Popparinn Justin Timberlake hefur viðurkennt að hann sé spenntur fyrir Pippu Middleton, systur Katrínar hertogaynju af Cornwall.
„Við bandarískir karlmenn erum miklir aðdáendur Pippu. Við erum mjög hrifnir af Middleton-systrunum. Ég er farinn að hljóma eins og skíthæll, ég ætla að hætta að tala núna," sagði Justin í viðtali við tímaritið Esquire.
Justin og leikkonan Jessica Biel tóku nýverið aftur saman eftir stuttan aðskilnað.
Pippa Middleton hefur verið mikið á milli tannanna á fólki eftir brúðkaup systur hennar og Vilhjálms Bretaprins fyrr á þessu ári. Meðal annarra karlmanna sem lýst hafa aðdáun sinni á henni er söngvarinn Cee Lo Green.
Justin skotinn í Pippu
