Sagði af sér vegna tengsla við Gaddafí 5. mars 2011 03:30 Saif al-Islam Gaddafí þótti umbótasinnaður og umgekkst fína fólkið í Bretlandi. nordicphotos/AFP Howard Davies Howard Davies sagði af sér í gær sem rektor London School of Economics, eins virtasta háskóla Bretlands, vegna tengsla sinna við Gaddafí og son hans, Saíf al-Islam Gaddafí, þann sama son og nú birtist reglulega í fjölmiðlum sem helsti talsmaður Líbíustjórnar út á við. Saíf er fyrrverandi nemandi skólans, fékk þar doktorsgráðu í heimspeki árið 2008. Doktorsritgerðin hefur síðan verið sögð innihalda bæði stolna kafla og svo einhverja kafla, sem Saíf á að hafa fengið einhvern annan til að skrifa fyrir sig. Þegar svo í ljós kom að Davies hafði fyrir hönd skólans tekið við styrk frá Líbíu, úr sjóði sem Saíf stjórnar, upp á 1,5 milljónir punda, fór að hitna undir honum á rektorsstólnum. Davies segist nú sjá eftir því að hafa tekið við þessu fé og stjórn skólans hefur ákveðið að tengslin við Líbíu verði nú rannsökuð. Staða breskra háskóla hefur hins vegar lengi verið sú að þeim hefur beinlínis verið ætlað að leita sér fjármagns til rekstrar hjá auðkýfingum. „Vorkennum fátæka háskólanum,“ segir pistlahöfundurinn Simon Jenkins í Guardian. „Í 25 ár hefur London School of Economics verið sagt að finna sér auðæfi til að sænga hjá, en komst að því að stundum er fnykur af auðæfunum.“ Jenkins segir að LSE sé ekkert einsdæmi hvað þetta varðar, þótt þar hafi ef til vill verið einna lengst gengið. Saíf naut reyndar töluverðrar virðingar meðal málsmetandi fólks í Bretlandi þar til nú fyrir skemmstu. Hann gaf sig út fyrir að vilja koma á umbótum í Líbíu og styrkurinn átti að nýtast nemendum frá Norður-Afríku, einkum þó upprennandi leiðtogum á borð við Saíf. Gaddafí og synir hans hafa á síðustu árum lagt töluvert upp úr því að aðlagast vestrænum viðskiptavenjum. Meðal annars fengu þeir fyrir nokkrum árum MichaelPorter, virtan sérfræðing í samkeppnismálum við Harvard-háskóla, til þess að koma á pólitískum umbótum. Þetta er sá sami Michael Porter sem er heiðursdoktor við Háskóla Íslands og kom hingað til lands nú í haust til að kynna hugmyndir sínar um jarðvarmaklasa. Porter segir reyndar að hann hafi slitið tengslin við Líbíu árið 2007 þegar í ljós kom að ekkert myndi verða þar úr pólitískum umbótum. „Við vorum þarna vegna þess að landið virtist reiðubúið undir umbætur,“ er haft eftir Porter í bandaríska dagblaðinu New York Times. „Og Saíf var aðalumbótamaðurinn.“ gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Sjá meira
Howard Davies Howard Davies sagði af sér í gær sem rektor London School of Economics, eins virtasta háskóla Bretlands, vegna tengsla sinna við Gaddafí og son hans, Saíf al-Islam Gaddafí, þann sama son og nú birtist reglulega í fjölmiðlum sem helsti talsmaður Líbíustjórnar út á við. Saíf er fyrrverandi nemandi skólans, fékk þar doktorsgráðu í heimspeki árið 2008. Doktorsritgerðin hefur síðan verið sögð innihalda bæði stolna kafla og svo einhverja kafla, sem Saíf á að hafa fengið einhvern annan til að skrifa fyrir sig. Þegar svo í ljós kom að Davies hafði fyrir hönd skólans tekið við styrk frá Líbíu, úr sjóði sem Saíf stjórnar, upp á 1,5 milljónir punda, fór að hitna undir honum á rektorsstólnum. Davies segist nú sjá eftir því að hafa tekið við þessu fé og stjórn skólans hefur ákveðið að tengslin við Líbíu verði nú rannsökuð. Staða breskra háskóla hefur hins vegar lengi verið sú að þeim hefur beinlínis verið ætlað að leita sér fjármagns til rekstrar hjá auðkýfingum. „Vorkennum fátæka háskólanum,“ segir pistlahöfundurinn Simon Jenkins í Guardian. „Í 25 ár hefur London School of Economics verið sagt að finna sér auðæfi til að sænga hjá, en komst að því að stundum er fnykur af auðæfunum.“ Jenkins segir að LSE sé ekkert einsdæmi hvað þetta varðar, þótt þar hafi ef til vill verið einna lengst gengið. Saíf naut reyndar töluverðrar virðingar meðal málsmetandi fólks í Bretlandi þar til nú fyrir skemmstu. Hann gaf sig út fyrir að vilja koma á umbótum í Líbíu og styrkurinn átti að nýtast nemendum frá Norður-Afríku, einkum þó upprennandi leiðtogum á borð við Saíf. Gaddafí og synir hans hafa á síðustu árum lagt töluvert upp úr því að aðlagast vestrænum viðskiptavenjum. Meðal annars fengu þeir fyrir nokkrum árum MichaelPorter, virtan sérfræðing í samkeppnismálum við Harvard-háskóla, til þess að koma á pólitískum umbótum. Þetta er sá sami Michael Porter sem er heiðursdoktor við Háskóla Íslands og kom hingað til lands nú í haust til að kynna hugmyndir sínar um jarðvarmaklasa. Porter segir reyndar að hann hafi slitið tengslin við Líbíu árið 2007 þegar í ljós kom að ekkert myndi verða þar úr pólitískum umbótum. „Við vorum þarna vegna þess að landið virtist reiðubúið undir umbætur,“ er haft eftir Porter í bandaríska dagblaðinu New York Times. „Og Saíf var aðalumbótamaðurinn.“ gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Sjá meira