Erlent

Ofbeldi í Mexíkó

Ofbeldismenn í Mexíkó skilja iðulega eftir skilaboð til útskýra verknaðinn ásamt því að vara aðra við.
Ofbeldismenn í Mexíkó skilja iðulega eftir skilaboð til útskýra verknaðinn ásamt því að vara aðra við.
Ritstjóri mexíkóska fréttamiðilsins Primera Hora, María Elizabeth Macías, fannst hálshöggvin í almenningsgarði. Höfuð hennar fannst nokkrum metrum frá, sitjandi á steinstalli. Atvikið fylgir í kjölfarið á öðrum svipuðum morðum sem eiturlyfjagengi hafa framið til að þagga niður í fréttamiðlum í Mexíkó. Hjá höfði Macías fannst handskrifaður miði sem útskýrði ástæður morðsins ásamt því að vara aðra blaðamenn við. Einnig eru notendur samskiptamiðla varaðir við en Macías var afkastamikill bloggari. Macías er fjórði blaðamaðurinn sem hefur verið myrtur á þessu ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×