Stúdentaráð undrandi á niðurskurði 5. október 2011 10:36 Stúdentaráð Háskóla Íslands lýsir yfir undrun og skilningsleysi á því að enn og aftur skeri yfirvöld niður fjárframlög til Háskóla Íslands. Í ályktun ráðsins um nýkynnt fjárlög segir að þrátt fyrir fullan skilning á því að fjármagn ríkissjóðs sé af skornum skammti þá velti ráðið fyrir sér hvers konar samfélag yfirvöld vilji byggja hér upp. „Við erum þegar með eitt fjársveltasta háskólakerfi Evrópu sem sést skýrt í nýlegri skýrslu frá OECD. Það að byggja upp háskóla eftir niðurskurð kostar mun meira en sem nemur sparnaði við að skera niður, svo ekki sé minnst á samfélagslegan skaða," segir í ályktuninni. „Þegar má á sjá - fyrir hvern kennara á félagsvísindasviði Háskólans eru 55 nemendur. Sama tala fyrir sambærilega skóla á norðurlöndunum er í kringum 10. Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands kennir og útskrifar lækna, hjúkrunarfræðinga og aðra starfsmenn heilbrigðisgeirans sem fara beint frá skólanum til vinnu á íslenskum spítölum og sjúkrastofnunum. Háskólinn er ábyrgur fyrir því að tryggja gæði menntunar þessa fólks og með sífellt minna fjármagni verður sífellt erfiðara að veita þessa tryggingu." Þá segir að á undanförnum árum hafi Háskólinn unnið þrekvirki. „Þrátt fyrir mjög takmarkað fjármagn hefur skólinn náð tiltölulega langt og sett markið hátt. En velgengni getur ekki viðhaldist endalaust á metnaði og vilja einum saman. Starfsfólk og stúdentar munu að lokum leita annað ef ekki fást viðunandi aðstæður í heimalandinu." „Jörðin er flöt - af hverju að læra á Íslandi? Af hverju að velja Háskóla Íslands?," spyrja stúdentar ennfremur. „Þegar leigumál eru í ólestri, samgöngur erfiðar og dýrar, verðlag almennt á uppleið, samfélag í sárum og ofan á það bætist sífellt minni áhersla stjórnvalda á háskólamenntun, hvers vegna ætti ungt fólk ekki að velja önnur samfélög til að þroskast, dafna og nema?" Fullyrða stúdentar að samfélagslegur hagnaður af háskólamenntun ungs fólks sé margfalt meiri en þeir fjármunir sem varið er til menntunar. Því megi í raun segja að hver króna sem varið er til háskólans skili sér margfalt til baka. „Enginn vill niðurskurð og fáir taka honum þegjandi. En þetta snýst ekki um að stela stærri bita af lítilli köku. Þetta snýst um að sýna ungu íslensku fólki að það sé raunverulegur vilji til að skapa því tækifæri í heimalandinu. Framfarir fást ekki nema með menntun. Við höfum allt sem til þarf til að byggja upp framúrskarandi háskólakerfi sem getur keppt við bestu skóla heimsins.Ef við viljum íslenskt menntasamfélag með tilheyrandi framförum, frumkvöðlastarfi og nýsköpun þá þarf að setja háskólamenntun í forgang. Það er ósk og ákall ungs fólks í landinu," segir einnig og að lokum: „Stöndum vörð um Háskóla Íslands." Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira
Stúdentaráð Háskóla Íslands lýsir yfir undrun og skilningsleysi á því að enn og aftur skeri yfirvöld niður fjárframlög til Háskóla Íslands. Í ályktun ráðsins um nýkynnt fjárlög segir að þrátt fyrir fullan skilning á því að fjármagn ríkissjóðs sé af skornum skammti þá velti ráðið fyrir sér hvers konar samfélag yfirvöld vilji byggja hér upp. „Við erum þegar með eitt fjársveltasta háskólakerfi Evrópu sem sést skýrt í nýlegri skýrslu frá OECD. Það að byggja upp háskóla eftir niðurskurð kostar mun meira en sem nemur sparnaði við að skera niður, svo ekki sé minnst á samfélagslegan skaða," segir í ályktuninni. „Þegar má á sjá - fyrir hvern kennara á félagsvísindasviði Háskólans eru 55 nemendur. Sama tala fyrir sambærilega skóla á norðurlöndunum er í kringum 10. Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands kennir og útskrifar lækna, hjúkrunarfræðinga og aðra starfsmenn heilbrigðisgeirans sem fara beint frá skólanum til vinnu á íslenskum spítölum og sjúkrastofnunum. Háskólinn er ábyrgur fyrir því að tryggja gæði menntunar þessa fólks og með sífellt minna fjármagni verður sífellt erfiðara að veita þessa tryggingu." Þá segir að á undanförnum árum hafi Háskólinn unnið þrekvirki. „Þrátt fyrir mjög takmarkað fjármagn hefur skólinn náð tiltölulega langt og sett markið hátt. En velgengni getur ekki viðhaldist endalaust á metnaði og vilja einum saman. Starfsfólk og stúdentar munu að lokum leita annað ef ekki fást viðunandi aðstæður í heimalandinu." „Jörðin er flöt - af hverju að læra á Íslandi? Af hverju að velja Háskóla Íslands?," spyrja stúdentar ennfremur. „Þegar leigumál eru í ólestri, samgöngur erfiðar og dýrar, verðlag almennt á uppleið, samfélag í sárum og ofan á það bætist sífellt minni áhersla stjórnvalda á háskólamenntun, hvers vegna ætti ungt fólk ekki að velja önnur samfélög til að þroskast, dafna og nema?" Fullyrða stúdentar að samfélagslegur hagnaður af háskólamenntun ungs fólks sé margfalt meiri en þeir fjármunir sem varið er til menntunar. Því megi í raun segja að hver króna sem varið er til háskólans skili sér margfalt til baka. „Enginn vill niðurskurð og fáir taka honum þegjandi. En þetta snýst ekki um að stela stærri bita af lítilli köku. Þetta snýst um að sýna ungu íslensku fólki að það sé raunverulegur vilji til að skapa því tækifæri í heimalandinu. Framfarir fást ekki nema með menntun. Við höfum allt sem til þarf til að byggja upp framúrskarandi háskólakerfi sem getur keppt við bestu skóla heimsins.Ef við viljum íslenskt menntasamfélag með tilheyrandi framförum, frumkvöðlastarfi og nýsköpun þá þarf að setja háskólamenntun í forgang. Það er ósk og ákall ungs fólks í landinu," segir einnig og að lokum: „Stöndum vörð um Háskóla Íslands."
Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira