Erlent

Fæddist með tvö andlit

Litli snáðinn fæddist með tvö andlit en ekki eru taldar miklar líkur á því að hann hafi það af. Hann á erfitt með öndun og þá gengur erfiðlega að næra hann.
Litli snáðinn fæddist með tvö andlit en ekki eru taldar miklar líkur á því að hann hafi það af. Hann á erfitt með öndun og þá gengur erfiðlega að næra hann.
Læknar á sjúkrahúsinu í bænum Rawalpindi í Pakistan vinna nú að því að bjarga lífi ungabarns sem fæddist með tvö andlit á dögunum.

Drengurinn er þriðja barn foreldra sinna en fyrir eiga þau tvö heilbrigð börn. Meðgangan gekk vel fyrir sig og í sónar-myndatöku rétt áður en hann kom í heiminn virtist hann vera alveg heilbrigður. Það kom því foreldrunum og læknum verulega á óvart þegar hann kom í heiminn með tvö andlit.

Drengurinn er með fjögur augu, tvö nef, tvo munna og tvö eyru. Hann á erfitt með öndun og einnig er ekki hægt að næra hann í gegnum munnana heldur þarf hann að fá næringu í æð.

Læknar telja litlar líkur á því að ná að bjarga lífi drengsins sem var 3,2 kíló við fæðingu. En þeir gera nú allt sem þeir geta en þeir hafa ekki oft glímt við vandamál sem þetta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×