Pistillinn: Fórnir eða forréttindi? Helga Margrét Þorsteinsdóttir skrifar 4. júní 2011 07:00 Helga Margrét á blaðamannafundi. Ég er oft spurð að því hvort ég þurfi ekki að fórna miklu fyrir íþróttirnar. Þá er oftast verið að vísa í þá staðreynd að líf mitt er töluvert frábrugðið lífi flestra jafnaldra minna. Ég drekk ekki, fer sjaldan út á lífið, ég borða ekki óhollan mat og það er ekki hlaupið að því fyrir mig að skreppa út á kvöldin að hitta vini mína þegar það er morgunæfing daginn eftir og ég þarf að fara snemma að sofa. Þrátt fyrir það svara ég þessari spurningu alltaf neitandi. Í mínum huga eru það gífurlega mikil forréttindi að fá tækifæri til þess að elta og upplifa drauminn minn og fást við það sem ég hef yndi af á hverjum einasta degi. Það er ég sjálf sem vel að haga lífi mínu á þann hátt sem ég geri og ýmislegt sem aðrir myndu álíta mikla fórn er einfaldlega hluti af mínum draumi. Nú er komið að því að ég flytji af landi brott. Ég flyt burt frá fjölskyldunni og bestu vinum mínum. Ég kem til með að sakna margs frá Íslandi og vissulega er eftirsjáin til staðar, enda væri sorglegt ef svo væri ekki. En það er eins með íþróttirnar og margt annað í lífinu, við fáum ekki endalaust af tækifærum. Við verðum að stökkva á þau tækifæri sem okkur bjóðast. Það er oft auðveldast að láta tækifærin renna sér úr greipum. Það getur verið mjög erfitt að þora að taka ákvarðanir sem breyta lífi manns. Þá er það oftast hræðslan við að mistakast sem hindrar okkur í því að taka slaginn, leggja út öll spilin. Íþróttir eru nefnilega í eðli sínu ekki frábrugðnar fjárhættuspili. Við höfum aldrei tryggingu fyrir því að eitthvað muni heppnast. Það eina sem við getum gert er að fylgja eigin sannfæringu og grípa tækifærin sem okkur bjóðast. Þá þurfum við vonandi aldrei að líta til baka og hugsa: „Hvað ef…?" Innlendar Pistillinn Mest lesið Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Sadio Mané hafnaði Manchester United Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu „Hlustið á leikmennina“ Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista Michael Jordan gefur meira en milljarð króna EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Sjá meira
Ég er oft spurð að því hvort ég þurfi ekki að fórna miklu fyrir íþróttirnar. Þá er oftast verið að vísa í þá staðreynd að líf mitt er töluvert frábrugðið lífi flestra jafnaldra minna. Ég drekk ekki, fer sjaldan út á lífið, ég borða ekki óhollan mat og það er ekki hlaupið að því fyrir mig að skreppa út á kvöldin að hitta vini mína þegar það er morgunæfing daginn eftir og ég þarf að fara snemma að sofa. Þrátt fyrir það svara ég þessari spurningu alltaf neitandi. Í mínum huga eru það gífurlega mikil forréttindi að fá tækifæri til þess að elta og upplifa drauminn minn og fást við það sem ég hef yndi af á hverjum einasta degi. Það er ég sjálf sem vel að haga lífi mínu á þann hátt sem ég geri og ýmislegt sem aðrir myndu álíta mikla fórn er einfaldlega hluti af mínum draumi. Nú er komið að því að ég flytji af landi brott. Ég flyt burt frá fjölskyldunni og bestu vinum mínum. Ég kem til með að sakna margs frá Íslandi og vissulega er eftirsjáin til staðar, enda væri sorglegt ef svo væri ekki. En það er eins með íþróttirnar og margt annað í lífinu, við fáum ekki endalaust af tækifærum. Við verðum að stökkva á þau tækifæri sem okkur bjóðast. Það er oft auðveldast að láta tækifærin renna sér úr greipum. Það getur verið mjög erfitt að þora að taka ákvarðanir sem breyta lífi manns. Þá er það oftast hræðslan við að mistakast sem hindrar okkur í því að taka slaginn, leggja út öll spilin. Íþróttir eru nefnilega í eðli sínu ekki frábrugðnar fjárhættuspili. Við höfum aldrei tryggingu fyrir því að eitthvað muni heppnast. Það eina sem við getum gert er að fylgja eigin sannfæringu og grípa tækifærin sem okkur bjóðast. Þá þurfum við vonandi aldrei að líta til baka og hugsa: „Hvað ef…?"
Innlendar Pistillinn Mest lesið Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Sadio Mané hafnaði Manchester United Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu „Hlustið á leikmennina“ Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista Michael Jordan gefur meira en milljarð króna EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Sjá meira