. Þau gjöld sem um ræðir eru: sérstakt vörugjald á bensín, olíugjald, kílómetragjald, bifreiðagjald, sérstakur skattur á raforku, áfengisgjald og tóbaksgjald. Einnig er gert ráð fyrir hækkun á útvarpsgjaldi. Samkvæmt forsendum fjárlagafrumvarpsins skýrast þessar breytingar á verðlagshækkun, en gert er ráð fyrir að hún nemi 5,1 prósenti á næsta ári. Þetta hefur nokkuð verið gagnrýnt og fullyrt að um skattahækkanir sé að ræða sem bitni á almenningi. Stjórnvöld hafa á móti bent á að í fjárframlögum til einstakra stofnana sé einnig tekið tillit til vísitölubreytinga. Aukin einkaneyslaFjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir að kaupmáttur ráðstöfunartekna aukist um 3,2 prósent milli áranna 2011 og 2012 og þjóðarútgjöld um 4 prósent. Gert er ráð fyrir því að nafnaukning einkaneyslu nemi 7,5 prósentum. Það vegur þyngst í hækkun á vog virðisaukaskattsins milli ára, en hún nemur 7,2 prósentum að nafnvirði. Gert er ráð fyrir að vörugjöld af ökutækjum skili tæplega fjórum milljörðum krónum meira í tekjur á næsta ári, eða um 2,7 milljörðum króna, en reiknað er með að rúmlega sjö þúsund bílar verði fluttir til landsins. Þá er reiknað með því að sala á bensíni aukist um 2,3 prósent og á olíu um 1,2 prósent. Kolefnagjald var lagt á í ársbyrjun 2010 en aðeins til hálfs. Viðmiðunin hækkaði í 75 prósent árið 2011 en mun taka gildi að fullu á næsta ári og mun það auka tekjur ríkisins um 0,8 milljarða króna. Áfengissala hefur dregist verulega saman frá efnahagshruni en talið er að hún nái botni á árinu 2011. Gert er ráð fyrir að hún aukist um 1,5 prósent á næsta ári en tóbakssala dragist saman um 0,9 prósent.
Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fleiri fréttir Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Sjá meira