Innlent

Flugfreyjur funda

Fulltrúar Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair hafa í allan dag fundað um nýjan kjarasamning í húsnæði ríkissáttasemjara.

Nýjar samningaviðræður hófust milli aðilanna í síðustu viku eftir að flugfreyjur höfnuðu nýjum kjarasamningi í atkvæðagreiðslu. Flugfreyjur hafa boðað til verkfalls tíunda og ellefta október næstkomandi og síðan aftur sautjánda og átjánda október.

Þá hefur verið boðað til allsherjarverkfalls frá og með tuttugasta og fjórða október hafi ekki samist fyrir þann tíma. Allt flug Icelandair mun falla niður á meðan á verkföllum stendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×