Erlent

Palin ætlar ekki í framboð til forseta

Palin sagðist vilja einbeita sér að störfum innan Repúblikana flokksins.
Palin sagðist vilja einbeita sér að störfum innan Repúblikana flokksins. mynd/AFP
Sarah Palin sagði í dag að hún ætlaði ekki að bjóða sig fram til forseta á næsta ári. Palin, sem var varaforsetaefni John McCain árið 2008, var ekki talin líklega til að fara í framboð. Þó voru margir sem vonuðust eftir því. Núverandi frambjóðendur Repúblikana eru ekki taldir heilla kjósendur.

Tilkynning Palin fylgir á kjölfarið á blaðamannafundi sem Chris Christie hélt í gær. Mikill þrýstingur var á Christie um að bjóða sig fram en hann sagðist ekki ætla að taka þátt í forkjörinu eftir nokkra mánuði.

Það lítur því út fyrir að núverandi frambjóðendur Repúblikana verði þeir sem berjist um útnefningu flokksins. Eins og er Michele Bachman eina konan sem gefur kost á sér til embættis forseta Bandaríkjanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×