Innlent

Veist þú hver stakk á dekk lögreglumanns á Blönduósi?

Lögreglumenn á Blönduósi
Lögreglumenn á Blönduósi mynd úr safni
Stungið var á tvö dekk á einkabifreið lögreglumanns á Blönduósi á dögunum. Í tilkynningu frá lögreglunn í bænums segir bílnum hafi verið lagt í innkeyrslu heima hjá honum og sjá megi skurði á báðum hjólbörðunum.

Lögreglan telur að þetta hafi gerst í dag, í gær eða fyrradag. Ekki er vitað um þann sem þarna var að verki en ef einhver hefur upplýsingar um málið er þeim bent á að hafa samband við lögregluna á Blönduósi í síma 455-2666.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×