Svona verður sameiningin í skólakerfinu Jón Hákon Halldórsson skrifar 19. apríl 2011 09:15 Leikskólar. Borgarráð samþykkti í gær að hefja undirbúning að sameiningu leikskólasviðs og menntasviðs. Ennfremur var samþykkt að færa verkefni sem nú eru á skrifstofu tómstundamála á íþrótta- og tómstundasviði á þetta sameiginlega svið. Þá samþykkti borgarráð jafnframt umfangsmiklar tillögur um samreksturs og/eða sameiningar leikskóla, gunnskóla og frístundaheimila í Reykjavíkurborg. Málinu var vísað til borgarstjórnar sem tekur endanlega ákvörðun um það á fundi í dag. Tillögurnar eru eftirfarandi: 1. Lagt er til að skoðað verði með heildrænum hætti leik- og grunnskólastarf, svo og frístunda- og félagsstarf barna og unglinga í 111 Reykjavík. Lagt er til að í umboði borgarstjóra verði skipaður starfshópur fulltrúa foreldra og fulltrúa starfsfólks leikskóla, grunnskóla og ÍTR, þjónustumiðstöðvar Breiðholts, Leiknis, Gerðubergs og annarra hagsmunaaðila. Starfshópurinn leiti leiða til að auka samstarf í efra-Breiðholti í skóla- og frístundastarfi, til að efla félagslegan jöfnuð, árangur, vellíðan og þátttöku barna og unglinga í frístunda- og menningarstarfi. Horfið verður frá aldursskiptingu Hólabrekku- og Fellaskóla og sameiningu Hraunborgar og Aspar og Suðurborgar og Hólaborgar, a.m.k. að sinni. Starfshópurinn taki strax til starfa og skili tillögum til borgarstjóra eigi síðar en 1. apríl 2012. 2. Lagt er til að sameina grunnskólann Ártúnsskóla, leikskólann Kvarnaborg og frístundaheimilið Skólasel. Sameiningin komi til framkvæmda 1. janúar 2012 og leitað verði eftir samstarfi við menntavísindasvið Háskóla Íslands um ráðgjöf og stuðning við innleiðingu breytinganna. Horft verði til framkvæmdarinnar sem tilraunaverkefnis og af því dreginn lærdómur fyrir frekari skólaþróun á næstu árum. Við undirbúning sameiningar verði haft samráð við foreldra, nemendur og starfsfólk. 3. Lagt er til að frestað verði til ársins 2013 að sameina Fossvogsskóla, Kvistaborg og frístundaheimilið Neðstaland og litið verði til reynslu Dalskóla og samreksturs Ártúnsskóla, Kvarnaborgar og Skólasels sem fyrirmyndar. 4. Lagt er til að menntasviði verði falið að koma á samráði við stjórnendur og starfsmenn grunnskólanna í Vesturbæ auk skólaráða og foreldraráða (skólasamfélagið) og koma með tillögur að breytingum á skólastarfi í Vesturbæjar-, Mela-, Granda- og Hagaskóla. Markmiðið er að finna leiðir til að komast hjá því að byggja við þá skóla sem senn komast í húsnæðisþröng vegna nemendafjölgunar. Starfshópur taki til starfa strax og skili tillögum til borgarstjóra eigi síðar en 1. desember 2011. 5. Lagt er til að sameina yfirstjórn Korpuskóla og Víkurskóla 1. janúar 2012. Nemendur í 8.-10. bekk úr Staðahverfi sæki áfram nám í Víkurskóla. Við undirbúning breytinga verði haft samráð við foreldra, nemendur og starfsfólk. 6. Lagt er til að sameina yfirstjórn Borgaskóla og Engjaskóla 1. janúar 2012. Skólastjórnendum verði falið að vinna að auknu samstarfi og/eða sameiningu unglingadeilda skólanna. Stefnumótandi ákvörðun komi til framkvæmda fyrir upphaf skólaársins 2012-2013. Við undirbúning breytinga verði haft samráð við foreldra, nemendur og starfsfólk. 7. Lagt er til að sameina yfirstjórn Álftamýrarskóla og Hvassaleitisskóla 1. janúar 2012. Nýjum skólastjórnendum verði falið að vinna að flutningi nemenda á unglingastigi fyrir skólaárið 2012-2013 sem gætu valið um skólavist í Réttarholtsskóla eða Álftamýrarskóla. Við undirbúning breytinga verði haft samráð við foreldra, nemendur og starfsfólk. 8. Lagt er til að Foldaskóli verði heildstæður safnskóli á unglingastigi fyrir nemendur úr Húsaskóla og Hamraskóla. Unnið verði að undirbúningi breytinganna allt næsta skólaár með þátttöku foreldra og starfsfólks og breytingin komi til framkvæmda skólaárið 2012-2013. Samhliða þessum breytingum er lagt til að rekstur Húsaskóla og Hamraskóla verði skoðaður með tilliti til betri nýtingar á húsnæði og hugsanlegrar sameiningar í stjórnun eða sameininga við leikskóla í nágrenninu. 9. Lagt er til að sameina yfirstjórn í neðangreindum leikskólum frá 1. júlí 2011. Lagt er til að þar sem þrír leikskólar verði sameinaðir undir einni stjórn verði stjórnunarhlutfall aukið svo að aðstoðarleikskólastjórar verði tveir á fyrsta starfsári sameinaðs skóla. Lögð verði áhersla á að foreldrar og starfsfólk séu virkir þátttakendur í innleiðingarferli nýrra sameinaðra leikskóla. Drafnarborg og Dvergasteinn Barónsborg, Lindarborg og Njálsborg Hamraborg og Sólbakki Hlíðaborg og Sólhlíð Holtaborg og Sunnuborg Hlíðarendi og Ásborg Laugaborg og Lækjaborg Furuborg og Skógarborg Arnarborg og Fálkaborg Hálsaborg og Hálsakot Foldaborg, Foldakot og Funaborg 10. Lagt er til að haustið 2011 verði skóla- og frístundastarf 6-9 ára barna samþætt í einu þjónustuhverfi og jafnframt því undirbúin sameining yfirstjórnar skóla og frístundastarfs í borginni allri. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Borgarráð samþykkti í gær að hefja undirbúning að sameiningu leikskólasviðs og menntasviðs. Ennfremur var samþykkt að færa verkefni sem nú eru á skrifstofu tómstundamála á íþrótta- og tómstundasviði á þetta sameiginlega svið. Þá samþykkti borgarráð jafnframt umfangsmiklar tillögur um samreksturs og/eða sameiningar leikskóla, gunnskóla og frístundaheimila í Reykjavíkurborg. Málinu var vísað til borgarstjórnar sem tekur endanlega ákvörðun um það á fundi í dag. Tillögurnar eru eftirfarandi: 1. Lagt er til að skoðað verði með heildrænum hætti leik- og grunnskólastarf, svo og frístunda- og félagsstarf barna og unglinga í 111 Reykjavík. Lagt er til að í umboði borgarstjóra verði skipaður starfshópur fulltrúa foreldra og fulltrúa starfsfólks leikskóla, grunnskóla og ÍTR, þjónustumiðstöðvar Breiðholts, Leiknis, Gerðubergs og annarra hagsmunaaðila. Starfshópurinn leiti leiða til að auka samstarf í efra-Breiðholti í skóla- og frístundastarfi, til að efla félagslegan jöfnuð, árangur, vellíðan og þátttöku barna og unglinga í frístunda- og menningarstarfi. Horfið verður frá aldursskiptingu Hólabrekku- og Fellaskóla og sameiningu Hraunborgar og Aspar og Suðurborgar og Hólaborgar, a.m.k. að sinni. Starfshópurinn taki strax til starfa og skili tillögum til borgarstjóra eigi síðar en 1. apríl 2012. 2. Lagt er til að sameina grunnskólann Ártúnsskóla, leikskólann Kvarnaborg og frístundaheimilið Skólasel. Sameiningin komi til framkvæmda 1. janúar 2012 og leitað verði eftir samstarfi við menntavísindasvið Háskóla Íslands um ráðgjöf og stuðning við innleiðingu breytinganna. Horft verði til framkvæmdarinnar sem tilraunaverkefnis og af því dreginn lærdómur fyrir frekari skólaþróun á næstu árum. Við undirbúning sameiningar verði haft samráð við foreldra, nemendur og starfsfólk. 3. Lagt er til að frestað verði til ársins 2013 að sameina Fossvogsskóla, Kvistaborg og frístundaheimilið Neðstaland og litið verði til reynslu Dalskóla og samreksturs Ártúnsskóla, Kvarnaborgar og Skólasels sem fyrirmyndar. 4. Lagt er til að menntasviði verði falið að koma á samráði við stjórnendur og starfsmenn grunnskólanna í Vesturbæ auk skólaráða og foreldraráða (skólasamfélagið) og koma með tillögur að breytingum á skólastarfi í Vesturbæjar-, Mela-, Granda- og Hagaskóla. Markmiðið er að finna leiðir til að komast hjá því að byggja við þá skóla sem senn komast í húsnæðisþröng vegna nemendafjölgunar. Starfshópur taki til starfa strax og skili tillögum til borgarstjóra eigi síðar en 1. desember 2011. 5. Lagt er til að sameina yfirstjórn Korpuskóla og Víkurskóla 1. janúar 2012. Nemendur í 8.-10. bekk úr Staðahverfi sæki áfram nám í Víkurskóla. Við undirbúning breytinga verði haft samráð við foreldra, nemendur og starfsfólk. 6. Lagt er til að sameina yfirstjórn Borgaskóla og Engjaskóla 1. janúar 2012. Skólastjórnendum verði falið að vinna að auknu samstarfi og/eða sameiningu unglingadeilda skólanna. Stefnumótandi ákvörðun komi til framkvæmda fyrir upphaf skólaársins 2012-2013. Við undirbúning breytinga verði haft samráð við foreldra, nemendur og starfsfólk. 7. Lagt er til að sameina yfirstjórn Álftamýrarskóla og Hvassaleitisskóla 1. janúar 2012. Nýjum skólastjórnendum verði falið að vinna að flutningi nemenda á unglingastigi fyrir skólaárið 2012-2013 sem gætu valið um skólavist í Réttarholtsskóla eða Álftamýrarskóla. Við undirbúning breytinga verði haft samráð við foreldra, nemendur og starfsfólk. 8. Lagt er til að Foldaskóli verði heildstæður safnskóli á unglingastigi fyrir nemendur úr Húsaskóla og Hamraskóla. Unnið verði að undirbúningi breytinganna allt næsta skólaár með þátttöku foreldra og starfsfólks og breytingin komi til framkvæmda skólaárið 2012-2013. Samhliða þessum breytingum er lagt til að rekstur Húsaskóla og Hamraskóla verði skoðaður með tilliti til betri nýtingar á húsnæði og hugsanlegrar sameiningar í stjórnun eða sameininga við leikskóla í nágrenninu. 9. Lagt er til að sameina yfirstjórn í neðangreindum leikskólum frá 1. júlí 2011. Lagt er til að þar sem þrír leikskólar verði sameinaðir undir einni stjórn verði stjórnunarhlutfall aukið svo að aðstoðarleikskólastjórar verði tveir á fyrsta starfsári sameinaðs skóla. Lögð verði áhersla á að foreldrar og starfsfólk séu virkir þátttakendur í innleiðingarferli nýrra sameinaðra leikskóla. Drafnarborg og Dvergasteinn Barónsborg, Lindarborg og Njálsborg Hamraborg og Sólbakki Hlíðaborg og Sólhlíð Holtaborg og Sunnuborg Hlíðarendi og Ásborg Laugaborg og Lækjaborg Furuborg og Skógarborg Arnarborg og Fálkaborg Hálsaborg og Hálsakot Foldaborg, Foldakot og Funaborg 10. Lagt er til að haustið 2011 verði skóla- og frístundastarf 6-9 ára barna samþætt í einu þjónustuhverfi og jafnframt því undirbúin sameining yfirstjórnar skóla og frístundastarfs í borginni allri.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira