Flutt aftur að Raufarfelli 2. janúar 2011 07:00 Anna Björk Ólafsdóttir, bóndi á bænum Raufarfelli undir Eyjafjöllum. Anna Björk Ólafsdóttir er bóndi á bænum Raufarfelli undir Eyjafjöllum. Skömmu eftir að eldgosið í Eyjafjallajökli hófst flutti hún með fjölskylduna sína á Hvolsvöll. „Við tókum þá ákvörðun á laugardag að fara. Þá var allt í svartamyrkri og við ósofin vegna hávaða sem fylgdi gosinu aðfaranótt laugardags þegar þrumur og eldingar voru," sagði hún í samtali við Fréttablaðið 19. apríl. „Við snerum að mestu leyti aftur að Raufarfelli í sumar," upplýsir Anna Björk þegar slegið er á þráðinn til hennar. „Þá hafði gróður tekið alveg ótrúlega vel við sér, miklu betur en við höfðum þorað að vona." Kýrnar á bænum voru fluttar austar í sveitir og eru þar enn, en á Raufarfelli er þó megináhersla á nautgriparækt. Meðan fjölskyldan dvaldi á Hvolsvelli var því ekin 40 kílómetra leið til að sinna skepnunum. „Við höfum samt ekki þurft að nýta okkur afleysingaþjónustuna sem bændum stóð til boða, góðir grannar hafa stundum hjálpað okkur," segir Anna Björk. Anna Björk kveður það hafa verið ótrúlegt að fylgjast með hversu vel gróðurinn dafnaði í sumar. „Við áttum ekki von á því, en þrátt fyrir það þá verður maður mikið var við öskuna enn hér. Það var til dæmis öskubylur hér í viku um daginn. Það gerist ef ekki hefur rignt um skeið þá þornar askan strax og fýkur um ef vind hreyfir. Og hún smýgur alls staðar inn. Á svona dögum er heldur ekki verandi úti nema með grímur," segir Anna og bætir við að haustið hafi samt verið nokkuð gott vegna góðrar tíðar. „Það sem við kvíðum hér núna er hvernig vorleysingarnar verða og hvað mun fylgja þeim. Það er svo mikil aska uppi í fjöllunum, þetta er svo gríðarlegt magn af efni og maður áttar sig ekki á hvernig það mun berast með vorflóðum. Svo vitum við að sjálfsögðu ekki núna hvort við munum geta heyjað af túnum næsta sumar, það gátum við ekki síðasta sumar," segir Anna Björk en bætir við að þrátt fyrir þessa óvissu ætli fjölskyldan sér ekki annað en að búa áfram að Raufarfelli. Hún segir ólýsanlega lífsreynslu að hafa upplifað nálægðina við gosið. „Það er í fyrsta lagi sérkennileg reynsla að þurfa að yfirgefa húsið sitt að næturþeli vegna eldgoss, eins og við þurftum fyrst að gera vegna eldgossins á Fimmvörðuhálsi. Við vorum mátulega búin að jafna okkur á því þegar við vorum aftur ræst út vegna gossins í Eyjafjallajökli." - sbt Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Sjá meira
Anna Björk Ólafsdóttir er bóndi á bænum Raufarfelli undir Eyjafjöllum. Skömmu eftir að eldgosið í Eyjafjallajökli hófst flutti hún með fjölskylduna sína á Hvolsvöll. „Við tókum þá ákvörðun á laugardag að fara. Þá var allt í svartamyrkri og við ósofin vegna hávaða sem fylgdi gosinu aðfaranótt laugardags þegar þrumur og eldingar voru," sagði hún í samtali við Fréttablaðið 19. apríl. „Við snerum að mestu leyti aftur að Raufarfelli í sumar," upplýsir Anna Björk þegar slegið er á þráðinn til hennar. „Þá hafði gróður tekið alveg ótrúlega vel við sér, miklu betur en við höfðum þorað að vona." Kýrnar á bænum voru fluttar austar í sveitir og eru þar enn, en á Raufarfelli er þó megináhersla á nautgriparækt. Meðan fjölskyldan dvaldi á Hvolsvelli var því ekin 40 kílómetra leið til að sinna skepnunum. „Við höfum samt ekki þurft að nýta okkur afleysingaþjónustuna sem bændum stóð til boða, góðir grannar hafa stundum hjálpað okkur," segir Anna Björk. Anna Björk kveður það hafa verið ótrúlegt að fylgjast með hversu vel gróðurinn dafnaði í sumar. „Við áttum ekki von á því, en þrátt fyrir það þá verður maður mikið var við öskuna enn hér. Það var til dæmis öskubylur hér í viku um daginn. Það gerist ef ekki hefur rignt um skeið þá þornar askan strax og fýkur um ef vind hreyfir. Og hún smýgur alls staðar inn. Á svona dögum er heldur ekki verandi úti nema með grímur," segir Anna og bætir við að haustið hafi samt verið nokkuð gott vegna góðrar tíðar. „Það sem við kvíðum hér núna er hvernig vorleysingarnar verða og hvað mun fylgja þeim. Það er svo mikil aska uppi í fjöllunum, þetta er svo gríðarlegt magn af efni og maður áttar sig ekki á hvernig það mun berast með vorflóðum. Svo vitum við að sjálfsögðu ekki núna hvort við munum geta heyjað af túnum næsta sumar, það gátum við ekki síðasta sumar," segir Anna Björk en bætir við að þrátt fyrir þessa óvissu ætli fjölskyldan sér ekki annað en að búa áfram að Raufarfelli. Hún segir ólýsanlega lífsreynslu að hafa upplifað nálægðina við gosið. „Það er í fyrsta lagi sérkennileg reynsla að þurfa að yfirgefa húsið sitt að næturþeli vegna eldgoss, eins og við þurftum fyrst að gera vegna eldgossins á Fimmvörðuhálsi. Við vorum mátulega búin að jafna okkur á því þegar við vorum aftur ræst út vegna gossins í Eyjafjallajökli." - sbt
Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Sjá meira