Erlent

Mannskæð flóð í Tælandi

mynd/AFP
Mikil flóð hafa verið á Tælandi undanfarna mánuði og er talið að minnsta kosti 237 hafi farist í flóðunum.

Búist er við meiri rigningu á næstu dögum þegar leyfar fellbylsins Nalgae nálgast strendur landsins. Flóðin hafa haft mikil á áhrif á tuttugu og átta héruð í landinu og raskað ró um tveggja milljóna íbúa þeirra.

Einnig er óttast að flóðin muni koma til með að ógna fornum klaustrum á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×