Innlent

Sigmundur Davíð: Stjórnin er skíthrædd við almenning

Sigmundur Davíð segir að ríkisstjórnina sé „skííííthrædd við almenning."
Sigmundur Davíð segir að ríkisstjórnina sé „skííííthrædd við almenning." Mynd/Anton Brink

Formaður Framsóknarflokksins segir ljóst að ríkisstjórnin ætli gera allt sem hún geti til að ljúka umræðunni um Icesave samninganna sem fyrst. Hann segir ríkisstjórnina skíthrædda við almenning.

Þriðja umræða um málið stendur enn yfir á Alþingi en atkvæðagreiðslan fer væntanlega fram í upphafi þingfundar á morgun. Þegar þetta er skrifað eru sjö þingmenn á mælendaskrá og því lítur allt út fyrir að þingfundur muni standa fram á nótt.

Meðal þeirra sem tekið til máls í umræðunum í kvöld er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. Hann fjallar jafnframt um málið á samskiptavefinn Facebook en þar skrifar Sigmundur Davíð: „Þá liggur fyrir að ríkisstjórnin og Co. ætla að gera allt sem þau geta til að Icesave-umræðunni ljúki sem fyrst. Þingmenn eiga að klára umræðuna um miðja nótt. Svo gripið sé til orðavals forsætisráðherra: Ríkisstjórnin er skíííthrædd, skííííthrædd við almenning."

Þá sagði Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, í umræðum á ellefta tímanum í kvöld Icesave samninganna eiga að fara aftur til þjóðarinnar. Hann sagði ríkisstjórnina hafa komið fyrri samningnum í gegnum þingið í krafti meirihluta og að þá hafi stjórnin ekki gengið í takti við þjóðina „og við erum aftur komin á sama stað.“

Fyrr í kvöld sagðist Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vera þeirrar skoðunar að almenningur ætti að greiða atkvæði um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá tók Guðlaugur undir með Kristjáni Þór Júlíussyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, sem sagði fyrr í umræðunni að málið væri hið ömurlegasta. Kristján sagði auk þess ekkert hæft í þeim fullyrðingum að Sjálfstæðisflokkurinn hefði skipt um skoðun í Icesave málinu.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.