Erlent

Mál fangavarða útrýmingarbúða tekin upp

John Demjanjuk þegar dómurinn var kveðinn upp.
John Demjanjuk þegar dómurinn var kveðinn upp. mynd/AFP
Þýskir saksóknarar rannsaka nú að nýju fjölda mála tengdum grunuðum fangavörðum í útrýmingarbúðum nasista.

Ákvörðunin fylgir í kjölfarið á sakfellingu í máli John Demjanjuk sem var fundinn sekur um að hafa starfað í útrýmingarbúðum í Póllandi. Demjanjuk var dæmdur fyrir að eiga aðild að 28 þúsund aftökum í síðari heimstyrjöldinni.

Það eru mannréttindasamtök gyðinga í Los Angeles sem þrýst hafa á endurupptöku málanna.

Rabbíninn Abraham Cooper segir að vissulega að það sé seint í rassinn gripið, enda eru fyrrum verðir í útrýmingarbúðunum háaldraðir.

Cooper segir það vera nýja kynslóð saksóknara sem nú stígi fram og vilji réttlæti yfir vörðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×